Frétt

Stakkur 49. tbl. 2002 | 04.12.2002 | 11:50Séra Karl í valinn

Enn ein valhelgin er liðin. Stjórnmálaflokkarnir keppast eðli málsins samkvæmt við að velja á framboðslistana sem boðnir verða okkur kjósendum að vori komanda. Hinn pólitíski heimur landsbyggðarinnar er á hvörfum. Þingmönnum þeirrar rómuðu byggðar fækkar með breyttri kjördæmaskipan. Margir eru kallaðir en ekki allir valdir. Eins og að líkum lét féllu nokkrir í valinn um síðustu helgi.

Einkum var það Sjálfstæðisflokkurinn sem valdi og virðist nú hafa lokið uppstillingu í fimm kjördæmum en eiga Norðvesturkjördæmið eftir. Þar lauk Samfylkingin vali sínu og séra Karl V. Matthíasson, sem verið hefur alþingismaður okkar Vestfirðinga frá því Sighvatur Björgvinsson lét af þingmennsku, hlaut það hlutskipti að falla í valinn. Séra Karl hefur verið sóknarprestur á Suðureyri, Ísafirði og í Tálknafirði áður en hann flutti sig á Snæfellsnesið. En hann mun ekki hafa fæðst á Vestfjörðum eins og sá sjálfsagt ágæti bréfritari til Musso-verksmiðjanna, Gísli Einarsson á Akranesi, sem hafði betur. Gísli nýtur þeirrar náðar að hafa fæðst í Súðavík og fékk 46 atkvæði á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar á Hólmavík en séra Karl 5 færri eða 41 atkvæði. Skildi þar á milli feigs og ófeigs um líklega framhaldandi þingsetu.

Hið spaugilega við málið allt saman er að ekki verður betur séð en að í fyrsta og öðru sæti sitji fólk komið úr Alþýðubandalaginu, en Gísli mun runninn upp úr Alþýðuflokknum, gagnstætt séra Karli sem stutt mun hafa Alþýðubandalagið á árum áður. En nú er allt runnið saman í eitt og vonandi allir glaðir. Sigríður Ragnarsdóttir Ísfirðingur skipar fjórða sætið og telst það vel valið, úr því fór sem fór, að Vestfirðingum var ekki unnt þriðja sætisins. Verður ekki annað greint en séra Karl hafi tekið þessum lokum valsins af karlmennsku líkt og Páll Pétursson framsóknarráðherra þegar honum var hafnað í sínum flokki í kjördæminu okkar og greinir þar nokkuð á með þeim tveimur og Vilhjálmi Egilssyni, sem er ósáttur mjög. Svo sem fyrr segir er uppstillingu Sjálfstæðisflokksins ekki lokið í kjördæminu. En ekkert bendir til þess að hróflað verði við Vestfirðingunum og nöfnunum Einari Kristni og Oddi, sem náðu feiknagóðum árangri.

Af þessu má ráða að í heimi stjórnmálanna sé ekkert gefið og þar gangi enginn að hlut sínum vísum. Nægir þar að minna á hve naumt bilið var á milli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Vihjálms Egilssonar er hlaut fimmta sætið að því fyrsta frágengnu. Þau voru fá atkvæðin sem skildu ef tekið er tillit til þátttökunnar í prófkjörinu. En svona er einfaldlega heimur stjórnmálanna. Þótt menn hafi sömu stefnu og velji sér sama flokkinn til þess að koma henni fram, þá er val manna svo mikið að ekki komast allir að og þá falla þeir í valinn. En því miður er það ekki svo, að líkt og æsir forðum standi allir upp ósárir að loknum bardaga dagsins og sitji dýrlega veislu í miklum fagnaði til þess að búa sig undir orrustu næsta dags.

Tveir brottfluttir Vestfirðingar stóðu frammi fyrir vali um helgina í Suðurkjördæmi þegar Sjálfstæðisflokkurinn stillti þar upp. Árni Ragnar Árnason fékk þann hlut að leiða listann en Kristján Pálsson verður ekki á listanum. Þannig ganga stjórnmálin fyrir sig og Kristján dró ekki dul á það að hann væri mjög ósáttur, ólíkt þriðja Vestfirðingnum, sem hlaut ekki óskasæti á lista, Helgu Guðrúnu Jónasdóttur er ættir á að rekja til Hnífsdals, eins og Kristján fyrrum samlistamaður hennar. Hún tók niðurstöðunni af mikilli karlmennsku og lýsti því yfir að hennar biðu næg verkefni í stjórnmálum þótt ekki yrði það á Alþingi næsta kjörtímabilið.


bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli