Frétt

Sturla Páll Sturluson | 25.11.2002 | 15:08Hugleiðing um Gísla og Kalla og baráttuna um brauðið!

Sturla Páll Sturluson.
Sturla Páll Sturluson.
Þótt undirritaður telji það ekki líklega leið til árangurs að skiptast á skoðunum um innanhúsmálefni flokka eða félaga í fjölmiðlum, þá leyfi ég mér samt að gera á því eina undantekningu hér að gefnu tilefni. Ágæta Samfylkingarfólk, þessa dagana erum við að leitast við að manna herskip Samfylkingarinnar til orustu við okkar erkióvin. Þar tel ég að ekki skipti öllu máli hver sé munstraður annar, þriðji eða fjórði stýrimaður, heldur hitt, að skipið sé vel mannað góðri og samhentri áhöfn sem er tilbúin að halda úr höfn og sigla til móts við hinn raunverulega óvin.
Við þurfum því á áhafnarmeðlimum að halda sem eru tilbúnir að fórna sínum eigin hagsmunum fyrir hag áhafnarinnar. Eingöngu með slíku hugarfari mun okkur takast að vinna sigur á okkar raunverulega óvini.

Ef einhverjir áhafnarmeðlimir um borð ætla sér að bregða sverði og höggva mann og annan til þess að tryggja sér ákveðna stöðu, þá er ljóst að við munum gefa á okkur höggstað sem okkar raunverulegi óvinur mun nýta sér til fulls. Þá er hætt við að fyrir okkur muni fara eins og Bandaríkjamönnum forðum í Pearl Harbour, þ.e. að búið verður að skjóta orustuskipið í kaf áður en það nær nokkurn tímann að létta landfestum og hefja hina eiginlegu orustu.

Ég ætla mér ekki að setjast í dómarasæti hér og kveða upp úr með það hvor sé meiri Vestfirðingur, sr. Karl Valgarður Matthíasson eða Gísli S. Einarsson, enda skiptir það engu máli í mínum huga. Ég veit að þar fara tveir mætir menn sem ég treysti fullkomlega til þess að berjast fyrir þeim hugsjónum, stefnum og málefnum sem Samfylkingin stendur fyrir, hvort heldur er í málefnum landsbyggðarinnar eða á öðrum vettvangi.

Ég verð hins vegar alltaf jafn hissa þegar ég heyri í þeim aðilum sem tala manna hæst um það, að nú sé eingöngu horft fram á veginn innan Samfylkingarinnar, þar sem búið sé að afmá öll landamæri gömlu flokkanna, og hanga eins og hundar á roði á þeirri skoðun að ekki megi hnika til um eina tommu frá gömlu kjördæmaskipaninni þegar kemur að uppstillingu á listann, kjördæmaskipan sem nú heyrir fortíðinni til.

Þessir aðilar virðast vera svo fastir í fortíðarhyggjunni, að þeir eru tilbúnir að kasta fyrir borð ágætum áhafnarmeðlimi sem staðið hefur með þeim ölduna í gegnum súrt og sætt í liðnum orustum. Þarna finnst mér vanta einhvern samhljóm. Ég held að fengsælast sé fyrir Samfylkinguna að öllum vopnfærum mönnum sé skapað rými um borð ef sigur á að nást.

Hvert ætli uppstillingarnefndin hafi verið að fara með hugmyndum sínum ? Getur verið að þar hafi verið um málamiðlunartillögu að ræða til þess að tryggja það að ekki þyrfti að kasta manni fyrir borð?

Til þess að svo hefði getað orðið, hefðu menn þurft að brjóta örlítinn odd af oflæti sínu, hvort heldur um var að ræða Jón eða séra Jón. Þar á gamla spakmælið vel við að „betra sé að bogna en brotna“.

Niðurstaðan hefði orðið þessi: Skipið orðið haffært, vel mannað og tilbúið til þeirrar orustu sem því er ætlað að heyja.

Við megum ekki stara svo stíft á einstök tré í útjaðri skógarins að við missum sjónar á skóginum. Óvininn er ekki að finna innan Samfylkingarinnar, heldur utan. Baráttan snýst ekki um meintan Vestfirðing eða Skagamann, heldur um að það að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Þeim árangri náum við ekki með því að karpa um ættir og uppruna einstakra frambjóðenda.

Samfylkingin stendur fyrir ákveðnar stefnur, hugsjónir og bjartari framtíðarsýn, en ekki fyrir einstaklinga og persónur. Við eigum að horfa til framtíðar og eigum að kjósa um markmið, stefnur og málefni, en ekki um gamlar hugsjónir eins og fyrirgreiðslupólitíkusa sem útdeila dúsu hér og dúsu þar. Hinn raunverulegi óvinur okkar er Sjálfstæðisflokkurinn með sína einkavinavæðingu og landeyðingarstefnu. Þangað eigum við að beina spjótum okkar, en ekki í bakið á okkar eigin meðreiðarsveinum.

Ef menn slíðra ekki sverðin um borð í eigin skipi verður það engum til góðs nema sjálfstæðispúkanum sem situr á fjósbitanum og fitnar. Má hann síst við því, blessaður karlinn, því hann á nú þegar við offituvandamál að stríða.

Að lokum þetta: Ágreiningur innan veggja heimilanna verður aldrei leystur í fjölmiðlum. Fjölskyldumeðlimir þurfa að setjast niður, ræða málin og komast síðan að rökrænni niðurstöðu. Verum ávallt minnug þessara orða, að „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulu þér og þeim gjöra“.

Með baráttukveðju,
Sturla Páll Sturluson.

Undirritaður er formaður Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ en ritar þessar hugleiðingar í eigin

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli