Frétt

Stakkur 40. tbl. 2000 | 04.10.2000 | 17:20Menntaskólinn, mannauðurinn og auðlindagjaldið!

Menntaskólinn á Ísafirði varð þrjátíu ára gamall í gær, 3. október. Haldin var samkoma í Íþróttahúsinu á Torfnesi við hlið Menntaskólans á Ísafirði. Tókst hún mjög vel en nemendur fyrr og nú báru hitann og þungann af veglegri dagskrá. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sýndi skólanum þá virðingu að sækja hann heim. Ávarpaði hann samkomugesti og fór lofsamlegum orðum um kosti skólans og stöðu hans í samfélaginu. Skólameistari Björn Teitsson rakti ágrip af sögu MÍ, sem í nærri átta ár bar nafnið Framhaldsskóli Vestfjarða Ísafirði, en sú verður að vera staða hans. Afhjúpað var nýtt merki skólans. Hefur Högna Sigurþórssyni hönnuði tekist vel til.

Vel heppnuð afmælishátíðin leiðir hugann að þeirri auðlind sem fólgin er í íbúum Vestfjarða. Danir hafa komist langt í alþjóðaviðskiptum á hugvitinu fyrst og fremst. Sú auðlind sem Vestfirðingar hafa lengst af byggt efnahag sinn á, fiskurinn í sjónum, hefur verið skömmtuð með ýmsum hætti um áratuga skeið. Fyrst með takmörkun sóknardaga, þá með takmörkun afla. Einstökum skipum var markaður kvóti, hámark þess afla sem koma má með að landi. Gekk svo langt, að ákveðið var í kílóum magn einstakra tegunda. Um þessa leið hafa verið harðar deilur og Vestfirðingar gagnrýnt kvótakerfið harkalega. Fundin er nú þriðja leiðin. Taka skal gjald af auðlindinni. Mikil skýrsla hefur verið lögð fram.

Því hefur verið haldið hér fram að kvótinn einn beri ekki sökina á því hvernig komið sé fyrir byggð á Vestfjörðum. Vissulega hafa allar ytri aðstæður áhrif. Einn áhrifamesti drifkrafturinn í mannlegri náttúru er vald peninganna. Margir sem lengi höfðu gert út sáu sér leik á borði að losa gríðarlegt fé, sem skapaðist með tilkomu kvótakerfisins. Ekki er örgrannt um að hluti þess liggi í erlendum bönkum og fyrirtækjum. Enn hefur ekki tekist að koma auga á að þeir, sem kvótinn gerði ríka á Vestfjörðum, hafi fjárfest í heimabyggð. Þar kemur margt til. Án þess að lagt sé mat á tillögur auðlindanefndarinnar má velta fyrir sér, með hvaða hætti hún ætlar þeim sem græddu á tímabundnu kvótakerfi að greiða fyrir notkun auðlindarinnar. Hér er að sjálfsögðu átt við fiskinn í sjónum.

Því má aldrei gleyma að nýting auðlinda náttúrunnar ræðst af hugmyndum þeirra manna sem eru uppi á hverjum tíma og ófullkomnum hugsjónum þeirra um hvað sé réttlátt eða ranglátt. Enn er minnt á mátt peninganna, sem stundum taka með öllu stjórnina á gerðum fólks. Kjarni málsins er sá, að mannauðurinn er vanmetinn. Öll kerfi eru verk ófullkominna manna, sem gjarnan sjá skammt fram á veginn. Þeir eru börn síns tíma. Ef til vill hafa stjórnmálamenn séð nýtt ljós einu sinn enn í tillögum auðlindanefndarinnar. Á að bæta þeim sem goldið hafa núverandi kerfis? Er það kannski skattur á mannauðinn, sem goldinn hefur verið með ýmissi röskun og greiðist ekki til baka? Góður Menntaskóli er Vestfirðingum ómetanleg auðlind.


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli