Frétt

bb.is | 04.03.2003 | 16:20Framkvæmdir við varnargarð við Seljalandshverfi hefjist á þessu ári

Séð yfir hluta af Seljalandssvæðinu á Ísafirði.
Séð yfir hluta af Seljalandssvæðinu á Ísafirði.
Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ vilja að framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð í Seljalandshverfi hefjist sem fyrst. Í stefnuræðu Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra fyrir síðustu jól við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár segir m.a.: „Framlag til snjóflóðavarna er aukið úr 1,3 millj.kr. í 11,3 millj. eða um 10 millj.kr. og er viðbótarféð aðallega ætlað til að hefja framkvæmdir við snjóflóðavarnir í samræmi við forgangsröðun Ísafjarðarbæjar og Ofanflóðasjóðs frá 1999. Þar er varnargarður í Seljalandshlíð fremst í forgangsröðuninni. Lögð verður áhersla á að flýta öðrum framkvæmdum sem skilgreind eru í forgangsröðuninni, svo sem vörnum í Holtahverfi sem eru ekki áætlaðar fyrr en 2007.“
Í bréfi til Ofanflóðasjóðs fyrir stuttu segir bæjarstjóri m.a.:

„Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar hefur fyrir nokkru samþykkt hættumat fyrir Skutulsfjörð og Hnífsdal. Þegar þetta er skrifað hefur umhverfisráðherra ekki samþykkt hættumatið. Frá samþykkt ráðherra hefur sveitarfélagið sex mánuði til að leggja fram aðgerðaáætlun um varnir. Þó ekki hafi verið gerð formleg samþykkt um slíka áætlun hefur komið skýrt fram í umræðunni að leita verði allra leiða til að verja byggð en ekki kaupa upp.

Vísað er til rammaáætlunar um varnir gegn ofanflóðum 1999-2010 sem lögð var fram á kynningu í nóvember 1999. Þar kemur fram að áætlað var að hefja framkvæmdir við varnir í Seljalandshlíð árið 1999. Með tilvísan til texta í stefnuræðu [sbr. hér að ofan] er þess óskað, að Ofanflóðasjóður heimili framkvæmdir í ár við þessar varnir, þannig að hægt sé að bjóða út verkið og hefja það í ár. Búið er að vinna umhverfismat og skipulag en skoða þarf hvort hægt sé að stytta garðinn eitthvað í neðri endann. Þar sem skipulagsvinna og umhverfismat er frá því 1999-2000 er rétt að fara yfir þessa þætti.“

Afrit af þessu bréfi bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær. Ráðið samþykkti að leggja til við bæjarstjórn, að framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð í Seljalandshverfi verði hafnar sem fyrst. Jafnframt ákvað bæjarráð að óska eftir úttekt Veðurstofu á því, hvaða áhrif stytting varnargarðs hefur á gildi snjóflóðavarna í hverfinu.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli