Frétt

Björn Davíðsson | 21.02.2003 | 12:01Landhelgisgæsluna vestur

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.
Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga kom ítrekað fram sú umræða, að vænlegt væri að huga að því að hið opinbera fylgdi meðvitaðri stefnu í því að auka fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni með því að leitast við að staðsetja nýjar stofnanir á vegum ríkisins úti á landi. Þessu var fylgt eftir þannig að 1. júlí 1998 var þróunarsvið Byggðastofnunar flutt til Sauðárkróks og fluttust við það 6-7 stöðugildi norður yfir heiðar. Árið 2001 var síðan öll starfsemi Byggðastofnunar komin til Sauðárkróks.
Þá hófst einnig undirbúningur að flutningi á hluta af starfsemi Íbúðalánasjóðs, einnig til Sauðárkróks, og kosningaárið 1999 voru stöðugildi vegna þessa 6 en nú eru þau 11. Þá hefur prentsmiðja á Sauðárkróki samið um taka að sér alla prentun fyrir félagsmálaráðuneytið. Þarna er dæmi um það hversu vel er hægt að standa sig. Á Akranesi eru nú tæp 32 stöðugildi hjá Landmælingum Íslands.

Um þessar þrjár ríkisstofnanir sem hafa verið fluttar út á land ríkir nú góð sátt, en ef á að segja eins og er, þá virðist mönnum eitthvað hafa fatast flugið í að halda þessarri stefnu áfram. Víst er rétt að Vegagerðin flutti hluta af upplýsingaþjónustu til Ísafjarðar og Fjölmenningarsetrið var stofnsett hér og ber ekki að vanmeta það. Samt sem áður er ljóst að hvorki er verið að flytja stofnanir út á land, og að nýjar stofnanir, t.d. Persónuvernd og Umhverfisstofnun, eru staðsettar í Reykjavík án umhugsunar að því er virðist.

Varðandi þau sjónarmið, sem stundum komið hafa fram, að landsbyggðin eigi enga sérstaka kröfu um að ríkið hafi starfsemi sína úti á landi, er það að segja að það lýsir sér vel t.d. í svari sjávarútvegsráðuneytis til bæjarstjóra hvað vitleysan er mikil. Samkvæmt því eru 1,3% starfsmanna Hafró starfandi á Vestfjörðum, 4,8% starfsmanna Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins starfa utan höfuðborgarsvæðisins (þar sem 38% landsmanna búa) og 4 af 92 manna starfsliði Fiskistofu starfa utan Reykjavíkur.Menn geta svo leitt getum að hagræðinu, t.d. við að hafa tugi starfsmanna Fiskistofu akandi um á bílaleigubílum og á dagpeningum um allt land við eftirlit.

En betur má ef duga skal. Landhelgisgæslan, sem er færanlegasta ríkisstofnunin, á nú í fjársvelti, að því sagt er. Einungis er haldið úti tveimur varðskipum, einni flugvél og tveimur þyrlum. Um stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ríkir óvissa vegna hlutverks hennar á hættutímum, þar sem ráðherra hefur hug á að leggja niður eða breyta verulega hlutverki Almannavarna ríkisins. Komnar eru fram áætlanir um að byggja stórt tónlistarhús í gömlu höfninni í Reykjavík, þar sem varðskipin hafa nú aðstöðu sína og ljóst að þá aðstöðu þarf að færa. Í þessu róti, sem er um stofnunina, er ekki úr vegi að skoða kosti þess að færa starfsemina hingað vestur og þá jafnvel sameina hana við Siglingastofnun og Sjómælingar í leiðinni, og jafnvel hluta Fiskistofu líka.

Í fyrsta lagi er öll nauðsynleg aðstaða fyrir hendi. Hér á ríkið stóra húseign (Norðurtangann) sem að hluta til mætti nota undir starfsemina. Á Ísafjarðarflugvelli stendur mestanpart autt stórt flugskýli í eigu ríkisins. Í sveitarfélaginu eru reyndar tveir stærri flugvellir, sinn á hvoru veðrasvæðinu þar sem einungis 50 km eru á milli, eða um það bil sama vegalengd og á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Bæjarkjarnar Ísafjarðarbæjar eru einnig nálægt verðmætustu fiskimiðunum og gæti sú staðreynd ein sparað verulega fjármuni í eftirliti varðskipa. Hafnarpláss er nægt enda hefur togurum fækkað. Öflugt eftirlit og stuðningur við flugumferð fæst með radarstöð á Bolafjalli sem á sínum tíma var fullyrt að gæti nýst til landhelgisgæslu og vert er að kanna nánar. Hér er öflugur málmiðnaður og skipasmíðastöð og ljóst að öll sú þjónusta sem Gæslan þarf á að halda er til staðar. Öll minnkun á flugumferð á Reykjavíkurflugvelli er víst einnig af hinu góða.

Ég er ekki í vafa um að ef Landhelgisgæsla, og jafnvel Siglingastofnun líka, yrði flutt vestur, að þá myndi það verða gert af myndarskap. Slíkt gæfi einnig tækifæri til að skoða á ný staðsetningu flugvallar á Sveinseyri við Dýrafjörð í stað þeirrar lengingar sem nú er fyrirhuguð á Þingeyrarflugvelli. Á Sveinseyri er góð aðstaða til blindaðflugs og pláss fyrir tveggja km flugbraut þar sem ríkjandi vindáttir eru í beina brautarstefnu og skjól er af fjöllum í aðflugi fyrir misvindasamri sunnanátt, sem getur bært á sér að vetrarlagi. Rétt er að minna á í þessu sambandi, að forsenda fyrir útflutningi á fullunnum ferskum fiski eru bættar flugsamgöngur. Þá mun ríkið væntanlega ekki lengur þurfa að leggja fjármuni sérstaklega til þess að hér

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli