Frétt

Kreml - Óli Jón Jónsson | 19.11.2002 | 08:16Um hvað eiga stjórnmálin að snúast?

Þannig spurði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í dálítið mæðulegum tón eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp þann dóm hér um árið að ekki mætti skerða tekjutryggingu örorkubóta „á þann hátt“ sem gert var. Öryrkjar eru náttúrulega ekki ofsælir af kjörum sínum og í raun er staða þeirra ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum til háborinnar skammar. En allt um það, spurning ráðherrans hefur víðari skírskotun. Satt að segja er ekki að undra þótt hann hafi virst ráðvilltur þegar hann bar hana upp.
Á síðustu tveimur áratugum hafa völd stjórnmálamanna á Íslandi almennt farið minnkandi. Bæði hefur verið markvisst unnið að því að draga úr þeim, einkum á síðustu árum, og einnig hafa þau dvínað vegna margvíslegra breytinga í samfélaginu; tækniframfara og aukinnar sérhæfingar á öllum sviðum. Þessar breytingar hafa þýtt að sérfræðingar hafa víða leyst stjórnmálamenn af hólmi við ákvarðanir um landsins gagn og nauðsynjar.

Eitt tiltölulega nýlegt dæmi um þetta eru lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og framkvæmd þeirra. Lögin kveða á um að allar fyrirhugaðar stórframkvæmdir í landinu skuli meta með tilliti til hugsanlegra áhrifa þeirra á „umhverfið“. Eftir að mat hefur farið fram ákveður svonefndur skipulagsstjóri hvort framkvæmdir fái grænt ljós eða ekki. Undir eðlilegum kringumstæðum er það sem sagt sérfræðingurinn sem hefur valdið. Hins vegar er hægt að kæra úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra. Það er því, þegar allt kemur til alls, gert ráð fyrir því að stjórnmálamaður hafi síðasta orðið í málum af þessu tagi.

Í byrjun þessa árs tók Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, þá ákvörðun að víkja sér undan því að úrskurða í svokölluðu Þjórsárveramáli. Ástæðan var sú að miðað við ákveðna túlkun stjórnsýslulaga taldist hún vanhæf til að fjalla um málið því hún hafði einhvern tímann tjáð sig um það opinberlega. Hún gat því ekki verið „óhlutdrægur úrskurðaraðili“ í málinu, eins og einhver orðaði það svo snilldarlega. Ýmsir undruðust þessa ákvörðun ráðherrans. Miðað við þau orð sem hún hafði áður látið falla mátti nefnilega gera ráð fyrir að hún myndi leggjast gegn framkvæmdinni. Talað var um að það væri greinilegt að ráðherrann kysi að segja sig frá úrskurðinum vegna þess að hún þyrði ekki að standa föst á skoðun sinni gegn öllum stóru strákunum sem vildu virkja.

Hver svo sem hin raunverulega ástæða að baki ákvörðun ráðherrans var, þá eru rökin sem notuð voru til að réttlæta hana algerlega út í hött. Með því að skýla sér bak við lagatúlkun af þessu tagi er í raun verið að gefa í skyn að umhverfismál geti verið hafin yfir gildismat og pólitík, að hægt sé að leggja „hlutlægt“ mat á það hvort umhverfisáhrif séu „umtalsverð og óafturkræf“ (eða hvað það nú allt heitir). Þetta er auðvitað fráleitt. Niðurstöður vísindalegra rannsókna á umhverfisáhrifum geta aldrei svarað spurningunni um hvort leyfa skuli framkvæmdir eða ekki. Það er ekki til neitt sem heitir „óhlutdrægur úrskurðaraðili“ í Þjórsárveramálinu. Á endanum er ákvörðun ávallt háð pólitísku og siðferðilegu mati.

Rök umhverfisráðherra í Þjórsárveramálinu eru aðeins eitt dæmi af mörgum um ákveðinn hugsunarhátt sem grefur undan eðlilegu hlutverki stjórnmálanna í samfélaginu. Því er haldið að fólki að taka eigi „faglegar“ ákvarðanir en ekki pólitískar. Sérfræðingarnir eigi að ráða en ekki stórnmálamenn. Aukin áhrif dómstóla í stjórnmálum á Vesturlöndum, sem ég hef áður fjallað um í pistli hér á Kreml, eru annað dæmi um hvernig þessi hugsunarháttur birtist. Pólitískum úrlausnarefnum er breytt í lögfræði. Þegar við bætist stöðug viðleitni róttækra frjálshyggjumanna til að draga úr hlutverki ríkisvaldsins og fela „markaðnum“ að sjá um verkefni samfélagsins, er ekki að undra þótt menn spyrji eins og utanríkisráðherrann - um hvað eiga stjórnmálin að snúast? (svar í næstu pistlum)

Óli Jón Jónsson

Vefritið Kreml

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli