Frétt

Múrinn - Ármann Jakobsson | 17.01.2003 | 11:19Eru einhver rök fyrir innrás í Írak?

Á morgun, laugardag kl. 14, munu menn safnast saman á Lækjartorgi til að andæfa fyrirhugaðri innrás Bandaríkjamanna og taglhnýtinga þeirra á Írak. Undanfarnar vikur hafa dunið yfir okkur herskáar yfirlýsingar Bandaríkjamanna og Breta sem verður að skilja svo að þeir hyggi á innrás fljótlega. En er ástæða til að fara í stríð? Hver eru rökin og hversu gild eru þau?
1. Það þarf að frelsa Íraka undan ógnarstjórn Saddams Husseins.

Já, vissulega er Saddam Hussein hið mesta illmenni sem á helst engu að stjórna, hvað þá heilu landi. En leiðin til að koma honum frá er ekki að hefja stríð sem bitnar fyrst og fremst á saklausum borgurum. Þá má minna á að seinast þegar CIA „frelsaði“ Írak þá greiddu þeir götu þess sama Saddams til valda. Það var árið 1963 og þegar hefur verið fjallað um það á Múrnum. Meðal annarra þjóða sem Bandaríkjamenn hafa „frelsað“ eru Chile en bylting herforingja þar kostaði ófá mannslíf og langvinna ógnarstjórn fyrir nokkrum árum. Og barátta Bandaríkjanna fyrir frelsi Afgana hafði um hríð í för með sér beinan og óbeinan stuðning við Talibana sem hún „frelsaði“ Afgana svo aftur undan nokkrum árum síðar. Ef einhvern lærdóm má draga af sögunni þá er hann sá að tilraunir Bandaríkjanna til að innleiða frelsi og lýðræði í fjarlægum löndum hafa undantekningalítið í för með sér ófrelsi, kúgun og neyð.

2. Lýðræðisþjóðum ber siðferðisleg skylda til að knésetja harðstjórana.

Segir hver? Bandaríkjastjórn? Sem hefur oftar en einu sinni steypt lýðræðislega kjörinni stjórn erlendis með ofbeldi? Sem reyndi seinast í fyrra að leika þann leik í Venezuela? Sem studdi leynt og ljóst við bakið á Pinochet, Stroessner, Videla, Mobutu, Suharto, Siad Barre, Marcos, Íranskeisara, aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku, herforingjastjórninni í Grikklandi ? og þannig mætti lengi telja. Að ógleymdum sjálfum Saddam Hussein.

3. Við megum ekki láta undan kúgunum.

Hvaða kúgunum? Hver er að kúga hvern? Hvað hefur Saddam Hussein gert á hlut okkar í þessum heimshluta? Hefur hann hótað okkur? Ætlar hann að ráðast á okkur? Nákvæmlega hvert er tilefnið til árásar á Írak? Vissulega er Saddam harðstjóri en hann hefur látið nágrannana í friði í tólf ár núna.

4. Það á ekki að semja við harðstjóra. Ef menn láta undan strax þá gjalda menn síðar.

Öðru nafni „Münchenarrökin“. Á þessum vef hafa þau oft og einatt verið rakin. Samningar Chamberlains og félaga við Hitler voru á engan hátt hliðstæðir við ástand mála nú. Saddam Hussein gerir engar landakröfur, frekar en Íran eða Norður-Kórea. Eina sem við gætum „látið undan“ Saddam með væri að hætta að svelta þjóð hans til bana, hætta að gera reglulegar loftárásir á landið og hætta að hóta innrás í Írak. Á hvern hátt er það sambærilegt við það þegar Chamberlain og Daladier afhentu Hitler hluta Tékkóslóvakíu?

5. Gereyðingarvopn Saddams ógna heimsfriðnum.

Þetta eru mest notuðu rökin. En hvaða gjöreyðingarvopn? Þau hafa engin fundist og helstu sérfræðingar, menn á borð við Scott Ritter, telja að þau séu ekki til. Engin sönnunargögn sem menn þora að sýna almenningi benda til þess. En tvískinningurinn er raunar algjör því að engum dettur í hug að ráðast á Norður-Kóreu þó að það sé miklu líklegra að Norður-Kóreumenn eigi slík vopn. Og þó ekki mjög líklegt. Kínverjar eiga sannanlega gereyðingarvopn og í Kína er ekki lýðræði. Samt dettur engum í hug að þeirra vopn ógni heimsfriðnum. Og hvað með vopn Bandaríkjamanna sjálfra? Eru þeir ekki eina þjóðin sem um þessar mundir fer um með hótunum um árásir og stríð? Hafa þeir ekki margsagt að þeir útiloki ekki beitingu gereyðingarvopna?

6. Einræðisherrar eru ógn við heimsfriðinn.

Ja, þessu má halda fram en enginn einræðisherra leggur í meiri ófrið en hann telur sig ráða við. Og það er ekki einræðisherrann Saddam Hussein sem er að ógna neinum. Þvert á móti er það Bandaríkjastjórn og leppur hennar Blair sem eru stöðugt með hótanir þessa dagana. Og hver bjó til flesta einræðisherrana? Þar á meðal Saddam Hussein? Af hverju ætti fólk að gína við svona rökum frá ríkisstjórn sem hefur þjálfað einræðisherra og morðsveitir um allan heim, þar á meðal sjálfan Usama Bin Laden?

7. Mikilvægt er að halda samstöðu heimsins í baráttunni við hryðjuverk.

Hvaða hryðjuverk? Þó að Saddam Hussein sé fauti og morðvargur

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli