Frétt

| 30.09.2000 | 16:15Magnúsarvellir? Vatnsnesgresja?

Magnús Ólafs Hansson ávarpar viðstadda. Á myndinni sér yfir íþróttasvæðið og til Bolungarvíkurbæjar.
Magnús Ólafs Hansson ávarpar viðstadda. Á myndinni sér yfir íþróttasvæðið og til Bolungarvíkurbæjar.
Veðrið lék við Bolvíkinga í dag þegar hið nýja íþrótta- og æfingasvæði í Bolungarvík var vígt. Slagveðursrigning var meira og minna á norðanverðum Vestfjörðum fram eftir degi en meðan vígsluhátíðin fór fram brá svo við að sólin skein glatt í Bolungarvík og himinninn var heiður og blár. Helga Jónsdóttir, formaður UMFB, taldi þetta dæmigert fyrir forsjálni og vinnubrögð þeirra sem staðið hafa að uppbyggingu svæðisins.
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og fyrrum formaður knattspyrnuráðs Bolungarvíkur, gat þess í ávarpi, að svæðinu hefði ekki verið gefið nafn og varpaði fram tveimur hugmyndum. Annars vegar að svæðið verði kennt við Vatnsnes, þaðan sem mikið af grassverðinum mun vera komið, en ekki er ólíklegt talið að bær Völu-Steins Þuríðarsonar sundafyllis í Bolungarvík hafi staðið í Vatnsnesi. Hins vegar að svæðið verði nefnt Magnúsarvellir til heiðurs formanni knattspyrnuráðs Bolungarvíkur.

Í ávarpi Elíasar Jónatanssonar, sem ásamt Magnúsi Ólafs Hanssyni hefur átt sæti í knattspyrnuráði UFMB um árabil, kom fram að gerð íþróttasvæðis af þessari stærð myndi kosta a.m.k. á þriðja tug milljóna króna ef það yrði boðið út. Enda þótt bæjarsjóður Bolungarvíkur hafi lagt fram verulega fjármuni til svæðisins er mikill hluti verksins framlag sjálfboðaliða og velunnara.

„Þetta íþróttasvæði breytir allri aðstöðu til alls konar íþróttaiðkunar hér í Bolungarvík“, sagði Elías. „Sérstaklega er breytingin mikil fyrir unga knattspyrnuiðkendur sem hafa á undanförnum árum þurft að búa við aðstöðu á túnum hér og þar í bænum... Það er ljóst að þessi aðstaða gerir félaginu kleift að halda hér knattspyrnumót fyrir yngri flokkana af áður óþekktri stærð. Ennfremur gerir stærðin það kleift að hlífa ákveðnum svæðum og koma þannig í veg fyrir skemmdir vegna of mikils álags.

Þótt hér sé lokið ákveðnum kafla í uppbyggingu íþróttamannvirkja hér í Bolungarvík, þá er enn mörgu ólokið. Má í því sambandi nefna ýmiskonar aðstöðu til iðkunar frjálsra íþrótta... Hér hefur verið lagður grunnur að slíkri aðstöðu en frekari uppbygging hennar krefst auðvitað fjármagns“, sagði Elías Jónatansson í ávarpi sínu.

Séra Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur Bolvíkinga, blessaði svæðið. Börn í fyrsta bekk Grunnskóla Bolungarvíkur afhjúpuðu skjöld á bjargi rétt við æfingasvæðið, þar sem á er letrað: „Þetta íþróttasvæði var byggt af Bolvíkingum á árunum 1996-2000 og vígt laugardaginn 30. september 2000. Knattspyrnuráð UMFB.“

Nokkur ávörp voru flutt og þeir sem ávörpin fluttu voru sæmdir heiðurspeningum sem slegnir höfðu verið í tilefni dagsins. Einnig fékk ungt knattspyrnufólk í Bolungarvík peninga af sama tagi.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli