Frétt

Múrinn - Sverrir Jakobsson | 20.01.2003 | 11:17Borgarstjórn brást

Eins og öllum ætti að vera kunnugt fór fram atkvæðagreiðsla í borgarstjórn um ábyrgð borgarinnar vegna lántöku Landsvirkjunar í tengslum við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun sl. fimmtudag. Var ábyrgðin samþykkt með atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur – leiðtoga og forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar. Sú afstaða þarf engum að koma á óvart, Ingibjörg Sólrún fylgir flokkslínu Samfylkingarinnar, en þingflokkur hennar er nær samstíga í stuðningi við Kárahnjúkavirkjun.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð tók þá afstöðu í borgarstjórn, líkt og alls staðar annars staðar, að berjast gegn þessum óafturkræfu náttúruspjöllum. Hið sama má segja um Ólaf F. Magnússon sem stóð að sameiginilegri tillögu um málið með borgarfulltrúum VG. Í atkvæðagreiðslu kusu Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttur að fylgja þessu sjónarmiði að málum. Dagur B. Eggertsson, fulltrúi óháðra, tók ekki afstöðu í þessu stærsta máli íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi – ef ekki frá upphafi.

Þeir sem gældu við það að Samfylkingin myndi standa fast í lappirnar í borgarstjórn og koma í veg fyrir þessa óhæfu verða fyrir vonbrigðum, leiðtoginn brást þótt sumir borgarfulltrúar kysu að gera það ekki. Það er deginum ljósara að Samfylkingin styður framkvæmdina og því kannski ekki nema eðlilegt að leiðtoginn tilvonandi geri það einnig. Líkt og oft vill henda með Samfylkinguna er afstaða fulltrúa flokksins til málsins þó ekki einörð. Borgarstjóri hefur látið hafa eftir sér að hún styðji ábyrgð borgarinnar á lántökunni, en hafi ýmislegt annað við framkvæmdina að athuga.

Það vill oft verða með Samfylkinguna að hún taki ekki skýra afstöðu í málum. Stjórnarandstaða flokksins einkennist af því að vera á móti útfærslu þeirra mála sem ríkisstjórnin samþykkir, en sammála í grundvallaratriðum. Slík afstaða gengur hins vegar ekki gagnvart áformum um Kárahnjúkavirkjun. Eigendaskýrslan fræga sem gerð var m.a. fyrir Reykjavíkurborg og afstaða einhverra borgarfulltrúa byggir á, er engan veginn fullunnið plagg. Í fyrstu málsgrein skýrslunnar segir orðrétt: \"Verkefnið var afmarkað við mat á rekstrarlegum forsendum og því hvorki horft til þjóðhagslegra né umhverfislegra áhrifa.\"

Það segir sig sjálft að ef ekki er horft til þjóðhagslegra áhrifa þýðir lítið að velta áhrifum framkvæmdanna á þjóðlífið fyrir sér. Eins er fráleitt að taka enga afstöðu til umhverfisspjalla þeirra sem virkjunin hefur í för með sér. Hagfræðingar sem reikna út krónur og aura geta tæplega leyft sér að sleppa svo jafnveigamiklum þáttum úr breytunni – stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á framkvæmdunum geta það alls ekki. Þegar allt kemur til alls liggur ábyrgðin ekki síst hjá eigendum fyrirtækisins sem fer um hálendi landsins með eldi og brennisteini (eða vatni og virkjunum í þessu tilfelli) og eyðir náttúruperlum.

Það er því deginum ljósara, og var raunar þegar ljóst fyrir atkvæðagreiðsluna á fimmtudag, að Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn eru eini flokkarnir á Íslandi sem standa gegn þeim framkvæmdum sem eru fyrirhugaðar á hálendinu norðan Vatnajökuls, framkvæmdum sem sumir náttúrufræðingar kalla \"hryðjuverk\". Þeir sem eru á móti þeim framkvæmdum verða að sýna það í verki og kjósa annan þessara flokka. Ef allir andstæðingar virkjunarframkvæmdanna gerðu svo væri Kárahnjúkavirkjun fyrir bí daginn eftir kosningar. Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar það veltir stuðningi við aðra flokka fyrir sér. Slíkt væri tvískinnungur og ekkert annað en stuðningsyfirlýsing við þá sem drekkja vilja hálendi Íslands í uppistöðulónum.

sj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli