Frétt

Einar K. Guðfinnsson alþm. | 03.01.2003 | 08:03Orkubú Vestfjarða: Horfið frá sameiningu við Rarik og Norðurorku

Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi að horfið hefur verið frá því að sameina Orkubú Vestfjarða Rarik og Norðurorku. Þetta var niðurstaðan eftir mikið þjark í stjórnarflokkunum. Þar með er hrundið áformum sem höfðu vakið upp mikla gremju og sárindi á Vestfjörðum og kallað fram fullkomna andstöðu okkar stjórnarþingmanna margra. Þess vegna er ástæða til þess að fagna því mjög að iðnaðarráðherra féll frá þessum áformum sínum og kynnti þá niðurstöðu um leið og nýtt raforkulagafrumvarp var lagt fram.
Hvað mig áhrærir var það algjör forsenda fyrir stuðningi við breytingar á raforkulögunum að ekki yrði stefnt að þessari sameiningu. Ljóst er að forsenda slíkra sameiningaráforma var að breyting yrði gerð á raforkulagafrumvarpinu. Að öðrum kosti hefði verið um hrein brigð gagnvart samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna Vestfjörðum sem gert var er ríkið keypti hlut sveitarfélaganna í Orkubúinu. Með því að breyta löguinum hefði því verið opnað á möguleika á sameiningu Orkubúsins við önnur fyrirtæki líkt og áformað var. Það var því algjört grundvallaratriði að fá fram yfirlýsingu um að ekki yrði áformuð slík sameining, áður en raforkulagafrumvarpið fengi brautargengi. Það tókst og er það vel.

Nýtt starfsumhverfi

Margvísleg rök má tiltaka sem mæla gegn sameiningu Orkubúsins og RARIK og Norðurorku. Við erum að fara inn í algjörlega nýtt starfsumhverfi sem kallar á uppstokkun. En frumstæðir sameiningartilburðir með þessi þrjú fyrirtæki voru gjörsamlega útilokaðir.

Í pistli hér á heimasíðunni þann 3. september síðast liðinn fjallaði ég all ítarlega um þetta mál. Pistilinn nefndi ég Dauð hugmynd - útförin auglýst síðar. Þar fór ég rækilega yfir rökin gegn þessum sameiningarhugmyndum en reifaði þess í stað hugmyndir sem hafa verið settar fram um samstarf orkufyrirtækja á Norðvesturlandi gjörvöllu.

Þær hugmyndir eru líka í takti við þau áform sem menn hafa annars staðar á landinu, eins og raunar kom skýrt fram á fundum þingmanna Reykjaneskjördæmis með sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi. Vitnaði ég í því sambandi í félaga minn Árna Ragnar Árnason og Hjálmar Árnason. Vil ég vísa til þessa pistils varðandi röksemdir mínar að öðru leyti.

Skoðum hugmyndina

Það er enginn vafi á því að við eigum að gefa meiri gaum að slíkum hugmynduim. Þessi mál taka hins vegar tíma og því eðlilegt að skoða þau og ætla til þess þann tíma sem nauðsynlegur er til vandlegrar vinnu. Markmiðið á að vera að búa til öflugt landsbyggðarfyrirtæki á þessu svæði, með höfuðstöðvar hér og startsemi á svæðinu öllu. Þannig yrði ekki röskun á mannahaldi, við gætum eflt þessa starfsemi á landsbyggðinni og slíkt öflugt fyrirtæki gæti orðið hrein lyftistöng í okkar samfélagi.

Hárrétt ákvörðun

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þegar hún greindi frá þeirri ákvörðun sinni og ríkisstjórnarinnar að stefna ekki að sameiningu þessara þriggja fyrirtækja, að með þessu væri verið að viðurkenna að ekki hefði verið pólitískur vilji til sameiningarinnar. Það var hárrétt mat. Hún hafði raunar sjálf sagt, meðal annars á aðalfundi Fjórðungssambandsins sl. haust , að ekki yrði ráðist í slíka sameiningu í blóra við vilja Vestfirðinga. Sá vilji var skýr - mjög afdráttarlaus og skýr. Vestfirðingar vildu ekki að Orkubúinu yrði steypt inn í þessa orkublokk með RARIK og Norðurorku, með aðalstöðvar norður á Akureyri.

Það er því óhætt að segja að ráðherrann hafði tekið rétta ákvörðun og metið aðstæður hárrétt. Fyrir það bera að þakka; enda á að þakka fyrir það sem vel er gert en ekki bara að gagnrýna þegar aðfinnslu er þörf.

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli