Frétt

mbl.is | 28.12.2002 | 13:22Houllier hræðist ekki Arsenal

Úrslitin á öðrum degi jóla voru liðsmönnum Arsenal afar hagstæð en öll liðin í sætunum fyrir aftan þá töpuðu stigum. Chelsea, Liverpool og Everton gerðu jafntefli en Manchester United og Newcastle töpuðu bæði þremur dýrmætum stigum. Fyrir lið Liverpool er leikurinn á Highbury á morgun nánast úrslitaleikur um það hvort það ætlar að vera með í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
Níu stig skilja liðin að - Arsenal trónar á toppnum en Liverpool situr í fimmta sæti og hefur ekki tekist að innbyrða sigur í síðustu átta deildarleikjum og hefur aðeins uppskorið 3 stig af 24 mögulegum. Þegar Liverpool lagði West Ham að velli 2. nóvember náði liðið sjö stiga forskoti á toppnum en síðan þá hefur allt gengið \"rauða hernum\" í óhag og Michael Owen, helsti markaskorari þeirra rauðklæddu, hefur ekki fundið netmöskvana í átta leikjum í röð.

,,Við eigum erfiða leiki fram undan. Fyrst tökum við á móti Liverpool og sækjum síðan Chelsea heim og þessir leikir skipta mjög miklu máli upp á framhaldið. Deildin er það jöfn í ár að hvert stig er farið að skipta mjög miklu máli og tveir ósigrar geta þýtt að lið getur fallið niður um þrjú til fjögur sæti,\" segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Svíinn Fredrik Ljungberg og Dennis Bergkamp verða tæplega búnir að ná sér af meiðslum en báðir voru þeir fjarri góðu gamni í sigurleik Arsenal gegn WBA á öðrum degi jóla.

Gerard Houllier, stjóri Liverpool, er í nokkrum vanda. Dietmar Hamann verður örugglega ekki með vegna meiðsla og þeir Emile Heskey og Vladimir Smicer eru báðir tæpir.

,,Við hræðumst ekki Arsenal og við ætlum svo sannarlega að sækja þrjú stig til Lundúna. Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur að undanförnu en við lítum svo á að með sigri á Arsenal verðum við enn með í baráttunni um titilinn,\" segir markvörðurinn Chris Kirkland sem staðið hefur á milli stanganna í marki Liverpool síðan Pólverjinn Jerzy Dudek var settur út úr liðinu.

Í 20 viðureignum liðanna í úrvalsdeildinni hefur Arsenal aðeins tekist að vinna Liverpool fjórum sinnum og í síðustu sex leikjunum á Highbury hefur Liverpool unnið þrívegis.

Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, mun líklega hrista aftur upp í liði sínu fyrir leikinn við Leeds í dag. Eiður Smári Guðjohnsen, William Gallas og Frank Lampard taka líklega sæti í byrjunarliðinu að nýju og Hollendingurinn Ed De Goey kemur til með að standa í markinu annan leikinn í röð í fjarveru Carlosar Cudicini sem er meiddur á fæti. Chelsea hefur ekki tapað síðustu 12 deildarleikjum og með sigri getur liðið minnkað forskot Arsenal niður í eitt stig. Leeds virðist vera að rétta úr kútnum en tveir sigurleikir í röð hafa létt mjög andrúmsloftið á Elland Road. Leedsarar hafa tapað 10 leikjum og fimm þessara ósigra hafa komið á Elland Road en Chelsea hefur aðeins tapað tveimur. Jonathan Woodgate og Lee Bowyer meiddust báðir í leiknum við Sunderland í fyrradag og er óvíst að þeir verði klárir í slaginn.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, varð að játa sig sigraðan fyrir sínum gamla lærisveini Steve McClaren, þegar Middlesbrough vann sætan sigur á United í fyrradag. Í dag glímir Ferguson við annan gamlan félaga en þá kemur Steve Bruce, fyrirliði Manchester United til margra ára, með strákana í Birmingham í heimsókn á Old Trafford.
Ferguson mun örugglega gera breytingar á byrjunarliði sínu frá tapleiknum gegn \"Boro\". David Beckham og Rio Ferdinand koma væntanlega inn í byrjunarliðið en Mickael Silvestre verður ekki með vegna hálsmeiðsla. Þetta verður fyrsta viðureign liðanna í deildarkeppni í 16 ár en þá áttust liðin við í gömlu 1. deildinni og lyktaði leiknum með 1:1-jafntefli.

Leikir helgarinnar
Leikirnir í ensku úrvalsdeildinni um helgina eru þessir:

Laugardagur:

Aston Villa - Middlesbrough

Blackburn - West Ham

Charlton - WBA

Everton - Bolton

Fulham - Man. City

Leeds - Chelsea

Man.Utd - Birmingham

Southampton - Sunderland

Sunnudagur:

Arsenal - Liverpool

Newcastle - Tottenham

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli