Frétt

| 13.11.2000 | 19:02Þrotabú Vesturskips ehf. dæmt til að greiða yfir milljón í bætur

Þrotabú Vesturskips ehf. var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag dæmt til að greiða Guðjóni Kristinssyni, fyrrverandi vélaverði á Geysi BA, tæplega 1.100 þúsund krónur í bætur vegna fyrirvaralausrar brottvikningar úr starfi. Þegar það vitnaðist að Guðjón væri með HIV-smit var honum skipað að yfirgefa skipið. Þá voru liðnir tæpir tveir sólarhringar frá því að hann hóf störf. Mikið var fjallað um mál þetta í fjölmiðlum á sínum tíma. Meðal annars kom Guðjón fram á opinberum vettvangi vegna málsins.
Dómur Héraðsdóms Vestfjarða fer hér á eftir:

Mál þetta, sem dómtekið var þann 16. október sl. að loknum munnlegum málflutningi hefur Guðjón Kristinsson, kt. 250543-2399, höfðað hér fyrir dómi þann 4. febrúar 2000, með stefnu á hendur Vesturskipi ehf., kt. 620897-2059, Strandgötu 1, Bíldudal. Bú stefnda var tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. apríl sl. og tók þrotabúið við aðild málsins. Áður hafði ólöglærður fyrirsvarsmaður stefnda lagt fram greinargerð af þess hálfu. Með samþykki stefnanda var lögð fram ný greinargerð af hálfu þrotabúsins.

Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefnda verði dæmt til að greiða stefnanda kr. 1.678.188, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af þeirri fjárhæð frá 10.09.1999 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Þá er gerð sú krafa á hendur stefnda að staðfestur verði sjóveðréttur í fiskiskipinu Geysi BA-25, skipaskrárnúmer 1608, fyrir ofangreindum kröfum.

Stefnda krefst þess að verða sýknað af öllum kröfum stefnanda, en til vara að krafa hans verði ekki tekin til greina nema að mjög takmörkuðu leyti.

Stefnandi var ráðinn í skiprúm hjá stefnda á fiskiskipið Geysi BA-25 í ágúst 1999. Var hann lögskráður vélavörður 8. og 9. september 1999. Kveðst hann hafa verið ráðinn símleiðis og þá verið staddur heima hjá sér í Keflavík. Hafi dregist að hann væri boðaður til skips, þar sem þurft hafi að taka upp aðalvél skipsins og lagfæra ljósavél þess áður en haldið yrði til veiða. Þann 7. september 1999 hafi hann komið til Ísafjarðar og unnið við skipið í fjórar klukkustundir þá um kvöldið. Daginn eftir hafi hann unnið við skipið í fjórtán klukkustundir. Þann 9. september hafi átt að sigla til Bolungarvíkur og taka þar ís og fiskikör, en ekki hafi neitt orðið úr því. Skömmu eftir hádegi hafi hann tjáð yfirvélstjóranum að hann væri með HIV smit og hafi yfirvélstjórinn neitað að starfa með honum. Hafi yfirvélstjórinn haft samband við útgerðarmanninn og tjáð honum að hann færi ekki á sjó með HIV smituðum einstaklingi. Hafi skipstjóri síðan kallað sig upp í brú og skýrt sér frá því að hann yrði að yfirgefa skipið vegna fyrirmæla útgerðarmannsins.

Stefnda tekur fram að stefnandi hafi verið metinn 75% öryrki vegna HIV smits og kransæðasjúkdóms sem hann hafi verið haldinn, og sé það mat enn óbreytt. Hafi stefnandi ekki minnst á veikindi sín er hann hafi komið til starfa og hafi hann verið tekinn til starfa á þeirri forsendu að hann væri vinnufær, heilsuhraustur og að sátt yrði um störf hans um borð. Þegar stefnandi hafi upplýst að vera HIV smitaður hafi orðið mikið uppnám um borð og skipverjar gert útgerðarmanninum ljóst að þeir myndu ekki vinna með stefnanda um borð. Hafi útgerðarmaðurinn þannig verið kominn í fáheyrða stöðu, en úr hafi orðið að stefnandi hafi hætt störfum þann 9. september, án þess að grípa þyrfti til uppsagnar.

Stefnandi kveðst byggja á 25. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, en þar segi meðal annars að ef skipverja sé vikið úr skiprúmi áður en ráðningartími hans er liðinn og án þess að heimild sé til þess í 23. eða 24. gr. laganna, eigi hann rétt á því kaupi sem mælt sé fyrir um í 9. gr. Í 2. mgr. 9. gr. segi að uppsagnarfrestur á skiprúmssamningi yfirmanns skuli vera 3 mánuðir, nema um annað hafi sérstaklega verið samið. Ljóst sé að ráðningu stefnanda hafi verið rift þann 9. september 1999 og eigi hann því rétt til skaðabóta sem eigi að miða við þau meðallaun sem hann hafi mátt búast við að hafa á skipinu á 90 daga tímabili.

Stefnda kveðst aðallega byggja á því að stefnandi hafi yfirgefið skiprúmið án uppsagnar og eigi hann því ekki rétt til launa í uppsagnarfresti, en verði litið svo á að honum hafi verið sagt upp, þá sé á því byggt að skipstjóra hafi verið rétt að víkja honum úr skiprúmi, sbr. 2. tl. 1. mgr. 23. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Hafi legið fyrir að hann væri á örorkubótum vegna óvinnufærni. Þar við hafi bæst að það hafi legið ljóst fyrir að aðrir skipverjar væru ekki

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli