Frétt

| 08.11.2000 | 14:10Umferðin – forgangur í dauðann?

Umferðin heldur á að taka toll í formi mannslífa. Nú eru 25 menn látnir af völdum umferðarslysa á Íslandi það sem af er ári og lifir þó rúmur einn og hálfur mánuður þess. Hörmuleg umferðarslys eiga fyrst og fremst orsök að rekja til ógætilegs aksturs. Þó er það ekki svo að þeir sem týna lífinu hafi allir ekið ógætilega. Það kann að hafa verið ökumaður annars bíls. Einmitt sú staðreynd sýnir öðru betur, hve hættulegt það er að virða ekki umferðarreglur. Sá sem brýtur reglurnar, ekur of hratt eða ógætilega á annan hátt getur sloppið. Hins vegar verður saklaus vegfarandi fyrir barðinu á þessari hegðun. Sá gæti verið akandi jafnt og fótgangandi. Tvímælalaust hefur það verulega mikið gildi að fylgjast með hraða ökutækja og gera allt sem í valdi lögreglu er til þess að halda ökuhraða í skefjum. Það er að segja innan löglegra hraðatakmarkana.

Á sunnudaginn varð stórslys á Reykjanesbrautinni við Hafnarfjörð. Auk þess að einn lét lífið slösuðust fleiri. Þá er ekki verið að tala um eignatjón frekar en fyrri daginn. Þótt það sé stórkostlegt í umferðinni á hverju ári eru það smámunir borið saman við töpuð mannslíf. Eignir má bæta. Líf manns verður ekki bætt. Upphafið var að minna á tollinn sem umferðin tekur. En umferðin gerir ekkert annað en að spegla hegðun þátttakenda, sem eru að sjálfsögðu ökumennirnir. Nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm í máli, sem sýslumaðurinn á Ísafirði höfðaði vegna hörmulegs banaslyss er varð í febrúar 1999. Skemmst er frá því að segja, að báðir ökumennirnir, sem lentu í árekstri á einbreiðri brú yfir Vaðal í Önundarfirði, voru dæmdir til refsingar og sviptingar ökuleyfis. Það er ekki nóg að þeir hafi þurft að takast á við afleiðingarnar, banaslys, heldur verða þeir einnig að þola refsingu og missi ökuréttinda. Það er bagalegt í sjálfu sér, en sýnir hve miklu skiptir að fara að lögum í umferðinni.

Slys gera ekki boð á undan sér. Ungur maður nýkominn með bílpróf ók út af á Hnífsdalsvegi fyrir nokkrum vikum. Betur fór en á horfðist. En skyldi þessi ungi ökumaður hafa lært eitthvað? Þegar litið er til þess hve algengt er hér um slóðir að ungir menn, nýkomnir með bílpróf, lenda í svipuðum óhöppum, vakna margar spurningar. Ein þeirra hlýtur að verða sú, hvort ökukennsla sé nægilega góð. Er löggæsla nógu góð? Hinn 20. október, einmitt daginn eftir að ungi Bolvíkingurinn ók út af Hnífsdalsveginum, var haldinn slysalaus dagur á Vestfjörðum. Helst bar til tíðinda, að þrjár bílveltur urðu, tvær á Steingrímsfjarðarheiði og ein á Holtavörðuheiði. Önnur slys urðu ekki, ef frá er talið að bæjarstjórinn í Vesturbyggð var samkvæmt fréttum DV tekinn þrívegis fyrir of hraðan akstur í sinni heimabyggð. Það fylgdi fréttinni, að lögreglumaður frá Ísafirði hefði stöðvað hann í öll skiptin. En önnur óhöpp urðu ekki þann daginn en hér eru talin.

Það er enginn réttur í umferðinni annar en sá, að komast óskaddaður á leiðarenda. Til er hugtakið forgangur, en hann má aldrei nota hugsunarlaust. Sé það gert kann það að vera forgangur í dauðann. Akið varlega.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli