Frétt

Stakkur 46. tbl. 2000 | 15.11.2000 | 16:59Forsetakosningar í Ameríku og barnaverndarnefnd á Ísafirði!

Hið opinbera er til fyrir þegnana. Þótt stundum gleymist starfsmönnum sem starfa fyrir hið opinbera, að skyldur þeirra við vinnuveitandann eru fyrst og fremst fólgnar í því að þjóna almenningi, að vísu stundum með óbeinum hætti, má aldrei gleymast, að í samskiptum við opinbera er staðan ójöfn. Hið opinbera, hvort heldur ríki eða sveit, ber þær skyldur að kunna til verka. Með öðrum orðum sagt verða starfsmenn þess að geta tekist á við þau margbreytilegu, flóknu og erfiðu verkefni sem ber á borð þeirra í bókstaflegri merkingu. Þjóðfélagið hefur tekið geysimiklum stakkaskiptum á öldinni, sem senn er liðin. Æ flóknari tilvik koma upp í mannlegum samskiptum með hverju árinu er líður. Réttindum þegnanna er nú gert hærra undir höfði en áður. Stjórnsýslulögin á Íslandi komu með ný sjónarmið, jafnræði, meðalhóf og kröfu um að einstök mál verði rannsökuð áður en kemur að ákvarðanatöku. Hvers vegna er þetta gert að umræðuefni?

Svarið er einfalt. Allra augu beinast nú að þeim skrípaleik, sem kosningarnar til Bandaríkjaforseta hinn 7. nóvember síðast liðinn hafa tekið á sig. Núna, rúmri viku eftir kosningar, eru þær og fylgfiskar þeirra, málaferli og hótanir á báða bóga, að taka sig mynd harmleiks. Hætt er við því að margir verði til að spyrja spurninga um getu stjórnkerfis Bandaríkja Norður-Ameríku til að stjórna samfélaginu, sem þar þrífst. Bandaríkin eru og hafa verið heimsveldi. Við höfum vanist því, Evrópubúar og Íslendingar þar með, að þetta heimsveldi gegndi hlutverki heimslögreglunnar. Bandaríkin hafa í dag yfirburðastöðu gagnvart öðrum ríkjum, þar með talið Rússlandi nútímans. Bandaríkjamenn hafa sent fulltrúa til að fylgjast með kosningum í öðrum og „ófullkomnari“ ríkjum. Kenneth Kaunda, fyrrum forseti Kenya, sem virðist bera af flestum þjóðarleiðtogum Afríku, hefur boðið stórveldinu aðstoð og eftirlit. En að öllu gamni slepptu, þá munu þessar kosningar verða þær sem flestir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja gleyma. En þær og afleiðingarnar gefa líka færi á nauðsynlegri uppstokkun í stjórnkerfinu og nútímalegri hugsun en fyrr.

Á Ísafirði fæst stjórnsýslan þó við minni háttar mál, en alvarleg fyrir þegnana engu að síður. Hæstiréttur kvað upp dóm fyrir tæpum tveimur vikum. Feðgar stefndu Ísafjarðarbæ og tveimur fulltrúum barnaverndarnefndar bæjarins. Töldu þeir að barn hefði verið sótt á heimili þeirra með röngu. Hæstiréttur féllst á sjónarmið feðganna og dæmdi þeim bætur. Samkvæmt dóminum bar að leita til héraðsdómara og biðja um úrskurð hans um forsjá. Svo segir Hæstiréttur orðrétt: „Ríkar kröfur verður að gera til þeirra, sem gegna opinberum störfum, um að sýna fyllstu aðgæslu við störf sín og kanna mál til hlítar, áður en gripið er til aðgerða.“

Hér kjarni málsins kominn og gildir jafnt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þegninn er sá veikari í skiptum við hið opinbera.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli