Frétt

| 04.01.2000 | 19:16Heildarskuldir félagsins um 6,2 milljarðar króna

Á stjórnarfundi Básafells hf. sem haldinn var þriðjudaginn 28. desember, fyrir aðalfund félagsins, var samþykkt að fresta ákvörðun um tillögu stjórnar þess efnis að hlutabréf félagsins verði tekin af Verðbréfaþingi Íslands. Tillagan var því aðeins lögð fram til kynningar á aðalfundinum sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík, en jafnframt greint frá því að hún yrði lögð fram til afgreiðslu á næsta hluthafafundi sem gert er ráð fyrir að verð
Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap samstæðunnar 954 milljónum króna á rekstrarárinu 1. september 1998 til 31. ágúst 1999. Sigurbjörn Magnússon stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar og gat þess að tap af reglulegri starfsemi hefði verið 674 milljónir króna en sambærileg tala fyrra rekstrarárs hefði verið 279 milljónir. Léleg framlegð félagsins, einkum í rækjuvinnslu og rækjuútgerð, skýrði tapið, en frá september 1998 til janúar 1999 hefði verið hrun í rækjuveiðum og hefði annarri rækjuverksmiðju félagsins verið lokað um liðin áramót. Samhliða taprekstri hefði félagið lagt út í miklar fjárfestingar, sem ekki hefðu skilað tekjuauka.
Sigurbjörn greindi einnig frá þeim breytingum sem hefðu átt sér stað á rekstrarárinu og gat þess m.a. að fyrir rúmu ári hefði verið samþykkt að breyta togaranum Skutli ÍS og hefði áætlaður kostnaður verið 160 milljónir króna. Í janúar í ár hefði hins vegar verið upplýst að fjármögnun væri í biðstöðu vegna ákvæðis í samningi um að óska hefði átt samþykkis Kistu ehf., áður en farið yrði í breytingar á skipinu. Síðar hefði komið í ljós að Kista ehf. sem er eigandi skipsins en Básafell byggir eignarrétt sinn á fjármögnunarleigusamningi, neitaði að samþykkja viðbótarfjármögnun vegna breytinganna og því hefði félagið þurft að fjármagna breytingarnar út úr rekstrinum og á mjög dýrum skammtímalánum. Breytingarnar hefðu kostað 328 milljónir króna og hefðu þær verið um 60% af heildarfjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum.
Í máli stjórnarformannsins kom einnig fram að Básafell hefði ásamt Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. og Þormóði ramma - Sæbergi hf. stofnað hlutafélagið Miðfell hf. í október síðastliðnum og ætti 40% hlut eins og Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. Síðan hefði Básafell selt Miðfelli rækjuverksmiðju og pökkunarstöð félagsins að Sindragötu 1, ásamt fasteigninni að Sindragötu 1, vélum og tækjum, frystigeymslu að Sindragötu 11 og aflaheimildir. Í byrjun desember hefði Básafell ásamt Hjálmi ehf., og fleiri aðilum á Flateyri stofnað Fiskvinnsluna Kamb ehf., og ætti Básafell 60% hlut í því fyrirtæki. Í framhaldi af því hefði nýja félagið keypt allar fasteignir og tæki Básafells á Flateyri og tekið yfir allan rekstur Básafells á staðnum. Stofnað hefði verið fyrirtækið Fiskvinnslan Íslandssaga hf. á Suðureyri og á Básafell 50% á móti heimamönnum. Básafell lagði nýja félaginu til vélbátinn Hrönn ásamt aflaheimildum og fiskvinnsluhús á Suðureyri ásamt vélum og tækjum en Íslandssaga yfirtók rekstur Básafells á staðnum.
Sigurbjörn sagði einnig að fyrirhugað væri að Básafell minnkaði hlutdeild sína í framangreindum fyrirtækjum og að þau yrðu að meirihluta til í eigu heimamanna. Skömmu fyrir jól hefðu hafist viðræður við Ísafjarðarbæ, Lífeyrissjóð Vestfirðinga og fleiri hluthafa í Básafelli um kaup á Skutli ásamt verulegum aflaheimildum. Þær viðræður hefði enn ekki borið árangur en stefnt væri að því að fá niðurstöðu í málið í byrjun þessa árs.
Í máli Guðmundar Kristjánssonar framkvæmastjóra Básafells, sem á 36,8% hlut í fyrirtækinu, kom m.a. fram að alltaf hefði verið tap á reglulegri starfsemi félagsins og að heildarskuldir þess væru nú um 6,2 milljarðar króna en nettóskuldir tæplega 4,2 milljarðar.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli