Frétt

Leiðari 39. tbl. 2000 | 27.09.2000 | 18:00Annasöm helgi

Atvinnuvegasýningin, hin þriðja á Ísafirði sem haldin hefur verið til að vekja athygli á stöðu iðnaðar og atvinnu á Vestfjörðum, að þessu sinni undir kjörorðinu ,,Sól nýrra daga“, tókst með miklum ágætum. Líkt og fyrri sýningar bar hún órækt vitni um að vestur á fjörðum er ekki bara margt að ske heldur einnig ýmislegt merkilegt. Sýning af þessu tagi er hvatning til okkar um að láta ekki deigan síga heldur halda ótrauð áfram í þeirri varnarbaráttu sem landsbyggðin stendur í. Sýningin var fjölsótt og má að skaðlausu túlka það sem áhuga almennings og samstöðu um það sem hér er að gerast.

Hið sama var ekki uppi á teningnum hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, sem þingaði í Súðavík um helgina. Þingið var illa sótt. Það hlýtur að teljast alvarlegt mál þegar bæjarfulltrúar, sem tekið hafa að sér störf í þágu sveitarfélaga og íbúa þeirra, mega ekki vera að því að taka þátt í störfum Fjórðungssambandsins. Þannig sáu fjórir bæjarfulltrúar K-listans, minnihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sér ekki fært að sækja þingið sökum annara starfa og kvittuðu fyrir með snubbóttri yfirlýsingu þar sem þeir fólu formanni bæjarráðs að fara með atkvæði þeirra á þinginu, ,,með ósk um að málefnaflutningur þingsins verði Vestfirðingum til framdráttar um ókomna framtíð“.

Samgöngur voru meðal þeirra mála sem ráð var fyrir gert að yrðu í fyrirrúmi á þinginu. Ekki er ólíklegt að þingstaður hafi einhverju ráðið um áskorun þingsins til samgönguráðherra um öryggi á þjóðveginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Í ályktun þingsins um þetta segir m.a.: ,,Í slíkri athugun verði leitast við að nálgast sem best kostnað við nauðsynleg öryggismannvirki svo sem vegskála, gerð vegskápa, varnir til að hindra grjóthrun, lýsingu á veginum og aðrar lagfæringar, sem þarf til að tryggja öryggi og samgöngur á leiðinni. Þá verði einnig gerð athugun á möguleikum þess að bora jarðgöng á þessari leið og kostnaður við þessar aðgerðir borinn saman. (Leturbr.BB).

Samþykkt af þessu tagi er dæmigerð fyrir stjórnmálamenn. Eftir orðalengingar, sem innst er ætlast til að ekki séu teknar alvarlega, er loks komist að kjarna málsins. Þurfum við alltaf að vera að finna upp hjólið? Vegskálar, vegskápar, girðingar! Nægir ekki reynslan af Bolungarvíkurveginum? Og hví biðja menn bara um samanburð á stofnkostnaði? Hvað með viðhald og rekstur?

Hvers vegna einbeitum við okkur ekki að besta kostinum í stað þess að benda út og suður á lausnir, sem við sjálf treystum ekki lengur og vitum að eru ekki varanlegar?
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli