Frétt

bb.is | 22.01.2003 | 16:24Jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar og Bolungarvíkur hugsanleg

Við einn af vegskálunum á Óshlíðarvegi.
Við einn af vegskálunum á Óshlíðarvegi.
Vinnuhópur um öryggismál Djúpvegar milli Bolungarvíkur og Súðavíkur hefur lokið störfum. Hópurinn gerði úttekt á hættu vegfarenda af snjóflóðum, skriðuföllum og grjóthruni og fjallaði um leiðir til úrbóta og kostnað við þær. Samkvæmt skipunarbréfi hópsins var honum annars vegar falið að fjalla um úrbætur í þeim dúr sem unnið hefur verið að undanfarin ár og hins vegar að fjalla um úrbætur sem væntanlega gæfu fyllsta árangur en kynnu að vera mjög dýrar. Var hópurinn skipaður af vegamálastjóra að beiðni samgönguráðherra í tilefni af endurskoðun vegáætlunar. Í vinnuhópnum voru Gísli Eiríksson frá Vegagerðinni, formaður, Ágúst Kr. Björnsson fyrir Súðavíkurhrepp, Ólafur Kristjánsson fyrir Bolungarvíkurkaupstað og Jón Helgason frá Vegagerðinni.
Farið er yfir ýmsar aðferðir til að auka öryggi vegfarenda á leiðinni og mat lagt á fjölmargar leiðir við að nota þær, bæði með tilliti til kostnaðar og áunnins öryggis. Til varnar snjóflóðum er nefnd gerð jarðganga, bygging vegskála og gröftur svokallaðra snjóflóðaskápa. Slík mannvirki felast í því að grafið er í hlíðina og minnir lögun gryfjunnar á skáp. Nokkuð er um það að skápar séu notaðir ásamt hindrunarvegg í vegkanti. Hefur þessi aðferð gefið góða raun á Óshlíð. Sömu aðferðir gagnast við grjóthruni, auk netkassa, sem gefist hafa vel, og sérstakra grjóthrunsneta. Einnig er bent á uppgræðslu hlíða sem einn möguleika. Munu tilraunir Vegagerðarinnar með sáningu á lúpínu hafa gengið vel og er athugandi í framhaldinu að hefja trjárækt á svæðinu. Það mun vera ódýr kostur og auk þess til prýði, þó slíkar lausnir hafi ekki áhrif nema til lengri tíma litið, eðli málsins samkvæmt.

Hópurinn mælir með að ráðist verði í aðgerðir á Súðavíkurhlíð sem feli í sér að grafnir verði skápar í tuttugu gil á leiðinni frá Arnarnesi inn að Arnarneshamri en síðan verði reistir vegskálar undir Fjárgili og Djúpagili. Hópurinn segir ennfremur að kostur sem feli í sér jarðgangagerð frá Naustum í Skutulsfirði að mynni Saurárdals sé mjög áhugaverður. Hann feli í sér 8 km styttingu á leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur og bjóði því upp á ýmsa hagræðingar- og samstarfsmöguleika á milli sveitarfélaganna, að mati starfshópsins. Einungis var lagður fram einn kostur til úrbóta á Kirkjubólshlíð og Eyrarhlíð, en hann er sá að grafa skápa í helstu snjóflóðagil. Starfshópurinn sér ekki möguleika á því að stytta leiðina frá Bolungarvík að neinu marki. Hann leggur til í niðurstöðum sínum að farin verði svokölluð vegskálaleið. Þeim möguleika verði jafnframt haldið opnum að grafa göng á milli Seljadals og Kálfadals frekar en að byggja marga vegskála. Nefndin mælir með því að fyrsta stóra framkvæmdin á Óshlíð verði vegskáli yst á Skriðum.

Starfshópurinn setur fram í niðurstöðum sínum tillögur að fyrstu aðgerðum sem hann metur að muni kosta um 55 milljónir króna. Þær felast í uppsetningu á vegriði á Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Óshlíð. Unnið verði að hönnun vegskála á Skriðum á Óshlíð. Skápar verði grafnir í tveimur giljum á Miðhlíð ofan Hnífsdalsvegar. Skápar verði grafnir á Súðavíkurhlíð eins og hægt er án sprenginga og hindrana. Skápar verði grafnir í tvö gil á á Óshlíð við Kálfadal og undir Óshyrnu. Hindranir verði settar upp framan við þrjú gil á mörkum Búðarhyrnu og Seljadalsmynnis, auk eins gils ofan Svuntu á Óshlíð. Einnig leggur hópurinn til að unnið verði að uppgræðslu, einkum á Óshlíð.

Skýrslan er ítarleg úttekt á stöðu mála og eru gerðar í hennar fjölmargar tillögur til úrbóta. Í viðauka er að finna fjölmargar myndir og teikningar sem skýra viðfangsefnið. Skýrsluna í heild sinni má nálgast á vef Vegagerðarinnar.

Öryggismál Djúpvegar milli Súðavíkur og Bolungarvíkur. Greinargerð vinnuhóps.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli