Frétt

Leiðari 46. tbl. 2000 | 15.11.2000 | 17:02„Það skal aldrei verða“

Svo mælti Þórarinn Eldjárn, skáld og rithöfundur, aðspurður um hvernig honum litist á hugmyndina um að Svarfaðardalur legðist í eyði, utan þess að íbúar hinna fjölmörgu sveitaþorpa sem mynduðu borgríkið á suðvesturhorni landsins, eftir að búið væri að útrýma landsbyggðinni, nytu þar sumardvalar til afstressunar.

Það var mikill þungi í orðum skáldsins. Það er líka mikill þungi í umræðunni vestra um hugsanlega nauðungarsölu á Orkubúi Vestfjarða til lúkningar skuldum vestfirskra sveitarfélaga við Íbúðalánasjóð. Og skyldi engan undra.

Nú liggja spilin á borðinu. Afstaða ríkisstjórnar Íslands. Staðfest af ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta í bréfi frá 7. þ.m. til allra sveitarfélaga á Vestfjörðum. Þar segir: „Gagnvart þeim sveitarfélögum sem glíma við fjárhagsvanda vegna skuldastöðu sveitarsjóða og vanda vegna innlausna á félagslegum íbúðum, verður áskilið að fyrir liggi skuldbindandi aðgerðaáætlun til lausnar á vanda hvers sveitarfélags fyrir sig. Til grundvallar verða lagðar tillögur sem settar eru fram í áfangaskýrslu um félagslegar íbúðir á Vestfjörðum frá júní 2000. Þar er gert ráð fyrir að þau sveitarfélög sem þurfa að lækka verð félagslegra íbúða í sveitarfélaginu geri það með framlagi úr sveitarsjóðum í samstarfi við Varasjóð.“

Gleggri geta skilaboðin ekki verið. Sveitarfélögunum er ætlað að koma félagslegu íbúðunum niður í söluhæft verð með niðurgreiðslu úr eigin sjóðum í „samstarfi við Varasjóð“, hvað svo sem það merkir á mannamáli ef á reyndi og eftir krónunum kynni að verða leitað. Um hitt þarf ekki að villast: Uppsöfnuðum vanda skulu sveitarfélögin standa undir ein og óstudd með sölu eigna. Ríkisvaldið viðurkennir ekki handvömm löggjafans í meingölluðum lögum. Þar við situr.

Þessi afdráttarlausu skilaboð ríkisstjórnarinnar til Vestfirðinga eru gerð heyrinkunn samtímis því að stjórnvöld sjá engin önnur ráð til að bæta versnandi hag sveitarfélaga víðast hvar, vegna yfirtöku verkefna frá ríkinu án þess að gefin fyrirheit um tekjustofna til verkefnanna væru efnd, en að hækka útsvarið á sífellt fækkandi gjaldendum. Sýnist mörgum því létt verk að guma af tekjuafgangi ríkissjóðs og sukki sveitarfélaganna.

En spurt skal: Hver er afstaða þingmanna Vestfirðinga til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að neyða Vestfirðinga til að selja Orkubúið til greiðslu skulda við Íbúðalánasjóð? BB stendur þingmönnunum opið, nú sem endranær. Vestfirðingar ætlast til að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum.

Einarðleg afstaða skáldsins getur átt við fleira en átthagana í Svarfaðardal.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli