Frétt

bb.is | 20.12.2002 | 12:47Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2003: Framkvæmdum verður flýtt

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2003 var samþykkt að lokinni síðari umræðu í bæjarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin var samþykkt með sjö atkvæðum meirihlutans (D og B) og Magnúsar Reynis Guðmundssonar (F) en tveir bæjarfulltrúar (S) sátu hjá. Nokkrar breytingartillögur komu frá fulltrúum í minnihluta en þær voru allar felldar. Heildartekjur bæjarsjóðs og stofnana hans eru áætlaðar 1.880 milljónir króna en rekstrargjöld án fjárfestinga 1.764 milljónir, þannig að afgangur frá rekstri er 116 milljónir króna. Fjárfestingar og sérstök viðhaldsverkefni eru 190 milljónir króna samkvæmt áætluninni og hækkaði sá liður úr 153 milljónum frá fyrri umræðu.
Ástæðan fyrir þeirri hækkun er ákvörðun um flýtingu framkvæmda vegna spár um tímabundinn samdrátt í efnahagslífinu 2003-2004. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill leggja sitt af mörkum til að draga úr hugsanlegum áhrifum af þeim samdrætti með því að flýta framkvæmdum.

Í fjárhagsáætluninni eru launagreiðslur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans áætlaðar 867 milljónir króna, vöru- og þjónustukaup 768 milljónir, framlög, styrkir og rekstrartilfærslur 176 milljónir og fjármagnsgjöld að frádregnum fjármagnstekjum 47 milljónir króna.

Rekstur

Til framkvæmda og greiðslu afborgana og fjármagnskostnaðar skilar reksturinn 165 milljónum króna. Skatttekjur á árinu nema 1.105 milljónum króna. Almennar rekstrartekjur verða 775 milljónir króna en rekstrarútgjöld 1.764 milljónir króna. Um 116 milljónir króna eru því til ráðstöfunar til fjárfestinga og afborgana lána.

Þeir málaflokkar sem mest taka til sín í rekstri eru fræðslumál með 554 mkr., æskulýðs- og íþróttamál 101 mkr., félagsþjónusta 88 mkr., umhverfismál og almannavarnir 122 mkr., sameiginlegur kostnaður 108 mkr. og menningarmál 42 mkr.

Fjárfestingar

Alls er gert ráð fyrir 190 mkr. í fjárfestingar og meiriháttar viðhaldsverkefni. Áætlað er að ljúka framkvæmdum við Safnahús (37 mkr.), ljúka utanhússviðgerðum á Hlíf (7 mkr.), 20 mkr. eru settar til viðhalds og endurbyggingar gatna, 19 mkr. til íþróttamála, 20 mkr.til atvinnumála, 15 mkr. til skólahúsnæðis, 10 mkr. til snjóflóðavarna og 40 mkr. til hafnarmannvirkja, svo að stærstu framkvæmdir séu nefndar. Auk þessa er að áætlað fyrir ýmsum smærri framkvæmdum og stofnviðhaldi gatna og fasteigna.

Lán

Gert er ráð fyrir að greiða 189 mkr. í afborganir langtímalána en nýjar lántökur eru áætlaðar 40 mkr. Lán verða því greidd niður um 149 mkr. samkvæmt fjárhagsáætluninni.

Nokkur áhersluatriði

Milli umræðna voru fjárfestingartillögur endurskoðaðar og fjárfestingar á árinu 2003 áætlaðar 190 milljónir í stað 153 milljóna króna. Reiknað er með framlagi til undirbúnings nýbygginga fyrir Grunnskólann á Ísafirði. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að fara yfir tillögur úr nýlegri arkitektasamkeppni. Þegar þær tillögur líta dagsins ljós verður hægt að hefja hönnunarvinnu og framkvæmdir við skólabyggingu. Verði hönnun lokið tímanlega verður boðað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og lögð fram tillaga um að hefja byggingarframkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði strax á árinu 2003.

Í atvinnumálum verður lögð áhersla á að vinna eftir vestfirskri byggðaáætlun og leita allra tækifæra sem gefast í atvinnulífinu. Þar er verið að vinna að mörgum hugmyndum sem munu líta dagsins ljós á árinu 2003. Dæmi um slíkt er stofnun snjóflóðarannsóknaseturs sem fjárlaganefnd veitti fé til, stofnun rannsóknaseturs Háskóla Íslands í samstarfi við fleiri aðila, umsókn um þátttöku í stóru verkefni um rafrænt samfélag, samningaviðræður um ríkisvaldið um rannsóknamiðstöð í þorskeldi, miðstöð veiðarfærarannsókna og fleiri atriði sem eru verulega mikilvæg fyrir atvinnulíf bæjarfélagsins.

Ríkisstjórnin þarf að vinna náið með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á næstunni að því að koma í framkvæmd þeim atriðum sem skilgreind eru í byggðaáætlun og ekki síður í byggðaáætlun Vestfirðinga sjálfra. Um leið og ríkisvaldið leggur fjármagn til stórframkvæmda í öðrum landshlutum þarf sérstaklega að hafa í huga hvaða áhrif þær hafa á önnur landssvæði, í þessu tilfelli Vestfirði. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mun beita sér fyrir því að allra leiða til mótvægis við stórframkvæmdir annars staðar verði leitað á svæðinu.

Við atkvæðagreiðsluna um fjárhagsáætlunina gerði Magnús Reynir Guðmundsson (F) svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu:

„Ég samþykki fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2003, þrátt fyrir andstöðu mína við hækkun ýmissa gjaldskráa, svo sem húsaleigu og þjónustugjalda á Hlíf og ferðakostnað fatlaðra.“

<

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli