Frétt

Múrinn - Stefán Pálsson | 27.11.2002 | 08:19Múrinn

„Þegar Berlínarmúrinn fellur, þá getum við farið að tala um að herinn fari frá Keflavík“ – sagði ungur íhaldsmaður, Geir Haarde, á pólitískum fundi snemma árs 1989. Örfáum mánuðum síðar hafði múrnum illræmda verið breytt í minjagripi og Sjálfstæðismenn á Íslandi urðu að taka til í frasasafninu sínu. Í tæp þrjátíu ár fluttu hægrimenn vart þá ræðu þar sem ekki var vikið orðum að því hvers konar stjórnvöld héldu heilli þjóð lokaðri inni með járnbentri steinsteypu og vélbyssukjöftum?
Og vissulega voru rök þeirra sterk, þó að manni læddist sá grunur að meginástæða þess að amast væri við múrnum væri sú staðreynd að hann var reistur af kommúnistastjórn – á sama hátt og hægrimönnum á Vesturlöndum hefur alla tíð reynst létt að gráta þá saklausu borgara sem drepnir eru í nafni vinstrisinnaðra hugsjóna en blikka ekki auga vegna þeirra morða sem framin eru undir merkjum frelsis og markaðsbúskapar.

Árið 1989, þegar sjónvarpsstöðvar sýndu linnulítið myndir af af fólki dansandi á rústum Berlínarmúrsins, benti fátt til að hægrimennirnir sem hvað mest höfðu býsnast yfir Berlínarmúrnum þyrftu nokkru sinni að standast það próf að vera sjálfum sér samkvæmir – að vera á móti öllum múrum, ekki bara sumum. Fyrir þrettán árum virtist það nefnilega galin tilhugsun að ímynda sér að nokkurri ríkisstjórn kæmi til hugar að feta í fótspor austur-þýskra stjórnvalda.

Um þessar mundir eru Ísraelsmenn að reisa nýjan múr – tvöfalt lengri og þrefalt hærri en Berlínarmúrinn sálugi var. Nýja mannvirkið verður 360 kílómetra langt, átta metra hátt, meðfram því mun liggja tveggja metra djúpur skurður, rafmagnsgirðingabelti og með þrjúhundruð metra millibili verður varðturn með vopnuðum vörðum. Áætlað er að kostnaðurinn við gerð múrsins verði á bilinu 80-100 milljónir króna á hvern kílómetra.

Framkvæmdir þessar gegna margþættum pólitískum tilgangi og ekki þarf að skoða lengi kort af byggingaráætluninni til að sjá hvaða markmiðum þeim er ætlað að ná fram. Höfuðáhersla er lögð á að ná sem flestum ólöglegum „landnemabyggðum“ inn fyrir girðinguna, þrátt fyrir að með því skerðist verulega möguleikar Palestínumanna til að ferðast milli sinna svæða. Með byggingu múrsins sölsa Ísraelsmenn undir sig drjúgan hluta Vesturbakkans, þar á meðal mikilvæg landbúnaðarsvæði. Í öðrum tilvikum lokast Palestínumenn af innan múranna og verða þá innilokaðir í ríki þar sem þeir eru réttlausir og eiga enga möguleika á að sjá sér farborða.

Grímuleysi útþenslustefnunnar er þó augljósast í Jerúsalem. Þar kemur glögglega fram að sú ástæða Ísraelsmanna að múrinn sé reistur til að hindra för hryðjuverkamanna er yfirskin eitt. Það eru einvörðungu pólitísk sjónarmið sem ráða því hvar múrinn mun liggja í Jerúsalemborg. Ef Ísrael fær að reisa víggirðinguna án afskipta umheimsins, mun stjórninni takast að innlima meira en 7% Vesturbakkans, festa 39 ólöglegar landnemabyggðir í sessi og loka inni 290 þúsund Palestínumenn, þar af um 70 þúsund sem ekki hafa ísraelskan ríkisborgararétt og eru því án alls ferða- og atvinnufrelsis.

Athyglisvert verður að fylgjast með því hvort íslenskir hægrimenn, sem á sínum tíma létu sig Berlínarmúrinn svo miklu skipta, munu verja jafnmiklu púðri í að gagnrýna múr Ísralesstjórnar. Ef til vill telja þeir að ekki verði nægilega margir lokaðir inni með byggingu hans – að ekki taki því að amast við því að álíka fjöldi Palestínumanna og öll íslenska þjóðin telur verði sviptur frelsinu? Sú virðist í það minnsta vera afstaða hægrimannanna á vefritinu Deiglunni, sem treysta má á sem málsvara fasískra sjónarmiða í umræðunni um málefni Mið-Austurlanda. Þar hefur áformum Ísraelsmanna verið fagnað sem snjöllu útspili sem stuðla muni að friði.

sp

Vefritið Múrinn

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli