Frétt

Stakkur 6. tbl. 2003 | 12.02.2003 | 13:27Grisjunarleiðin!

Í morgunútvarpi Rásar 2 síðastliðinn mánudag var einkar áhugavert viðtal við Jón Kristjánsson fiskifræðing, sem mun vera orðinn einn helsti ráðgjafi frænda okkar Færeyinga í málefnum er snúa að fiskveiðistjórnun. Svo sem kunnugt er hafa þeir snúið baki við stefnu Íslendinga, að setja kvóta á fiskveiðina og jafnframt fjölgað þeim dögum sem sótt er á sjó til veiða. Í viðtalinu lýsti Jón því hvað blasti við þegar hann ásamt fleiri áhugamönnum sótti Skota heim. Þorskurinn sem verið var að selja á mörkuðum í Peterhead í Skotlandi reyndist vera um 30 sentimetra langur, en við hliðina á körunum með fiskinum voru hrognakör og því ljóst að um kynþroska þorsk væri að ræða.

Úr skrifstofum Evrópusambandsins í Brussel berast þau boð að draga skuli úr sókn og skera niður kvóta svo fiskistofnarnir nái því að vaxa og eflast. Jón segir að vandamálið vera að ekki sé nóg veitt. Nú kann lesandinn að hrökkva við og velta því fyrir sér hvort ekki sé í fullu lagi með manninn. Reyndar er það svo að við Vestfirðingar höfum margir sett fram efasemdir um þau fræði er fiskifræðingar byggja á. Því hefur verið haldið fram á þessum vettvangi að kvótakerfið hafi þrátt fyrir allt reynst haldbesta stjórnun fiskveiða Íslendinga. Hinu verður ekki neitað að um það er ekki sátt og óánægjuraddirnar verða fleiri og ekki lengur eins hjáróma og fyrr.

Því er vert að leggja við hlustir þegar öðrum leiðum er velt upp og þær studdar rökum. Jón telur það greinilega ranga hagfræði að nýta ekki aflann í sjónum, þar sé fjármagn sem nauðsynlegt sé að nota. Hann bendir á þá staðreynd að ýsustofninn í Norðursjó hafi vaxið mikið á síðustu árum og nú geysi hörkubarátta milli þorsksins og ýsunnar um fæðið. Reyndar var áhugavert að heyra Jón Kristjánsson segja að þorskurinn hugsaði einungis um að eignast afkvæmi og þegar ljóst væri að hann myndi ekki stækka frekar væri einfaldlega komið að því að verða kynþroska og ljúka ætlunarverki sínu. Feitur þorskur finnst víst ekki lengur í Norðursjó. Þess vegna eigi að veiða sem mest af honum til þess að þeir sem á eftir komi hafi meiri fæðu. Eftirtektarvert var að heyra að einnig veiddist þorskur sem væri um einn metri á lengd, en sá lifði á öðrum fiski.

Þau alþýðuvísindi er þekkt frá vötnum á Auðkúluheiði í Húnavatnssýslum og sjálfsagt einnig frá Arnarvatnsheiði, að þegar fiskistofninn var orðinn fjölmargur þá þýddi ekki annað en að veiða smáfiskinn djarft til þess að sá silungur er eftir kæmi ætti kost nægrar fæðu. Þau vísindi dugðu víst vel til þess að afrakstur vatnanna yrði góður. Þessar kenningar eru að sjálfsögðu á skjön við þær sem Hafrannsóknarstofnun fylgir. En með sama hætti og margir eldri sjómenn hafa haldið því fram að hvalveiðar eigi að hefja strax til þess að hann éti ekki fæðuna frá fsiknum í sjónum, og reyndar fiskinn sjálfan, má vænta þess að kenningar Jóns eigi við rök að styðjast og vissulega eiga þær hljómgrunn margra þótt óvíst sé að kvótakerfið víki í bráð eða lengd.


bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli