Frétt

| 06.10.2000 | 16:32„Ástin, tíminn og dauðinn“

Flytjendurnir: Richard Simms, Þorsteinn Gylfason, Sif Ragnhildardóttir og Michael Jón Clarke.
Flytjendurnir: Richard Simms, Þorsteinn Gylfason, Sif Ragnhildardóttir og Michael Jón Clarke.
„Ástin, tíminn og dauðinn“ er heiti á ljóðadagskrá í tali og tónum, sem efnt verður til á morgun í Hömrum á Ísafirði. Flytjendur eru Þorsteinn Gylfason heimspekingur, söngvararnir Sif Ragnhildardóttir og Michael Jón Clarke og píanóleikarinn Richard Simms. Flutt verða átján kvæði, sem fjalla um efnisflokkana þrjá – ástina, tímann og dauðann – og verða þau ýmist lesin eða sungin. Flest ljóðanna eru eftir útlend skáld en í þýðingu Þorsteins Gylfasonar, sem hefur umsjón með dagskránni. Flutningurinn hefst kl. 17 á morgun, laugardag.
Ljóðin eru frá ýmsum löndum og tímum en flest frá tuttugustu. öld, m.a. eftir Bertolt Brecht, Tove Ditlevsen og Önnu Akhmatovu. Einnig má finna á dagskránni forngrískt ástarkvæði og ástarljóð eftir Shakespeare og Ben Johnson. Lögin sem sungin verða eru m.a. eftir Johannes Brahms, Wilhelm Stenhammar, Hanns Eisler og Kurt Weill.

Ljóðadagskráin er helguð minningu hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Ragnars H. Ragnar. Allt frá árinu 1988 hafa verið haldnir á Ísafirði minningartónleikar á hverju hausti, fyrst helgaðir minningu Ragnars en síðan þeirra beggja. Nú er örlítið breytt til og flutt ljóðadagskrá í tali og tónum, en þau Ragnar og Sigríður voru miklir ljóða- og bókmenntaunnendur.

Ragnar heitinn stjórnaði Tónlistarskóla Ísafjarðar frá stofnun hans árið 1948 til ársins 1984 og naut til þess dyggrar aðstoðar Sigríðar, konu sinnar. Undir þeirra stjórn varð skólinn öflug stofnun, landsþekktur fyrir góða kennslu og kraftmikla stjórn við erfiðar aðstæður.

Þau hjón voru einnig mjög áberandi í bæjarlífinu á mörgum öðrum sviðum. Ragnar var m.a. organisti um árabil og stjórnaði Sunnukórnum og Karlakór Ísafjarðar um áratugaskeið. Sigríður kenndi við tónlistarskólann en var jafnframt einn ástsælasti kennari Grunnskólans, auk þess sem hún var mjög virk í félagslífi á ýmsum sviðum. Ragnar lést árið 1987 en Sigríður féll frá í mars 1993.

Minningartónleikarnir um Ragnar og Sigríði hafa ávallt notið ómetanlegs stuðnings einstaklinga og fyrirtækja og hafa margir af bestu listamönnum þjóðarinnar komið þar fram. Tónleikarnir hafa ævinlega verið afar fjölsóttir og hafa listunnendur þannig átt þess kost að heiðra minningu þessara merku hjóna.

Ljóðadagskráin á morgun verður flutt í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, og verður miðasala við innganginn. Miðaverð er kr. 1.500 en aðgangur er ókeypis fyrir skólanema 20 ára og yngri.

bb.is | 28.09.16 | 09:37 Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli