Frétt

Múrinn – Ármann Jakobsson | 27.02.2003 | 15:52Sýrland næst?

Á döfinni er atkvæðagreiðsla í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem Bandaríkjastjórn segir varða framtíð þeirra. Það er alveg rétt: Því að samþykki ráðið stríð sem aðeins Bandaríkjastjórn vill er það í raun orðið marklaust tæki í höndum Bandaríkjanna, svipað og NATO og öll hin appírötin sem Bandaríkjastjórn notar þegar henni hentar en getur líka sniðgengið að vild. Stríðið í Írak snýst nefnilega ekki um að Saddam Hussein sé vondur maður sem George Bush og Halldór Ásgrímsson segja að hafa drepið barnabörn sín (ætli Bush sé heimild Halldórs fyrir því?). Það snýst um að Bandaríkjastjórn vill fara í stríð við einhvern. Hún vill vígvæðingu til að mala gull fyrir hergagnaframleiðendur og önnur stórfyrirtæki sem komu henni til valda. Hún vill líka auka vinsældirnar heima fyrir og taka eins lítið tillit og unnt er til málfrelsis og mannréttinda.
En til þess að geta náð öllu þessu fram þarf stríð og þá er aukaatriði við hvern. Saddam Hussein er augljós kostur vegna þess að hann er vinalaus og ósympatískur. Engum fellur við Saddam enda engin ástæða til. Þess vegna er alltaf látið eins og væntanleg fjöldamorð á Írökum snúist aðeins um þennan eina mann.

Ef einhver efast um að það skipti meira máli að fara í stríð en við hvern stríðið er má rifja upp ræðu Bush um „öxulveldi hins illa“ sem var haldin áður en ákveðið var að það yrði Írak sem hernaðarvélin beindist gegn. Næst verða það Norður-Kórea eða Íran. Eða Súdan. Eða Líbýa. Eða jafnvel Sýrland eins og sendimaður Bandaríkjastjórnar hótaði um daginn. Stríðshótanir Bandaríkjastjórnar eru nú daglegt brauð.

Enn sem komið er treysta menn sér ekki í stríð við óþekk Evrópuríki. En bíðum bara róleg. Þessa dagana er verið að kynda undir hatur á Frökkum. Þjóðverjum hefur verið hótað refsiaðgerðum. Rússar eiga líklega aðeins of mörg kjarnorkuvopn ennþá og Kína treystir Bandaríkjastjórn sér ekki í. Því að hún vill fyrst og fremst auðunnin stríð til að styrkja vinsældirnar og hernaðarvélina. Þess vegna völdu þeir auðvitað Írak fram yfir Norður-Kóreu. Sem fyrsta kost.

Ef öryggisráðið lætur undan Bandaríkjastjórn í þetta sinn verður auðvitað ekki staðar numið. Fremur en í Afganistan. Þá voru margir bláeygir sem héldu að stríðið snerist um hryðjuverk í Bandaríkjunum og Osama bin Laden. Gaman væri að heyra viðkomandi reyna að tengja Saddam við alltsaman. Sumir reyna það raunar af veikum mætti. En annars eru rökin gamalkunnug: Endalaus misbrúkun á Münchenarfundinum og Hitlerslíkingum sem búið er að hrekja aftur og aftur annars vegar. Hins vegar útmálun á illsku Saddams Husseins sem lyktar þannig að utanríkisráðherra kemst upp með að segja „fréttahaukum“ Kastljóssins tröllasögu um að Saddam Hussein hafi drepið barnabörnin sín. Ætli hann hafi ekki étið þau næst.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna má ekki láta undan hótunum. Og Íslendingar eiga auðvitað að gera þá kröfu til eigin ríkisstjórnar að hún fordæmi stríðsæsingarnar. Þetta stríð er illt og nauðsynjalaust, sama í hvers nafni það verður háð.

áj

Vefritið Múrinn

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli