Frétt

Stakkur 7. tbl. 2003 | 19.02.2003 | 13:42Nýir vegir

Kosningabaráttan er hafin. Væntanlega rætast spár um að hún verði harðvítug, illskeytt og óvönduðum meðulum beitt. Atvinnuleysi hefur verið með meira móti upp á síðkastið. Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að grípa til aðgerða í framhaldi af sölu ríkisbankanna. Sú sala hefur verið lengi í undirbúningi og er nú lokið. Þar með gerist tvennt. Ríkisvaldið er ekki lengur ráðandi um bankaviðskipti og er það vel, þótt vissulega séu margir annarrar skoðunar. Þó er flestum ljóst að það geti ekki verið hlutverk stjórnmálamanna að lána út peninga. Hitt er að talsverðir fjármunir streyma í ríkiskassann.

Nú hefur verið ákveðið að verja 6,3 milljörðum króna til þess að örva atvinnulífið. Því fylgir að til vegagerðar á Vestfjörðum rennur einn milljarður. Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga, hefur tjáð sig um það verði skemmtilegt verkefni að ráðstafa þessum fjármunum. Víst er að við Vestfirðingar bíðum spenntir. Ef vel tekst til mun hilla undir verklok við að undirbyggja og leggja slitlag á Djúpveginn númer 61 frá Ísafirði að þjóðvegi númer eitt. Ljóst er einnig að íbúar Suðurfjarðanna æskja þess að geta einnig ekið um Barðastrandarsýslur um Dali á þjóðveg 1. Í öðrum landshlutum eru vart aðrar eins vegalengdir að hringveginum og frá Vestfjörðum. Verkefni þingmanna er spennandi en kann að reynast snúið, eigi að gera öllum Vestfirðingum til hæfis.

Það fer ekki framhjá neinum að Reykvíkingar telja að þeir fái ekki nóg í sinn hlut af þeim 4,6 milljörðum króna er renna skulu til vegagerðar. Hlutfallsreikningur miðað við fjölda íbúa rennir stoðum undir að sú fullyrðing reynist rétt. En þá er ekki allt skoðað. Í Reykjavík hefur hagvöxturinn verið örastur og þangað hefur krafturinn dregist, bæði fjármunir og fólk. Að auki hefur mannfjöldinn í sér fólgin tækifæri til atvinnusköpunar sem ekki reynist möguleg á landsbyggðinni. Syðra hefur að vísu dregist saman, en vöxturinn mun snarlega koma fram í þjónustunni þar um leið og hagur landsbyggðarinnar vænkar. Þessu gleyma talsmenn Reykjavíkur, en meirihluti borgarstjórnar hefur reyndar staðið í atvinnurekstri eins og stofnun og rekstri LínuNets, sem safnað hefur skuldum, er velt hefur verið yfir á Orkuveitu Reykjavíkur.

Um það deila menn innan borgarstjórnar, en staðreyndir tala þó sínu máli um tap þessa fyrirtækis. Orkuveita Reykjavíkur er nú að byggja eitt mesta stórhýsi um langt skeið í Reykjavík. Borgarstjórn mun nú að líkindum örva atvinnulífið í höfuðborginni enn frekar með flýtingu framkvæmda. Kostir landsbyggðarinnar eru snöggtum fátæklegri. En nú hillir einnig undir lok framkvæmda við „Safnahúsið“ á Sjúkrahústúninu á Ísafirði, ekki í tengslum við menningarhúsaátak ríkisstjórnarinnar, heldur munu vera í gangi sérstakar viðræður um húsin á Ísafirði. Akureyri og Vestmannaeyjar munu fá 700 milljónir í því skyni úr stóra framlaginu. Einhverjir kunna að halda því fram að hér sjái stað kosningaskjálftans. Hinu má ekki gleyma að fyrir lá að sölufé bankanna átti að ganga til þjóðarinnar. Þingmenn Vestfjarða eiga spennandi tíma síðustu vikurnar í því hlutverki, því væntingar kjósenda eru miklar.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli