Frétt

| 22.11.2000 | 17:05Félagslegt klúður og sala Orkubús

Margt er ritað og enn meira talað um um sölu Orkubús Vestfjarða fyrir 2,7 milljarða króna, sem koma skulu í hendur sveitarfélaganna. Sala Orkubúsins ein og sér þarf engum að koma á óvart. Breytt umhverfi orkuseljenda og orkuframleiðenda er í bígerð. Líkt og margt sem horfir til bóta kemur sú upphefð að utan. Ísland er þátttakandi í samstarfinu um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem er sameiginlegur vettvangur Evrópusambandsins með meira en 600 millljónir íbúa og EFTA, fríverslunarbandalags Evrópu með nokkrar milljónir íbúa. Það leggur skyldur á herðar Íslendinga. Ein þeirra er sú, að orkufyrirtækin skulu verða að hlutafélögum.

Hér er spurt: „Hafa stjórnendur Orkubús Vestfjarða undirbúið fyrirtækið undir þessa mikilvægu breytingu?“ Vart verður öðru trúað en svo sé. Frá stjórnarformanni Orkubúsins hafa hins vegar heyrst misvísandi yfirlýsingar. Annars vegar þess efnis að ekki verði selt ,og nú upp á síðkastið, að selt verði í tengslum við uppgjörspakka félagsmálaráðherra. En sá pakki snýr að því, að ríkið kaupir Orkubúið eða öllu heldur hlut sveitarfélaganna og féð verður notað til þess að gera upp skuldir sveitarfélaganna vegna hins félagslega íbúðakerfis.

Nú er vert að skoða hvað átt er við með félagslegu íbúðakerfi. Það snýst um húsnæði, sem byggt var á vegum sveitarfélaganna með tilstyrk ríkisins. En þá lánaði opinber sjóður ríkisins, Byggingarsjóður verkamanna, allt upp í 90% af andvirði verkamannabústaða eins og þeir voru lengst af kallaðir. Vextir af þessum lánum voru eitt prósent meðan önnur lán hins opinbera húsnæðiskerfis, Húsnæðismálastofnunar, síðar Húsnæðisstofnunar, báru margfalda vexti. Þau voru auk þess miklu lægra hlutfall byggingarkostnaðar. Sveitarfélögin lögðu til tíu prósenta hlutinn sem upp á vantaði. Hugmyndin var sú að tryggja hinum efnaminni ódýrt og gott húsnæði.

Á Vestfjörðum þýddi þetta, að sveitarstjórnarmenn fengu stjörnur í augun, en þeir voru ekki einsdæmi á Íslandi í því efni. Auðvelt yrði að byggja og slá þannig tvær flugur í einu höggi – fá gott og nýtískulegt húsnæði, ásamt því að byggingarverktakar hefðu næg viðfangsefni. En svo gerðist margt. Samfara kvótakerfi dróst útgerð og fiskvinnsla saman og atvinna um leið. Innlausnarskylda félagslega kerfisins, sem varð að leysa til sín íbúðir á verði, sem var langt ofan við markaðsvirði, setti sveitarfélögin í klemmu. Í þessari einu skyldu, að kaupa til baka, lá myllusteinninn, sem nú hangir um háls allra sveitarstjórna á Vestfjörðum.

Auðvelt er að kenna sveitarstjórnarmönnum um gírugheit. En jafn auðvelt er að bera á alþingismenn og ráðherra einfeldni í uppbyggingu húsnæðiskerfisins. Eins mætti saka byggingarverktaka um græðgi og að sjást ekki fyrir við að ýta á eftir sveitarstjórnarmönnum, sem ekki gátu staðist þrýstinginn. Allar ásakanir eru þó þýðingarlausar. Hve oft hefur það ekki gerst að stjórnendum hefur verið ófært að sjá þróunina fyrir? Nú er verið að fást við félagslegt klúður, sem sprottið er af stjórnmálarótum.

En það minnkar ekki klúðrið að leysa það með þeim hætti, að stilla sveitarstjórnum upp við vegg til þess að neyða þau til að afsala sér Orkubúinu fyrir gamlar syndir, sem þær eiga ekki einar. Þyngst er þó mörgum að Orkubúið hefur verið helsta táknið um sjálfstæði Vestfirðinga.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli