Frétt

| 04.02.2000 | 11:56Olís kaupir helminginn í Sandfelli

Höfuðstöðvar Sandfells hf. á Ísafirði
Höfuðstöðvar Sandfells hf. á Ísafirði
Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) hefur keypt helminginn í Sandfelli hf. á Ísafirði, sem einkum fæst við innflutning og sölu á veiðarfærum. Sandfell hefur frá upphafi fyrir 35 árum þjónustað fiskiskip með hvers konar búnað til veiða og hefur umboð fyrir mörg þekkt vörumerki á því sviði. Á síðasta ári jók Sandfell umsvifin með kaupum á veiðarfæradeild Marco hf. í Reykjavík. Höfuðstöðvar Sandfells eru á Ísafirði og verða það áfram en auk þess rekur fyrirtækið útibú í Reykjavík.
Á síðasta sumri keypti Olís allt hlutafé í Ellingsen ehf. í Reykjavík, en auk þess að reka verslun á Grandagarði annast Ellingsen umsvifamikla þjónustu við fiskiskipaflotann. Með kaupum Olís á helmingshlut í Sandfelli verður tekið upp náið samstarf milli markaðssviða Olís, Ellingsen og Sandfells um samræmda þjónustu við íslenskan sjávarútveg, einkum á sviði veiðarfæra og annarra þjónustvara fyrir fiskveiðar og fiskiðnað.

„Við höfðum áður markað þá stefnu að við ætluðum að auka þjónustuna við núverandi viðskiptavini okkar, en stærsti viðskiptavinahópur okkar í eldsneyti er sjávarútvegurinn", sagði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, í samtali við Bæjarins besta. „Fyrsta skrefið í þessa átt var að fyrir fjórum árum hófum við sölu á hreinsikerfum, hreinsiefnum og pappírsvörum fyrir fiskiðnaðinn og erum sennilega orðnir stærsti þjónustuaðilinn á því sviði í dag. Þessi kaup á helmingnum í Sandfelli eru áframhald á sömu braut og nú erum við farnir að sinna fiskveiðunum betur."

Einar lagði á það sérstaka áherslu, að Olís hefði engin áform um að draga saman í umsvifum Sandfells á Ísafirði.

„Ég vænti þess að þetta reynist farsælt bæði fyrirtækinu og starfsfólkinu", sagði Gísli Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri Sandfells hf. í samtali við blaðið. „Það er von mín, að með þessu náum við að treysta grundvöllinn að rekstrinum hér á Ísafirði, en þegar markaðurinn hér fer stórminnkandi með samdrætti í sjávarútvegi hér vestra verður erfiðara að standa einn. Með náinni samvinnu við Ellingsen aukast möguleikar okkar á að halda áfram öflugu starfi hér á Ísafirði."

bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli