Frétt

Vefþjóðviljinn | 18.11.2002 | 08:30Um nafnorðasjúka menn og stofnanamáluga

Tómas Ingi Olrich menntamálráðherra.
Tómas Ingi Olrich menntamálráðherra.
Talað var við Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni og sagði hann eitt og annað um það sem skólar landsins væru skyldugir að gera fyrir nemendur „sem greinast með sértæka lesröskun“. Sjálfsagt er mikilvægt að sinna þeim nemendum vel og að minnsta kosti ekki verr en ráðamönnum sem greinast með stofnanamállýsku. Reyndar er stofnanamál víða talað og er þjóðtunga fleiri en ráðamanna. Þá smitast nafnorðasýki hratt og virðast fréttamenn sérstaklega veikir fyrir henni. Nafnorðasýki lýsir sér til dæmis í því að sjúklingurinn hættir með öllu að kanna mál en verður þess í stað fús til að gera könnun ef hann lætur þá ekki bara fara fram athugun. Já og sjúklingurinn er fyrir löngu hættur að vera maður. Hann er aðili.
Hægt væri að þylja slík dæmi allan daginn. En þó nafnorðasýkin geti lagst þungt á menn þá drepur hún engan og óþarft að hræðast hana svo mjög að menn taki að forðast nafnorð eins og pestina og tala í tómum sagnorðum. Enda gerir það ekki nokkur maður og enginn er til sem ekki væri hægt að sanna nokkra nafnorðasýki á, ef nokkur nennti. Þess er hins vegar að geta, að það eru ekki einungis nafnorðasjúkir menn eða stofnanamálugir sem tala þessa heldur leiðu tungu, stofnanamállýskuna. Sumir bregða fyrir sig stofnanamáli gagngert til þess að rugla áheyrandann í ríminu eða til þess að hræða hann frá gagnrýni. Með nýuppfundnum orðum sem hafa á sér fræðilegan blæ má telja saklausum áheyranda trú um að mælt sé af djúpri þekkingu sem studd sé við nýjustu uppgötvanir og erlenda strauma, sem enginn vill synda gegn. Þannig tekst klókum mönnum stundum að þyrla upp því ryki sem nægir til að aðrir sjá ekki hversu málstaðurinn er hæpinn og kenningarnar fráleitar.

En það er ekki einungis af klókindum sem sumir skipta úr íslensku í stofnanamál. Stundum er það bara gamla góða hugsanaletin sem hefur orðið ofaná. Nú og sumir eru bara fullsáttir við jafnvel mikla nafnorðasýki og þykir hún hreint enginn sjúkdómur. Slíkir menn hafa sennilega máltilfinningu sína alla úr íslenskum fjölmiðlum. Ef stofnanamál er vont mál þá er í fjölmiðlum talað verst mál á Íslandi og gjarnan því verra sem fjölmiðlamennirnir vanda sig meira. En ef menn eiga ekki að leita í fjölmiðlana eftir einföldu en skýru málfari sem breyta má eftir - eða hafa til eftirbreytni - , hvert eiga þeir þá að snúa sér? Eureka! Til menntamanna, það er að segja, til „aðila háskólasamfélagsins“. Þar er hugsað skýrast á Íslandi, þar flóa lindir skynseminnar tærast.

Og af því í dag er fagnað sérstökum degi íslenskrar tungu, þá þykir Vefþjóðviljanum vel við hæfi að tilfæra dæmi um hversu vel íslenskir menntamenn geta farið með tunguna þegar þeim tekst upp. Fyrst skal þá líta í plagg nokkurt sem Félagsvísindadeild Háskóla Íslands gaf eitt sinn út og var ætlað að kynna námskeið fyrir verðandi kennara. Stóð þar meðal annars og verður vart skýrar talað:

„Meginmarkmið námskeiðsins er að fá verðandi kennara til að átta sig á því flókna áhrifasamhengi sem reynt er að gera sýnilegt sem almennt ráðstafanlegu með því að koma reglu á og tjá skipulega þau samhangandi þýðingarfullu atriði sem hugtakið „menntapólitík“ felur í sér.

Það samhengi hlutanna sem hér er lagt til grundvallar má nefna „áhrifasamhengi mannfélagslegrar uppeldisviðleitni“, sem er hugsað sem það tímabundna og lifandi fyrirkomulag áhrifa, sem virðast ráðstafa eða beina þróun einstaklinga inn á ákveðna braut „mannfélagsmyndunar“, þegar þeir læra sögulega afstætt að gera sér grein fyrir og ná tökum á þýðingarfullum atriðum lífsbjargar-fyllingar „fullvalda mannfélagsaðila“.

Almennt beinist athygli okkar að „viðleitni mannfélags til að setja og marka uppeldisviðleitni sinni sérstakt keppimark“. Í huga margra er „skóli“ árangur slíkrar sameinaðrar viðleitni. Öðrum er ljóst að „skólaformið“ og „skólavæðingin“ er engan veginn afrakstur „beinnar“ sameiningar um „mannfélagslegt uppeldisfyrirkomulag“, heldur er nær sanni að segja, að það mótist „að ofan“ sem mótsagnakennd málamiðlun undir forræði „ríkis“ sem tímabundins handhafa pólitískrar samhæfingarviðleitni í nokkuð sundurleitu „mannfélagi“.

Efni námskeiðsins má því skilja sem tilraun til að koma svolítilli reglu á mótsagnakennda framvindu hins „mannfélagslega uppeldisfyrirkomulags“, sem geri verðandi kennurum kleift að átta sig örlítið á „ástandi mála“ sem eins konar árangri af mótsagna- og tilviljanakenndum viðbrögðum við tímabundinni áskorun um að ná vísvituðum tökum „almennrar ráðstöfunar“ á þýðingarfullum atriðum „mannfélagslegrar uppeldisviðleitni“.“

Já það koma stundum góð plögg úr Háskóla Íslands

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli