Frétt

pólitík.is - ritstjórnargrein | 24.02.2003 | 19:25Byggjum upp allt Ísland – landsbyggðina og höfuðborgina

Það er gott að ríkisstjórnin skuli ætla að selja 40% hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum og það sem eftir stendur í Landsbanka og Búnaðarbanka. Það er gott að ríkisstjórnin skuli hafa vaknað af dásvefni sínum og ætli að ráðast í stórframkvæmdir til að draga úr atvinnuleysi sem hefur vaxið hratt að undanförnu. Það er gott að ríkisstjórnin skuli ætla að ráðast í margar langþráðar vegaframkvæmdir úti á landi.
En það er slæmt að höfuborgarsvæðið skuli sitja á hakanum. Þar er mikillar uppbyggingar þörf og þar er líka obbinn af þeim sem eru atvinnulausir á Íslandi. Framhaldsskólar eru illa búnir á höfuðborgarsvæðinu, hundruð hjúkrunarrýma skortir fyrir aldraða og uppbyggingu heilsugæslunnar er ekki lokið. Ráðast þarf í úrbætur á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, byggingu Sundabrautar, breikkun Reykjanesbrautar og breikkun Vesturlandsvegar upp í Mosfellsbæ.

Sjálfstæðismenn í skipulagsklúðri?

Davíð Oddsson segir að ekki sé hægt að gera meira á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að skipulagsmálin séu í klúðri. Fátt gæti verið fjarri sanni.

Í fyrsta lagi eru fjölmargar framkvæmdir á því stigi að hægt er að bjóða þær út með skömmum fyrirvara. Breikkun Reykjanesbrautar er ein af þeim, færsla Hringbrautar önnur.

Í öðru lagi er hægt að ljúka skipulagsvinnu við fjölmargar framkvæmdir og komast vel á veg með þær á næstu mánuðum. Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru í þeirra hópi.

Í þriðja lagi eru margar þær stórframkvæmdir sem á að ráðast í úti á landi, engu lengra komnar í undirbúningi en þær sem bíða á höfuðborgarsvæðinu. Samt sem áður telur forsætisráðherra að hægt sé að hefja þær og keyra í gegn á skömmum tíma!

Þá má minna forsætisráðherra á það að sjálfstæðismenn stjórna í fimm af sjö sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Margar af framkvæmdunum sem þarf að hefja vinnu við á höfuðborgarsvæðinu eru í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Eru sjálfstæðismennirnir þar búnir að klúðra skipulagsmálunum?

Mikil uppbygging í vændum á landsbyggðinni

Stóriðju- og virkjunarframkvæmdir standa fyrir dyrum. Drjúgur hluti uppbyggingar þeim samfara verður úti á landi og það er jákvætt. Upphæðir hlaupa á hundruðum milljarða króna. Það er því ljóst að fáeinir milljarðar í viðbót til höfuðborgarsvæðisins valda ekki fólksflótta frá landsbyggð til höfuðborgar. Síður en svo.

Uppbyggingu alls staðar

Allir vita að verulega þarf að draga úr framkvæmdum hins opinbera eftir 2-3 ár vegna byggingar álversins í Reyðarfirði. Áður en þær framkvæmdir ná hámarki er því lag að auka fjárfestingar ríkisins og þótt 6,3 milljarðar sé vissulega mikið fé myndi hafa enn jákvæðari áhrif að veita svo sem 2 milljörðum til viðbótar í átakið. Legg ég til að þeir 2 milljarðar renni til höfuðborgarsvæðisins og til uppbyggingar á leiðunum út frá því. Við eigum nefnilega að byggja upp á öllu Íslandi – jafnt landsbyggð sem höfuðborg. Það er í senn hagkvæmt, skynsamlegt og réttlátt.

Sverrir Teitsson.

Pólitík.is

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli