Frétt

Sælkeri vikunnar – Ásgerður Bergsdóttir | 20.11.2002 | 09:22Mozzarella pasta

Ásgerður Bergsdóttir.
Ásgerður Bergsdóttir.
Þegar Hildur Halldórsdóttir skoraði á mig sem Sælkera vikunnar fór ég alveg í hnút. Ekki vegna þess að ég hefði ekki uppskrift til að gefa frá mér heldur það að ég á svo mikið af uppskriftum. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að elda – og ég nýt þess virkilega að borða góðan mat. Því var úr vöndu að ráða en ég ákvað að gefa upp einn af uppáhalds hversdagsréttunum mínum, mozzarella pasta. Þetta er einstaklega ljúffengur en auðveldur réttur. Sósan þarf hins vegar að malla svolítið lengi (ef hægt er), svo mig langar að láta tvenns konar lystaukandi brauð fylgja með.
Efni:

góð extra virgin ólívuolía
2-3 dósir hakkaðir tómatar (fer eftir fjölda í mat) – langbest er að nota tómatana í bláu dósunum sem fást í Bónus, aðrar gerðir koma afar illa út (uppskriftin er ekki í boði Bónuss!)
salt
svartur pipar – nýmalaður
2-3 kúlur ferskur mozzarella ostur (fæst nú í öllum verslunum, ein kúla í hverri dós)
pasta (helst penne rigate eða pipette rigate)

Aðferð:

Sósan:
Hitið olíuna á pönnunni. Hellið tómötunum í pönnuna þegar olían er orðin heit. Saltið og piprið (óhætt að setja vel af salti því osturinn er bragðlítill og ekki mjög saltur). Látið malla eins lengi og þið hafið tíma til, helst í um klukkustund.

Osturinn:
Hellið vökvanum af ostinum (látið renna vel af honum). Skerið hann svo í smáa teninga

Pastað:
Sjóðið eftir leiðbeiningum (þegar sósan er búin að malla í u.þ.b. 50 mínútur setjið þið pastað út í sjóðandi vatn með olíu og salti)

Þegar pastað er soðið er vatninu hellt af því. Helmingnum af pastanu er hellt í skál, þar ofan á helmingnum af sósunni og síðan öðrum ostinum (eða u.þ.b. helmingnum af ostateningunum). Þessu er hrært saman. Þá fer seinni hlutinn í skálina á sama hátt, allt hrært vel saman og látið bíða stutta stund. Mmmmmmmm! Verði ykkur að góðu!

Meðan sósan mallar er gott að narta í brauð (og jafnvel fá sér ískalt hvítvín eða gott rauðvín með). Þessi brauð má auðvitað hafa með mat (næstum hvaða mat sem er) ef fólk vill:

Hvítlauksbrauð:

Hvítar samlokubrauðsneiðar eru ristaðar í brauðrist og látnar standa stutta stund. Þá er sárinu á hvítlauksrifi nuddað á sneiðina alla. Að lokum er mjög fínni og góðri extra virgin ólífuolíu skvett yfir brauðið. Skerið í þríhyrninga og njótið!

Mozzarellabrauð:

Mjög fínni og góðri extra virgin ólífuolíu er skvett á hvítar samlokubrauðsneiðar og þær saltaðar. Þá er vel þroskaður tómatur skorinn í sneiðar og sneiðarnar lagðar á brauðið. Síðan er ferskri basilíku dreift yfir. Mozzarellaosturinn (látið vökvann renna vel af honum) er skorinn í þunnar sneiðar og hann lagður efst. Setjið brauðsneiðarnar í heitan ofn í stutta stund, eða þar til osturinn er bráðinn, eða setjið undir grillið í enn styttri stund. Látið standa í nokkrar mínútur eftir að það kemur úr ofninum áður en það er skorið í þríhyrninga, njótið og ... hámið!

Ég vil nú ekki endilega halda Sælkerum vikunnar innan Menntaskólans á Ísafirði, en mig langar samt að skora á Ingibjörgu Ingadóttur, enskukennara í Menntaskólanum, í þeirri von að hún komi með einn grískan og góðan!

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli