Frétt

bb.is | 10.12.2002 | 09:05Ísafjarðarbær neðstur stærri sveitarfélaga í úttekt Vísbendingar

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Fram hefur komið í fréttum, að Ísafjarðarbær hefði lent í neðsta sæti af þrjátíu og tveimur sveitarfélögum í úttekt Vísbendingar, tímarits um efnahagsmál. Þar voru sveitarfélögum með yfir eitt þúsund íbúa gefnar einkunnir fyrir síðasta ár samkvæmt ákveðnum forsendum um „draumasveitarfélagið“ sem tímaritið gefur sér. Í efsta sæti varð Sveitarfélagið Ölfus með einkunnina 7,3 en Ísafjarðarbær fékk 2,2 í einkunn og hafði lækkað frá fyrra ári úr einkunninni 3,6 og 19. sæti. Næstu sveitarfélög í röðinni neðan frá urðu Bessastaðahreppur með einkunnina 2,5, Hveragerðisbær með 2,7 og síðan Snæfellsbær, Bolungarvík og Kópavogur sem hlutu einkunnina 3,0. Tekið skal fram, að forsendurnar fyrir þessari einkunnagjöf orka mjög tvímælis að mati a.m.k. sumra sveitarstjórnarmanna.
Í öðru til fimmta sæti ofan frá urðu Garðabær (5,8), Húnaþing vestra og Seltjarnarnes (5,7) og Reykjavíkurborg (5,4). Vesturbyggð lenti í 16. sæti með einkunnina 3,7.

Forsendur „draumasveitarfélagsins“ árið 2001 hjá Vísbendingu voru sex:

1. Skattheimtan þarf að vera sem lægst. Sveitarfélög með útsvarshlutfallið 11,24 fá 10 í einkunn en þau sem eru með 12,04 fá einkunnina núll. Skalinn er í réttu hlutfalli þar á milli.

2. Fjárfestingar þurfa að vera hæfilegar. Hæfilegt hlutfall er sett sem 22,75% af tekjum, sem gefur einkunnina 10. Eins prósents breyting frá þessu hlutfalli til eða frá veldur því, að einn heill er dreginn frá einkunn. Þau sveitarfélög sem eru með hærra hlutfall en 32,75 eða lægra hlutfall en 12,75 fá því núll í einkunn.

3. Þjónusta þarf að vera hagkvæm. Hagkvæmt þjónustuhlutfall miðast við að útgjöld til málaflokka (þjónustu) séu 77,25% af tekjum. Eins prósents frávik þýðir að einn er dreginn frá í einkunn, núllmörkin eru þá við 87,25 og 67,25.

4. Skuldir þurfa að vera sem lægstar. Ef sveitarfélag hefur engar skuldir fær það 10 í einkunn en fyrir hverjar 20.000 krónur í skuld pr. íbúa dregst einn heill frá. Sveitarfélög sem eru með meira en 200.000 í skuld á íbúa fá þar af leiðandi núll í einkunn.

5. Veltufjárhlutfall þarf að vera í kringum 1. Frávik sem nemur 0,2 frá veltufjárhlutfallinu 1 þýðir að einn heill dregst frá einkunninni.

6. Breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar. Allt að 2% breyting á fjölda íbúa gefur einkunnina 10 en hvert prósent frá þeim vikmörkum þýðir að einn heill er dreginn frá einkunninni.

Síðan segir í Vísbendingu um forsendurnar:

„Skattheimtan, skuldastaðan og breytingar á mannfjölda hafa tvöfalt meira vægi en hinir þrír liðirnir, sem eru mun háðari skammtímasveiflum í rekstri. Að gefnu tilefni skal einnig bent á, að þar sem um einkunnagjöf er að ræða, þá fá sveitarfélög núll fyrir þá þætti sem komnir eru út fyrir gefna kjörstöðu, þar af leiðandi getur verið varhugavert að bera saman innbyrðis stöðu sveitarfélaga á neðri hluta listans þar sem ekki er hægt að fá verri einkunn en núll þó að það væri oft viðeigandi.“

Í úttekt Vísbendingar segir m.a.:

„Undanfarin ár hefur Vísbending vegið og metið nokkra þætti í rekstri sveitarfélaga með fleiri en þúsund íbúa til þess að finna svokallað draumasveitarfélag...

Rétt er að hafa í huga, að tveir liðir gera það að verkum að nokkur munur getur verið á einkunn sveitarfélaga, annars vegar skuldir á íbúa og hins vegar skatttekjur eða útsvar. Ef sveitarfélag hefur engar skuldir fær það einkunnina 10 en einkunnin lækkar hlutfallslega þar til hún verður 0 ef skuldin nemur 200 þúsundum á hvern íbúa. Þar sem ekkert þessara sveitarfélaga er skuldlaust fær ekkert þeirra einkunnina 10 fyrir þennan lið en einungis sex sveitarfélög fá einkunn fyrir þennan lið þar sem önnur eru skuldsettari en sem nemur 200 þúsund krónum á hvern íbúa. Það kom til tals að hækka skuldamörkin en þegar betur er skoðað þá er ekkert eðlilegt við það að sveitarfélög safni upp svo miklum skuldum á góðæristímum eins og síðustu ár hafa verið og þess vegna ber að refsa fyrir slíkt. Einkunn fyrir útsvar sveitarfélaganna er vegin frá lægsta til hæsta útsvarsgildis. Það gerir það að verkum að Húnaþing vestra fær 10 í einkunn fyrir þennan lið en öll þau sveitarfélög sem nýttu sér útsvarsheimildina til fulls fá 0 í einkunn. Þar af leiðandi fengu einungis sex sveitarfélög einkunn fyrir þennan lið.

Eins og gengur og gerist þá falla nokkur sveitarfélög hratt niður listann, Akureyrarkaupstaður úr 3. sæti í 21. sæti og Akraneskaupstaður úr 7. sæti í 22. sæti. Akureyrarkaupstaður skuldar þó ekki nema 177 þúsund á íbúa en er bæði með mun hærra hlutfall málaflokka af tekjum og hlutfall fjárfestinga af tekjum en æskilegt þykir í draumasveitarfélaginu.

Ísafjarðarbæ hlotnast sá vafasami heiður að lenda í neðsta sætinu, fara úr 19. sæti niður í 32. sætið, sem e

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli