Frétt

| 26.10.2000 | 14:58Tvenns konar Íslendingar og tungumál!

Enn verður vikið að málefnum útlendinga á Íslandi. Fáum ætti að vera betur ljóst en Vestfirðingum hve mikil áhrif útlendingar hafa á samfélagið. Vel heppn-aðar þjóðahátíðir á Vestfjörðum segja sína sögu. Hátt á fimmta tug þjóða og þjóðabrota eiga fulltrúa sína í vestfirsku samfélagi. Margt þessa fólks hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt. En smám saman kemur í ljós að til eru að verða tvenns konar Íslendingar á fleiri sviðum en einu.

Íslenskt samfélag er flókið að samsetningu. Gagnsæið, sem einkenndi ís-lenska þjóð öldum saman, er horfið. Atvinna hefur orðið æ margbrotnari. Menningin er ekki lengur byggð á boðskap presta og túlkun þeirra á Biblíunni annars vegar og Íslendinga-sögunum hins vegar. Áhrif að utan hafa aukið fjölbreytni henn-ar bæði leynt og ljóst. Koma þar til margs konar áhrif. Íslendingar, bornir og barnfæddir í landinu, hafa leitað til útlanda eftir námi og reynslu. Erlendri menn-ingu hefur rignt yfir þjóðina með tilkomu kvikmynda og tónlistar. Mörgum hefur þótt nóg um engilsaxnesk áhrif á þeim vettvangi. Nú hafa Ís-lendingar sjálfir hafið útrás í popptónlist og kvikmyndagerð og gert sig gild-andi.

Einnig hafa þeir útlendingar, sem hingað hafa flust, fært með sér nýja og ferska vinda. Matargerð og mataræði Íslendinga hafa tekið stakkaskiptum. En einfalt er það ekki! Í Morgunblaðinu síðasta föstudag ritar Moshe ErlendurOkon, afbrotafræðingur, bréf til blaðsins. Hann segir sig útlending og kvartar undan því að þeir séu ekki metnir „á forsendum persónuleika, hæfileika eða reynslu heldur hæfni þeirra til að læra íslensku“. Gott og vel, honum er heimilt að hafa þessa skoðun og hefur sjálfsagt sitthvað sér til máls. Kveikjan að skrifi hans er ráðstefna 12. október síðast liðinn um fjölmenningarlegt samfélag á Ís-landi. Um leið og hann kvartar undan því, að hver ræðumaðurinn á fætur öðr-um hafi flutt mál sitt á íslensku, hæðist hann að „þessu útbreidda tungumáli“.

Eng-um útlendingi, sem flutt hefur til Íslands, hefur ver-ið lofað því, að Íslendingar myndu gefa eftir tungumál sitt og menningu ef hann kæmi til landsins og léti Íslendinga njóta krafta sinna. Það á alls ekki að gefa upp íslenska menningu og þann arf, sem Íslendingar byggja samfélag sitt á, fyrir fólk sem talar önnur tungumál. Með því er hins vegar ekki verið að lasta útlendinga á Íslandi.

Þeim er meira að segja veittur ríkisborgararréttur, án þess að nokkur krafa sé gerð um kunnáttu eða hæfni til að tala íslensku. Sá sem leitar lífs í öðru sam-félagi en því er hann ól veit, að þar bíða ýmsar hindranir. Íslendingar sem fluttu til Vesturheims breyttu ekki tungumálinu í Kanada og Bandaríkjum Norð-ur Ameríku. Ensku varð að læra til að komast af. Enginn er lastaður þó því sé haldið fram, að hvetja skuli útlendinga, hvort heldur með eða án ís-lensks ríkisborgararéttar, til íslenskunáms.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli