Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 11.02.2003 | 09:17Hriktir í stoðum NATO

Í annað sinn á fáeinum árum hafa risið hatrammar deilur innan NATO og að þessu sinni ríkir þar hreint upplausnarástand. Á meðan á loftárásunum á Júgóslavíu stóð vorið 1999 spunnust harðar deilur milli manna á vettvangi NATO en þær snerust einkanlega um val á skotmörkum. Nú er hins vegar deilt um grundvallaratriði; það er deilt um hvort hefja eigi eitt árásarstríðið enn. Að vissu marki er málatilbúnaður Bandaríkjamanna og Tyrkja svo fáránlegur að venjulegt fólk þarf stöðugt að hafa það í huga hvers konar mannvitsbrekkur mynda ríkisstjórnina í Hvíta húsinu til að trúa því að þetta sé að gerast.
Það er sem sagt gerð krafa um það að NATO verji Tyrkland vegna innrásar Bandaríkjanna og Bretlands á Írak. Þessi einkennilega röksemdafærsla vekur spurningar um það fyrir hverjum Tyrkir þurfi vernd. Nema náttúrlega í hugum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar sem aldrei slíku vant styðja stefnu og kröfur Bandaríkjastjórnar af heilum hug.

Kjarni málsins er hins vegar allt annar og næstum því jafn einfaldur og fylgispekt íslensku mið- og hægriflokkanna við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Innan NATO ríkir upplausnarástand vegna þess að sum aðildarríkjanna gripu til þess að beita þeim litla vísi að lýðræðislegum varnagla gagnvart stríðsæði, sem innbyggður er í hernaðarbandalagið. Ríkisstjórnir Frakklands, Þýskalands og Belgíu vilja ekki að NATO taki þátt í yfirvofandi árásarstríði á Írak og láta Bandaríkjaforseta ekki segja sér fyrir verkum í þetta sinn.

Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru svo sterklík viðbrögðum Davíðs Oddssonar við andstöðu VG við stríðsrekstrinum í Afghanistan að það mætti halda að aðdáendur hernaðaraðgerða hafi þróað með sér samræmt göngulag. Davíð sagði afstöðu þingmanna VG „ganga gegn stefnu hins siðaða heims“ á sínum tíma. Þeir Rumsfeld og Bush tala um að barátta fyrrnefndra Evrópuríkja fyrir friðsamlegum lausnum sé ósæmileg og óverjandi. Hið mikla og merka Norður-Atlantshafsbandalag þolir ekki jafn eðlilegan hlut og sjálfstæða utanríkisstefnu aðildarríkjanna – áframhaldandi líf þess krefst algerrar undirgefni við öflugasta herveldið í hópnum.

Það hriktir í stoðum NATO vegna þess að þar er ekki samstaða um að hefja undirbúning fyrir árásarstríð gegn ríki í Asíu. Sú staðreynd segir meira en mörg orð um fyrirbæri sem margir vilja enn trúa að sé í rauninni varnarbandalag.

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli