Frétt

| 15.11.2000 | 09:04Tími endurmats

Smári Haraldsson, Edinborg.
Smári Haraldsson, Edinborg.
„Þessi tími hér í einverunni hefur verið mér mikilvægur til að kynnast þessum fimmtuga karli sem hefur verið býsna upptekinn í mörg ár“, segir Smári Haraldsson, sem í vetur er búsettur í Edinborg. Fimmtugi karlinn er auðvitað hann sjálfur. Og Smári heldur áfram: „Þau kynni eru bara góð. Ég hef kynnst manni sem er ágætlega sáttur við lífið og hefur vissulega verið einstakur gæfumaður hingað til. Reyndar hefur hans gæfa verið meiri en hann hefur getað búist við með breytni sinni og greind. Þar hefur einhver honum fremri hjálpað til.“
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Smára í Bæjarins besta sem kemur út í dag.

Smári Haraldsson er maður sem ótalmargir þekkja eða kannast við. Einkum sem framhaldsskólakennara og bæjarmálamann og fyrrum bæjarstjóra á Ísafirði og skákmann og skokkara.

„Án efa finnst einhverjum það undarlegt að ég taki mig svona upp einsamall og skilji fjölskylduna eftir á ísa köldu landi. Ég tel hins vegar að allir þurfi á því að halda að hafa tíma fyrir sjálfa sig. Einstaklingur sem þekkir ekki sjálfan sig er ekki góður í sambúð með öðrum. Það er nú einu sinni svo, að vitum yfirleitt ekki hvað átt höfum fyrr en misst höfum. Með því að kúpla sér svona frá fjölskyldunni metur maður hana enn meira. Og vonandi er það gagnkvæmt. Ég tel líka að fólk eigi að lifa og þroskast sem einstaklingar þótt það sé í hjónabandi. Ekki þarf annað en benda á að oftast stendur annað hjónanna fyrr eða síðar eitt uppi. Þá er mikilvægt að vera ennþá einstaklingur sem getur tekist á við lífið.“

Fleiri glefsur úr viðtalinu:

„Það er ekki margt, enn sem komið er, sem ég get bent á og sagt að svona þyrftum við að hafa heima. Mér finnst þó að hér gangi hlutirnir einhvern veginn eðlilega fyrir sig og séu í fastari skorðum en heima. Í skólanum er geysilegur fjöldi af tölvum. Og þær virka! Maður kaupir kort í ljósritunarvélar og getur ljósritað!

Sama á við um skanna og prentara. Þetta virkar allt! Það er reyndar heill her af fólki í kringum þetta til að þjónusta hlutina, einkum tölvurnar. Þegar ég hugsa um þetta, þá finnst mér eins og við séum alltaf að gera alla hluti í fyrsta sinn á Ísalandi. Við erum alltaf að þreifa okkur áfram með allt. Hér er eins og búið sé að margprófa alla hluti áður og ganga úr skugga um að þeir virki.“

– – –

„Auðvitað hef ég verið að reyna að átta mig á þjóðmálum og málefnum Vestfjarða sérstaklega. Það er í rauninni of snemmt að láta hafa mikið eftir sér á þessu stigi um það. Ég tel þó að við höfum ekki náð að öðlast yfirsýn yfir þá þróun sem er að eiga sé stað. Þess vegna verðum við alltaf leiksoppar en tökum ekki þátt í að stjórna atburðarásinni.

Ég held að fólk verði að horfast í augu við það að byggð á Vestfjörðum verður aldrei aftur sú hina sama og var. Það á reyndar við um alla landsbyggðina á Íslandi og síðar meir hugsanlega um byggð á Íslandi almennt. Menn hafa verið að grípa eitt og eitt hálmstrá. Nú er það sala á Orkubúinu.

Þetta er alveg eins og þegar byggðin var að eyðast í Grunnavíkurhreppi. Þá voru það hálmstráin. Mér finnst ekki gæfulegt að selja frá sér það sem er eftirsóknarvert og einhvers virði. Það er eins og að selja frá sér kvótann. Félagslegu íbúðirnar voru að vissu leyti eitt hálmstráið. Sveitarfélögin slógust um að fá að byggja félagslegar íbúðir til að auka umsvifin á svæðinu í þeirri von að það héldi fólkinu og þá myndu íbúðirnar seljast. Þetta var því miður rangt. Ég tók því miður þátt í þeim slag þótt ég hefði átt að sjá þetta í tíma. Mér var meira að segja bent á það.

Hvort önnur afstaða hjá mér hefði einhverju breytt veit ég ekki. Þetta var nokkuð almenn skoðun að það ætti að ýta undir byggingu félagslegra íbúða.“

bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli