Frétt

kreml.is - Hreinn Hreinsson | 10.11.2002 | 12:30Meira lýðræði óskast

Margt hefur verið rabbað og rausað um ágæti prófkjöra – stundum með ó fyrir framan. Mér finnst ómögulegt annað en að blanda mér aðeins í þá umræðu þar eð ég er þeirrar skoðunar að prófkjör geti haft verulega kosti en eru um leið erfiða leiðin að markinu um að stilla upp góðum framboðslistum. En kannski er umræðan um prófkjör bara á tómum villigötum. Þegar rætt er um það hvernig stjórnmálaflokkar stilla sínum framboðslistum upp snertir það mjög hina almennu umræðu um lýðræði og vald. Það er jú ansi mikið vald sem felst í því að setja saman framboðslista sem almenningur kýs síðan um í almennum kosningum.
Eftir að framboðslistar eru fram komnir þrengist mjög það vald sem eftir er hjá almenningi því skv. íslenska kosningakerfinu er nær ómögulegt að breyta röð frambjóðenda í kosningunum sjálfum. Þannig er kjósendum gert að velja einfaldlega milli fyrirfram ákveðinna nafnalista sem innihalda fólk sem flokkar sig í flokka eftir einhvers konar málefnalínum – sem þó eru alls ekki alltaf skýrar – sérstaklega ekki í aðdraganda kosninga. Í þessu ljósi er það alveg á hreinu að ábyrgð stjórnmálaflokka við uppröðun á sína lista er mjög mikil. Þessi ábyrgð er það mikil að það þarf að rökstyðja það afar vel ef flokkar kjósa að leyfa ekki almennum flokksmannni að taka þátt í að velja.

Almennt er ég lýðræðissinni, því meira og beinna aðgengi sem fólk hefur að alls kyns ákvörðunum – því betra. Lýðræði felur í sér að fólk eigi með beinum hætti að geta haft áhrif á sitt samfélag. Um leið og ég segi þetta geri ég mér vel grein fyrir því að lýðræði er oft erfiða leiðin að ákvörðunum, það getur oft vissulega verið einfaldara, þægilegra og ódýrara að ákveða allt í smáum valdaklíkum. Lýðræði er hins vegar markmið í sjálfu sér og ber að auka og þróa í takt við nýja tíma og nýja tækni þó gildi lýðræðis breytist svosem aldrei í eðli sínu þ.e. að lýðurinn ráði. Alls konar leiðir hafa verið farnar til þess að útfæra það hvernig valið er á lista og hægt væri að telja upp kosti og galla þeirra hér, það ætla ég þó að láta ógert. Mér finnst nokkuð ljóst að hin eina rétta aðferð hefur enn ekki verið þróuð og læt næga að benda á að menn eru alltaf að prófa sig áfram því til rökstuðnings. Eins getur auðvitað verið að aðferðir henti misjafnlega tíðarandanum á hverjum tíma sem stjórnmálaflokkum ber vissulega skylda til að hlusta eftir. Svo er aftur spurning hvort kosningakerfið hér á landi sé einfaldlega ekki nógu gott að því leyti að þar er eingöngu kosið á milli flokka en ekki manna. Fólk vill gjarnan kjósa fólk og þess vegna er það sorglegt að fólk skuli vera neytt til að kjósa eingöngu milli lista í kosningum. Eðlilegt er því að varpa fram þeirri spurningu hvort prófkjör séu ekki leið flokka til að bæta upp þessa ágalla kerfisins – og í framhaldi af því hvort ekki sé rétt að afleggja prófkjör fyrir kosningar og halda þau í kosningunum sjálfum. Mikið beinna verður lýðræðið ekki þar sem þá ákveður hver einasti kjósandi að velja ákveðinn stjórnmálaflokk auk þess að raða fólkinu sem þar er upp eins og hverjum og einum sýnist. Þetta yrði vissulega aðeins flóknara en hvað meina menn með beinu lýðræði ef þeir leggjast gegn þessu?

Mín niðurstaða er sú að vald stjórnmálaflokka á kostnað almennings sé of mikið. Það er vissulega til bóta að leyfa almennum flokksmönnum að fá að velja á lista viðkomandi flokka – en það er eiginlega um leið alger lágmarkskrafa því það eru ekki nema 15 – 20% landsmanna í stjórnmálaflokkum sem þýðir að heil 80% kjósenda hafa ekkert með það að segja hvaða einstaklingar eru á þeim framboðslistum sem boðnir eru fram. Rökin um að þetta tryggi að þeir sem mestan áhuga hafi geti haft sitt að segja eru ekki nógu góð því þetta skerðir einfaldlega lýðræðislegan rétt of margra. Að mínu mati eru prófkjör að mörgu leyti virðingarvert framtak og nokkuð metnaðarfull leið til að efla lýðræði. Eftir stendur þrátt fyrir það sú staðreynd að stór hluti kjósenda tekur ekki þátt í þeim og hefur afskaplega fáa kosti að velja um í kosningum. Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gert sitt til að opna leið fólks að valdinu en eftir stendur að kosningakerfið sjálft er stóra vandamálið. Til þess að hver einasti kjósandi eigi þess kost að velja hverjir það eru sem hann vill að tali fyrir málefnum þess stjórnmálaflokks sem valinn er þarf að opna þann möguleika að kjósendur velji milli fólks en ekki bara framboðslista. Þannig verður lýðræði fólks beinna og meira og hið mikla vald sem felst í að stilla upp listum færist frá stjórnmálaflokkum yfir til kjósenda. Ef menn vilja lýðræði í alvöru þá hefur þessi leið marga kosti.

Hreinn Hreinsson

Vefritið Kre

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli