Frétt

Leiðari 50. tbl. 2002 | 11.12.2002 | 15:33Sínum gjöfum er hver líkastur

Handsal stjórnvalda við Landssamband aldraðra var sagt marka tímamót. Eftir að hafa búið við fjögurra ára tímabil tilskipana, þvert á loforð stjórnvalda um viðræður, var talsmönnum samtakanna loks vísað til sætis. Víst voru það tímamót. Afrakstur síðdegisboðsins í ráðherrabústaðnum er aftur á móti ekkert til að hrópa húrra yfir: Lítilræði, af því sem búið er að hafa af fólki síðastliðinn áratug, var skilað. Kannski ekki við öðru að búast. Skattamál ekki á dagskrá: Persónuafslátturinn, sem ætti að vera 14 þúsund krónum hærri en hann er, tvísköttun lífeyris. Morgunblaðsmynd Sigmunds af þessu tilefni segir allt sem segja þarf. Hækkun persónuafsláttar að kröfu Alþýðusambands Íslands er hænufet í rétta átt, sem vart verður minnst sem tímamótaviðburðar.

Orðaleikurinn um kaupmáttaraukningu í stað hækkun persónuafsláttar, sem komi hátekjufólki fyrst og fremst til góða, sæmir ekki stjórnmálamönnum, sem vilja láta taka sig alvarlega. Ef afslátturinn hefði haldið gildi sínu væru 100 þúsund króna laun skattfrjáls. Fólk með slíkar tekjur munar mikið um 14 þúsund á mánuði. Maðurinn með hálfa milljón, milljón eða þaðan af meira á mánuði, tæki hins vegar ekki eftir því þótt fjölgaði í buddunni hans um þessar fáu krónur, frekar en þótt fluga tyllti sér á hattinn hans. Spurningaþátturinn: Hvort fólk vilji ekki heldur hafa 200 þúsund á mánuði og borga skatta en 100 þúsund og borga enga skatta, dæmir sig sjálfur. Þeir sem þennan leik iðka vita manna best, að slík laun eru ekki í sjónmáli fyrir þann hóp fólks, sem um er að ræða. Það er mikið úrval af spurningaleikjum á markaðnum fyrir jólin svo menn, sem hafa gaman af slíku, ættu ekki að vera í vandræðum.

Bruðl

Vaxandi þáttur í rekstri hins opinbera eru kaup á svokallaðri ráðgjafaþjónustu af fyrirtækjum, sem sjálf ákveða umfang og þar með kostnað við ráðgjöfina. Á síðasta ári kostaði þetta ríkið litla þrjá milljarða og hafði aukist um hálfan milljarð á ári í þrjú ár. Svo ánetjað er „kerfið“ orðið þessari handleiðslu að Ríkissjónvarpið, sem alltaf er skítblankt, eyddi nær einni milljón í ráðgjöf um ráðningu í stöðu fréttastjóra. Einhvern tíma hefði ekki þótt mikið gefandi fyrir stjórnendur fyrirtækja, sem ekki treystu sér til að ráða fólk í vinnu!

Á sama tíma og fyrrum húsbændur okkar, Danir, draga saman seglin og loka sjö sendiráðum í sparnaðarskyni, byggjum við veislusal hjá þýskurum og dritum niður sendiráðum út um allar trissur. Hvað svona ráðslag heitir á máli stjórnmálamanna er erfitt að geta sér til um. Hitt er víst, að í flestra augum er þetta ekkert annað en bruðl og sýndarmennska á sama tíma og alls staðar vantar peninga í þarfari verkefni.
s.h.


bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli