Frétt

mbl.is | 25.02.2003 | 14:10Tony Blair segir að Saddam fái nú síðasta tækifærið

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands sagði að Saddam Hussein fái nú síðasta tækifærið til að afvopnast í samræmi við kröfur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og geti enn gripið það. Blair sagði í ávarpi í neðri deild breska þingsins, að ályktun öryggisráðsins, nr. 1441, krefðist þess að Írakar sýndu fulla, skilyrðislausa og tafarlausa samvinnu: „Ekki 10%, ekki 20% og ekki einu sinni 50% heldur 100% samvinnu. Annað nægir ekki,\" sagði Blair. Hann bætti við: „Ég hef andstyggð á stjórnarfari Saddams Husseins - en hann getur enn haldið velli.\"
Bretar, ásamt Bandaríkjamönnum og Spánverjum, standa að ályktunartillögu sem lögð var fram í öryggisráði SÞ í gærkvöldi þar sem segir að forseti Íraks hafi misst af tækifærinu til að afvopnast. „Nú verður hann að taka ákvörðun,\" sagði Blair. „Hlutlaus samvinna nægir ekki. Samvinna um formsatriði nægir ekki. Með því að neita að veita upplýsingar um hvað orðið hefur um (gereyðingarvopn) sem ekki voru talin fram, nægir ekki,\" sagði Blair.

Blair sagði að ekki væri þörf á að hraða hernaðaraðgerðum og Saddam Hussein hefði fengið 12 ár til að afvopnast. En ef ekkert yrði aðhafst væri grafið undan virðingu og valdi Sameinuðu þjóðanna. „Slíkt væri ekki leiðin til friðarins heldur heimska og veikleiki sem hefði aðeins þær afleiðingar að þegar átök verða ekki lengur óumflýjanleg verða þau mun blóðugri en ella,\" sagði Blair.

Þá sagði hann að það væri fáránlegt að gefa Saddam Hussein meiri tíma nema hann ákveði að láta að fullu undan kröfum SÞ um afvopnun. „En ef hann vill það ekki mun lengri tími engu breyta,\" sagði Blair. „Saddam þarf ekki langan tíma til að sýna samstarfsvilja. Hann þarf aðeins að breyta í grundvallaratriðum um afstöðu.\"

Frakkar, Rússar og Kínverjar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja að vopnaeftirlitsmenn fái meiri tíma í Írak áður en ákvörðun verður tekin um hvort farið verði með hernað á hendur Írökum. Margir breskir þingmenn, þar á meðal margir þingmenn Verkamannaflokksins, eru andvígir hernaðaraðgerðum án samþykkis SÞ og hafa lýst áhyggjum af því að Blair fylgi George W. Bush of náið að málum í Íraksdeilunni.

Gert er ráð fyrir að breskir þingmenn greiði á morgun atkvæði um ályktun þar sem lýst er stuðningi við það hvernig breska ríkisstjórnin hefur haldið á málum. Þingmenn hafa sagt að hugsanlega yrði hægt að líta á slíka ályktun sem dulbúna heimild til að hefja stríð. En Robin Cook, leiðtogi Verkamannaflokksins í neðri deildinni, hefur sagt að ályktunin sé ekki „gildra.\"

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli