Frétt

mbl.is | 02.11.2002 | 18:20Gæsluvarðhald staðfest vegna fjársvika við bílainnflutning

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem talinn er hafa stundað umfangsmikil fjársvik í tengslum við innflutning á gömlum bílum, sæti gæsluvarðhaldi til 8. nóvember. Hafa tollayfirvöld kært manninn vegna ætlaðra tollsvika hans við innflutning á 24 bílum frá Bandaríkjunum og Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur kært hann vegna meintra stórfelldra og skipulagðra svika kærða og viðskiptafélaga hans með því að fá með blekkingum lán samtals að fjárhæð 11,5 milljónir króna út á fimm bíla sem ekki voru í þeirra eigu eða skemmdar eða ónýtar. Lögregla rannsakar þátt fleira fólks í málinu, m.a. tollvarðar og starfsmanns bílaskoðunarstöðvar.
Þrjár þessara bifreiða voru fluttar inn notaðar frá Bandaríkjunum og fram kemur í skráningarferli þeirra allra að um tjónabíla hafi verið að ræða. Samkvæmt gögnum málsins hafði maðurinn milligöngu um inn­flutning og tollafgreiðslu bifreiðanna sem fóru fram hjá embætti sýslumannsins á Selfossi. Að lokinni tollafgreiðslu hafi tvær þessara bifreiða verið skráðar á nafn fyrirtækis í Reykjavík sem síðar var úrskurðað gjaldþrota. Í framhaldi af þessu hafi fyrirtæki í eigu sakborningsins gert tilboð í viðgerð á bifreiðunum, en það félag hafi einnig verið úrskurðað gjaldþrota. Skömmu síðar hafi þær verið nýskráðar, samkvæmt því sem komi fram í skráningarferli bifreiðanna í bifreiðaskrá, kaskótryggðar hjá Sjóvá-Almennum hf. og veðsettar fyrir lánum að fjárhæð 5.825.000 krónur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ekkert hafi verið greitt af framangreindum lánum og þegar ganga hafi átt að bifreiðunum og bjóða þær upp hafi þær ekki fundist.

Það hafi verið skilyrði lánveitingar af hálfu Sparisjóðs Hafnarfjarðar að bifreiðarnar væru nýskráðar og samkvæmt bifreiðaskrá hafi þær verið nýskráðar hjá Bifreiðaskoðuninni Athugun hf. í Klettagörðum. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að lögregla segi ekki sé ljóst á þessu stigi málsins hvort starfsmaður Bifreiðaskoðunarinnar hafi verið blekktur eða verið þátttakandi í þessum ætluðu brotum sakborningsins og viðskiptafélaga hans. Sakborningurinn hafi sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi gert við báðar bifreiðarnar en viti síðan ekkert um afdrif þeirra.

Þriðja bifreiðin var flutt inn á vegum mannsins en tollafgreidd og forskráð á nafn konu. Við tollafgreiðslu hjá embætti sýslumannsins á Selfossi var skattflokki bifreiðarinnar breytt úr skattflokki 70, sem er tjónabíll í skattflokk 00, nýr bíll. Bifreiðin hafi verið kaskótryggð hjá Sjóvá- Almennum og veðsett fyrir láni að fjárhæð 3.600.000 krónur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar í nafni konunnar. Fram kemur í úrskurðinum að ekki hafi verið greitt neitt af því láni og þegar ganga hafi átt að bifreiðinni hafi hvorki konan né sakborningurinn viljað eða getað vísað á hana. Bifreiðin hafi svo fundist fyrir tilviljun á bílaverkstæði í Reykjavík þar sem hún hafi verið öll í pörtum og alls ekki í skoðunarhæfu ástandi.

Samkvæmt skráningarferli bifreiðarinnar í bifreiðaskrá tókst að fá hana nýskráða hjá Bifreiðaskoðuninni Athugun í Klettagörðum. Sakborningurinn sagði í yfirheyrslu hjá lögreglu að til hafi staðið að gera við bifreiðina en vantað hafi varahluti og ekkert orðið af fyrirhugaðri viðgerð. Hann neitaði síðan vitneskju um afdrif bifreiðarinnar.

Fjórða bílinn keypti sakborningurinn í nafni fyrirtækis af Vátryggingafélagi Íslands með tjóni eftir umferðaróhapp. Fyrirtækið hafi síðan selt bílinn sömu konunni, og skráð var fyrir þriðja bílnum og framhaldi af því var bíllinn kaskótryggður hjá Sjóvá Almennum og síðan veðsettur fyrir láni að fjárhæð 900.000 krónur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ekkert hefur verið greitt neitt af láninu og þegar ganga átti að bílnum hefur hún ekki fundist.

Fimmta bílinn keypti sakborningurinn af í nafni fyrirtækis af VÍS og var bíllinn skemmdur eftir umferðaróhapp. Í framhaldi af því var bíllinn kaskótryggður hjá Sjóvá-Almennum og síðan veðsettur fyrir láni að fjárhæð 1.250.000 krónur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ekkert hefur verið greitt af láninu og þegar ganga átti að ganga að veðinu, þ.e. bílnum, hafi hann ekki fundist og forráðamenn fyrirtækisins og sakborningurinn hafi ekki getað eða viljað upplýsa hvar hún sé niðurkomin. Sakborningurinn sagði í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi aldrei gert við bifreiðina. Bílhræið hafi verið í húsnæði hans og telji hann helst að því hafi verið hent.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að ríkislögreglustjóri telji rökstuddan grun vera um að sakborningurinn tengist öllum þessum fimm bifreiðum, sem talið sé að hafi aldrei verið annað en bílhræ sem ekki hafi verið gert við, og notaðar hafi verið sem andlag fjársvikanna með einum eða öðrum hætti. Hafi frásögn sakborningsins við yfirheyrslu hjá lögreg

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli