Frétt

bb.is | 21.02.2003 | 07:41Íhuga að áfrýja úrskurði samkeppnisráðs um byggðakvótann

Forsvarsmenn Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. á Suðureyri og Fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri íhuga að áfrýja úrskurði samkeppnisráðs varðandi úthlutun alls byggðakvóta Ísafjarðarbæjar til Fiskvinnslunnar Fjölnis hf. á Þingeyri. Niðurstaða samkeppnisráðs var sú, að ekki sé ástæða til frekari afskipta af máli þessu. Að sögn Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu, eru meiri líkur á því en hitt að úrskurðinum verið skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, eins og heimilt er. Óðinn bendir á, að í reifun samkeppnisráðs á þessu máli, þrátt fyrir þann úrskurð sem kveðinn var upp, komi fram ýmis atriði sem styðji kvörtun Íslandssögu og Kambs og stangist beinlínis á við sjálfa niðurstöðuna.
Í niðurstöðum samkeppnisráðs segir á einum stað:

„Úthlutaður byggðakvóti hefur áhrif á atvinnurekstur og samkeppnisaðstæður á því svæði sem hans nýtur. Hann getur verið til þess fallinn að veita þeim tilteknu fyrirtækjum sem hann hljóta samkeppnislegt forskot umfram önnur á þessum svæðum. Með hliðsjón af ofangreindu er það mat samkeppnisráðs að úthlutaður byggðakvóti í máli þessu geti haft áhrif á fiskvinnslu og veiðar á því svæði sem úthlutaður byggðakvóti tók til, þ.e. Þingeyri, Suðureyri og Ísafjörður.“

Á öðrum stað segir:

„Í gögnum málsins kemur fram að sveitarstjórnir hafi átt að kanna áhuga útvegsaðila á byggðakvóta, hver í sínu byggðarlagi.“

Óðinn Gestsson segir, að sveitarstjórn hafi ekki kannað áhuga útvegsaðila í byggðarlaginu í samræmi við það sem hér kemur fram. Í framhaldi af þessu segir í niðurstöðum samkeppnisráðs:

„Af ofangreindu má leiða líkur að því að bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafi í raun verið búið að ákveða ráðstöfun byggðakvóta Ísafjarðarbæjar áður en honum var úthlutað. Þegar kom að ráðstöfun byggðakvótans til einstakra fyrirtækja hafi í raun ekki verið stuðst við formlegar, gagnsæjar úthlutunarreglur. Þær hafi aldrei verið settar fram enda kom fram í bréfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar til Byggðastofnunar áður en úthlutun stofnunarinnar fór fram, að ástæða þess að allur byggðakvóti skyldi fara til Þingeyrar hafi verið að „ástand í atvinnulífi Þingeyringa þurfi ekki að tíunda frekar, það sé öllum ljóst“.

Af gögnum málsins verður ekki séð að Ísafjarðarbær hafi stuðst við hlutlægar og gagnsæjar reglur þegar samþykkt var að beina því til Byggðastofnunar að úthluta öllum byggðakvótanum sem kom í hlut Ísafjarðarbæjar til Fiskvinnslunnar Fjölnis á Þingeyri. Slíkar reglur eru til þess fallnar að stuðla að samkeppnislegu jafnræði aðila. Skortur á gagnsæjum viðmiðunarreglum við ráðstöfun byggðakvóta var til þess fallinn að skapa tortryggni og mismuna keppinautum. Þar sem sú úthlutun byggðakvóta sem hér um ræðir fór fram á árinu 1999 og með vísan til þess að lögum um úthlutun byggðakvóta hefur verið breytt þannig að stjórnsýsla verður í hendi ráðherra og gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram á grundvelli reglna sem settar verða með reglugerð telur samkeppnisráð ekki ástæðu til að hafast að vegna ráðstöfunar Ísafjarðarbæjar á byggðakvóta til Fiskvinnslunnar Fjölnis þrátt fyrir að bærinn hafi ekki gert það á grundvelli fyrirliggjandi gagnsærra, hlutlægra reglna.

Umboðsmaður Alþingis tekur undir hluta af þessum sjónarmiðum í máli nr. 3699/2003 sem varðar úthlutun byggðakvóta. Í stuttu máli telur umboðsmaður að það hefði verið betra að þess hefði verið gætt af hálfu Byggðastofnunar að sú leið hefði almennt verið farin við skiptingu þessa aflaheimilda sem komu í hlut hvers byggðarlags að auglýsa eftir umsóknum frá útvegsaðilum þar áður en þeim var ráðstafað í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir.“


Varðandi þau ummæli í niðurstöðum samkeppnisráðs hér að ofan, „að lögum um úthlutun byggðakvóta hefur verið breytt þannig að stjórnsýsla verður í hendi ráðherra og gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram á grundvelli reglna sem settar verða með reglugerð telur samkeppnisráð ekki ástæðu til að hafast að vegna ráðstöfunar Ísafjarðarbæjar á byggðakvóta til Fiskvinnslunnar Fjölnis þrátt fyrir að bærinn hafi ekki gert það á grundvelli fyrirliggjandi gagnsærra, hlutlægra reglna“, kveðst Óðinn ekki kannast við þá lagabreytingu sem þar um ræðir.

Einnig bendir Óðinn sérstaklega á eftirfarandi klausu í niðurstöðum samkeppnisráðs:

„Samkeppnisráð getur tekið undir það með kvartanda að hlutafjárkaup Byggðastofnunar veiti Fiskvinnslunni Fjölni ákveðið samkeppnislegt forskot til skamms tíma litið þar sem fjárhagsleg geta fyrirtækisins m.a. til kaupa á kvóta sé meiri fyrir vikið en ella hefði verið.“

Í þeim kafla í úrskurði samkeppnisráðs, sem fjallar um málsmeðferð, segir m.a.:


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli