Frétt

| 13.10.2000 | 10:20Meðlimir fá ýmis hlunnindi

Tilberi við strokk.
Tilberi við strokk.
Strandagaldur, sem er sjálfseignarstofnun sem stendur fyrir Galdrasýningu á Ströndum, hefur stofnað Tilberaklúbb fyrir velunnara sýningarinnar. Hugmyndin er sú að með því að ganga í klúbbinn styrki menn uppbyggingu sýningarinnar og tryggi sér um leið fjölbreyttan ávinning. Meðlimir klúbbsins geta þannig heimsótt sýninguna sér að kostnaðarlausu í heilt ár eins oft og þeir vilja, sem kemur sér t.d. vel fyrir þá heimamenn sem gjarnan vilja fylgja öllum ættingjum og vinum sem koma í heimsókn yfir sumarið á sýninguna. Einnig fá meðlimir afslátt í verslun sýningarinnar og á uppkomum sem Strandagaldur stendur fyrir.
Árgjaldið fyrir þátttöku í Tilberaklúbbnum er 2000 krónur fyrir einstakling og 2500 fyrir hjón. Félagaskírteini og gíróseðill er sendur heim. Til að skrá sig í klúbbinn má hringja í síma 451-3525 (Jón) eða í tölvupósti: galdrasyning@hotmail.com.

Með nafni klúbbsins er vísað á gamansaman hátt til þjóðtrúarinnar um tilbera sem er einn fárra galdra sem eingöngu konur fengust við. Þær komu sér þá upp tilbera með því að stela rifbeini úr dauðum manni og vefja það grárri sauðarull. Síðan lífguðu þær tilberann við með því að dreypa á hann messuvíni þrjá sunnudaga í röð. Kvikindið ólu galdrakvendin innanlæris þegar það stækkaði og notuðu til að sjúga ær og kýr (annarra manna) úti um hagann og færa þannig björg í bú. Þá kom tilberinn á búrgluggann og ældi því sem hann hafði stolið í strokk móður sinnar. Varð tilberasmjör af slíkri mjólk, en það springur í þúsund mola ef galdrastafurinn smjörhnútur er markaður á það. Einnig voru tilberar notaðir til að stela ull.

bb.is | 28.09.16 | 09:37 Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli