Frétt

bb.is | 23.01.2003 | 05:52Fjöldi skráðra brota endurspeglar virkni lögreglunnar á Ísafirði

Lögreglustöðin á Ísafirði.
Lögreglustöðin á Ísafirði.
Þegar tölfræði um afbrot í lögregluumdæmum landsins á árinu 2001 er skoðuð, vekja nokkur frávik í Ísafjarðarumdæmi frá landsmeðaltali sérstaka athygli. Skráð kynferðisbrot eru langt yfir meðaltali og hlutfallslega fleiri en í nokkru öðru umdæmi. Áfengislagabrot eru einnig langt yfir landsmeðaltali og þar er einungis Reykjavík með hlutfallslega fleiri brot. Fjöldi fíkniefnabrota er langt yfir landsmeðaltali og hlutfallslega svipaður og í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði, þar sem þau eru flest. Þessar upplýsingar eru meðal þess sem fram kemur í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2001. Ólíkar skýringar eru á þessum frávikum eftir því um hvaða málaflokk er að ræða.
Fjöldi skráðra brota í einstökum málaflokkum á tiltekinn fjölda íbúa er í flestum tilvikum mjög misjafn eftir umdæmum. Þannig er fjöldi umferðarlagabrota og sektarboða vegna þeirra hlutfallslega langmestur í umdæmum lögreglunnar á Blönduósi og í Borgarnesi. Innan þeirra eru mjög fjölfarnir kaflar á Þjóðvegi 1 þar sem mikið er um hraðakstur og mikið eftirlit með aksturshraða. Í þeim málaflokki er umdæmi lögeglunnar á Ísafirði nokkuð undir landsmeðaltali og nánast með sama hlutfall og Reykjavík.

Varðandi hlutfallslega mikinn fjölda skráðra kynferðisbrota hjá lögreglunni á Ísafirði árið 2001 er þess að geta, að slík mál eru afar fá í samanburði við ýmsa aðra málaflokka, svo sem umferðarlagabrot og áfengislagabrot. Þess vegna geta fáein mál sem upp koma á stuttum tíma breytt miklu um hlutföllin og sveiflur eru miklar milli ára. Að baki hinu háa hlutfalli kynferðisbrota sem skráð eru í Ísafjarðarumdæmi árið 2001 eru „aðeins“ 7 mál en brotin 14. Í sumum málum geta verið fleiri en eitt brot en tölfræðin í þessum flokki byggist á fjölda skráðra brota en ekki fjölda mála. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt bráðabirgðaskráningu fyrir árið 2002 eru kynferðisbrotamálin 4 en brotin 7, þannig að þar er helmings fækkun milli ára.

Að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, sýslumanns og lögreglustjóra á Ísafirði, voru auk þess brotin í þremur af málunum sjö sem skráð voru í Ísafjarðarumdæmi árið 2001 framin í öðrum umdæmum. Ástæður fyrir slíkri skráningu eru þær, að brotaþolar hafa verið búsettir hér í umdæminu þegar kæra var lögð fram og því hafa brotin komið til kasta lögreglunnar á Ísafirði. Sá eðlismunur er á kynferðisbrotamálum og fíkniefnamálum, að í síðara tilvikinu ræðst fjöldi skráðra mála mjög af virkni lögreglunnar en í fyrra tilvikinu lítt eða ekki. Þó má ætla, að því meira traust sem borgararnir bera til lögreglunnar eða einstakra lögreglumanna, þeim mun meiri líkur séu til þess að brotaþolar leiti til lögreglunnar vegna slíkra mála.

Skýringuna á miklum fjölda skráðra áfengislagabrota í Ísafjarðarumdæmi er að verulegu leyti að finna í þeirri vímuvarnastefnu sem unnið er eftir hjá embættinu, að sögn lögreglustjóra. Lögreglan á Ísafirði hefur góðar gætur á ungmennum og hefur í mörgum tilvikum ekið ölvuðum unglingum heim til sín. Slíkt kemur fram í tölfræðinni sem áfengislagabrot og jafnframt er hvert slíkt atvik tilkynnt til Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Þegar lögreglan tekur áfengi af unglingum og hellir því niður er það einnig skráð. „Fyrst og fremst sýnir þetta virkni lögreglunnar í þessum málum og hversu vel hún fylgist með unglingunum“, segir Sigríður Björk. Hún telur að í sjálfu sér sé ekki meira um ölvun eða ölvunarbrot í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði en gengur og gerist, heldur endurspegli fjöldi skráðra mála hversu mikil áhersla er lögð á að huga að velferð ungmenna.

Hinn mikli fjöldi fíkniefnamála er af svipuðum toga. „Þessar tölur bera fyrst og fremst vitni um frumkvæðisvinnu lögreglunnar hér og þá áherslu sem lögð er á þennan málaflokk“, segir Sigríður Björk. „Ekki er endilega um mikið magn fíkniefna að ræða í hverju máli heldur fylgist lögreglan grannt með og hefur afskipti af mörgum“, segir hún.

Eins og fram kemur í tölfræðiskýrslu Ríkislögreglustjóra eru fíkniefnalagabrot að mörgu leyti frábrugðin öðrum brotaflokkum. Þar segir að þau mál séu „í flestum tilvikum tengd frumkvæðisvinnu lögreglunnar. Fjöldi fíkniefnabrota segir því ekki til um stöðu fíkniefnamála í samfélaginu, en gefur þess í stað mynd af áherslum í löggæslu hverju sinni“, segir í skýrslunni. „Þetta er rósin í hnappagatið hjá okkur“, segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

Fróðlegt verður að sjá skýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir nýliðið ár hvað fíkniefnabrot varðar og samanburð milli umdæma. Á árinu 2001 voru skráð mál 21 og brotin 29, sem er eins og áður segir meðal þess mesta sem gerist á landinu miðað við íbúafjölda. Samkvæmt bráðabirgðaskrá fyrir árið 2002 eru málin hins vegar

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli