Frétt

DV - Sigmundur Ernir | 14.11.2002 | 08:07Lítil endurnýjun

Þátttakendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og á Suðurlandi tóku enga áhættu. Þingmenn flokksins voru í öllum tilvikum nema einu verðlaunaðir fyrir fyrri störf sín og munu áfram verða á launaskrá Alþingis. Vel má vera að túlka megi þessi úrslit um helgina sem ánægju með starfið innan þingflokksins en þá ber jafnframt að hafa í huga að þátttaka í kjörinu var ekki mikil og að nokkrir þingmenn í efstu sætum fengu ekki sannfærandi kosningu.
Á fjórða þúsund manns tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, miklu færri en greiddu atkvæði í tilþrifamiklu prófkjöri sjálfstæðismanna í nýju Norðvesturkjördæmi þar sem er að finna fimm sinnum færri íbúa en í höfuðborginni. Enda þótt Samfylkingin sé ung hreyfing byggist hún á traustum grunni gamalgróinna flokka og ætti að hreyfa við fleira fólki þegar framvarðarsveit flokksins er valin. Samfylkinguna vantar sterkara bakland en kom í ljós í prófkjörinu um helgina.

Þá sannaðist það enn og aftur um helgina að prófkjör henta fremur þeim sem fyrir eru á þingi en þeim hinum sem horfa þangað vonaraugum. Í prófkjöri Samfylkingarinnar náðu þeir einir umtalsverðum árangri sem hafa verið í aðal- og varaliði þingflokksins. Nokkur endurnýjun í röðum efstu manna í þeim þremur kjördæmum sem hér um ræðir hefði verið flokknum til góða. Endurnýjunin varð hins vegar lítil sem engin í öruggu sætunum. Það er umhugsunarefni fyrir ungan og lifandi flokk.

Hér er við hæfi að minna á orð Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, í DV fyrir nærfellt tveimur mánuðum og rifjuð voru upp í fréttum blaðsins í gær: „Við þurfum að vera með mjög öfluga sveit. Mér er engin launung á því: ég er í sögulegum leiðangri að koma þessum flokki á fullorðinsár og það kostar meðal annars það að við þurfum að sýna endurnýjun í þingflokknum og það mun verða erfitt fyrir okkur. En það er nauðsynlegt og það verður gert.“

Gömul gildi róttækrar jafnaðarstefnu báru sigur úr býtum í prófkjörinu. Jóhanna Sigurðardóttir og beinskeyttur málflutningur hennar á mestan hljómgrunn innan flokksins nú um stundir. Sigur Jóhönnu sætir mestum tíðindum og er verðskuldaður. Árangur þessa úthaldsgóða og eldheita stjórnmálamanns er til vitnis um að gamlar aðferðir í pólitík duga best; að vera fylginn sér og hamra á málefnum sínum hvar sem færi gefst, jafnvel bara á götuhornum í hita leiksins.

Ný Sturlunga

Það fór eins og við var að búast í hinu pólitíska vestri. Prófkjör sjálfstæðismanna í nýju og ógnarstóru Norðvesturkjördæmi endaði með ósköpum og sér ekki fyrir endann á eftirmálum þess. Ný Sturlunga var skráð um helgina með pólitískum væringum og vígaferlum. Sturla Böðvarsson lagði pólitískt líf sitt að veði og uppskar efsta sætið með tilþrifum. Fast á hæla hans komu tveir vestfirskir galdramenn sem er til vitnis um verulegan styrk Vestfirðinga í ati þessu innan flokksins.

Austan Húnaflóa eru menn í sárum. Vilhjálmur Egilsson sleikir þau stærst. Hann vænir Sturlu um að hafa farið um héruð og safnað atkvæðum með ólögmætum hætti. Hinn særði þingmaður ber félaga sína þungum sökum og kveðst engan áhuga hafa á að berjast með þeim í næstu orrustu. Sturla svarar fáu. Og minnir aðeins á að úrslitin séu augljós. Þessi nýja Sturlunga er stílþrungin og stór í kenndum. Það er flokknum mikilvægt að hún verði stutt og gleymist fljótt.

Sigmundur Ernir

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli