Frétt

| 07.02.2000 | 10:11Syngur einsöng á níræðisaldri

Kominn er út geisladiskur með einsöng Sigríður Björnsdóttur frá Kleppustöðum í Strandasýslu, sem nú býr á Hólmavík. Telja má í frásögur færandi, að Sigríður er komin á níræðisaldur. Þrátt fyrir það, eða jafnvel þess vegna, ber diskurinn heitið „Hve glöð er vor æska". Á honum syngur Sigríður íslensk einsöngslög við undirleik Úlriks Ólasonar.
Sagt er að Sigríður hafi verið farin að syngja hárri raust um tveggja ára aldur og snemma bar á óvenjulega miklum sönghæfileikum hennar. Björn faðir hennar hafði fagra söngrödd og hann átti þá ósk að dóttur hans gæfist tækifæri til að nema söng. En þótt Sigríður hafi sungið alla ævi, einkum í kórum, var það ekki fyrr en hún var komin vel á áttræðisaldur sem hún hóf markvisst söngnám.

Seint á liðnu sumri hélt Sigríður til Reykjavíkur í upptökur, - „um hábjargræðistímann", segir hún, en bætir við: „Reyndar skipti það nú ekki miklu þegar maður var hættur að vinna í sveitinni. Það var verið að tala um þetta við mig, ekki síst í tilefni Árs aldraðra, vegna þess að ég hélt röddinni þetta lengi."

Sigríður var lengi ævinnar fjarri átthögum sínum en kom þangað á ný árið 1990 þegar hún settist að á Hólmavík. „Ég hef það ágætt hérna og ætla mér að vera hér það sem eftir er."

Foreldrar Sigríðar, Björn Sigurðsson og Elín Sigurðardóttir frá Kleppustöðum, voru höfðingjar heim að sækja á sinni tíð og enginn kotungsbragur á þeim. Kleppustaðir voru menningarheimili, þar sem íslenskur menningararfur lifði góðu lífi og átti djúpar rætur. Sigríður tileinkar diskinn minningu foreldra sinn.

Sigríður Björnsdóttir fæddist á Grænanesi við Steingrímsfjörð 9. nóvember 1918, tveimur dögum fyrir lok fyrri heimsstyrjaldar, elst tólf systkina. Frá tveggja ára aldri ólst hún upp á Kleppustöðum, sem eru innsti bær í Staðardal undir Steingrímsfjarðarheiði. Liðlega tvítug fór hún að Hólum í Staðardal og var þar um fjórtán ár en árið 1953 hélt hún til Reykjavíkur. „Ég var þar nú ekki nema veturinn, því að ég undi mér ekki lengur í borginni. Þá fór ég upp í Borgarfjörð, þar sem auglýst var eftir bústýru, og var þar í tuttugu ár. Þegar búskapurinn þar lagðist af fór ég á Akranes og vann fyrst í fiski en síðan eitthvað um áratug á Dvalarheimilinu Höfða. Eftir það kom ég hingað til Hólmavíkur og hef verið hér síðan."

Þegar Sigríður fluttist til Hólmavíkur var fjöregg tónlistarlífsins þar um slóðir einkum í höndum ungverskra hjóna sem þar bjuggu um skeið. „Þá fór ég í kirkjukórinn hér og fékk stuðning hjá þessum ágætu hjónum. Kórinn fór ásamt þeim í söngferð til Ungverjalands. Það var mjög skemmtileg ferð. Síðan fóru þau en eftir það komu hingað pólsku systurnar sem hafa verið hér frá 1994. Ég byrjaði ári seinna að fá hjá þeim tilsögn í söng og hef verið hjá þeim af og til síðan", segir Sigríður. Því má bæta við, að pólsku systurnar frá Hólmavík komu fram á Sunnukórsballinu á Ísafirði um síðustu helgi og vöktu mikla hrifningu.

Undirleikari á diskinum hennar Sigríðar Björnsdóttur var Úlrik Ólason en upptöku annaðist Halldór Víkingsson. Sá sem gefur út þessar einstæðu hljóðritanir er Þórarinn Stefánsson og fyrirtæki hans, Polarfonia Classics ehf. Útgáfan fékk styrk frá framkvæmdanefnd Árs aldraðra og fæst diskurinn bæði í helstu tónlistarverslunum og hjá útgefanda.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli