Frétt

| 21.09.2000 | 15:31Vestfirsk sveitarfélög eru vel rekin

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa verið vel rekin síðasta áratuginn, þegar á heildina er litið. Rekstur þeirra hefur skilað meiri framlegð á íbúa en rekstur annarra sveitarfélaga í landinu að meðaltali á þessum tíma, samkvæmt nýrri skýrslu frá PricewaterhouseCoopers. Þetta stingur í stúf við nýlegar fullyrðingar um óráðsíu í rekstri sveitarfélaga og sýnir að þær eru a.m.k. ekki réttmætar hvað vestfirsk sveitarfélög varðar.
Góður og aðhaldssamur rekstur vestfirskra sveitarfélaga á þessum tíma hefur hins vegar ekki dugað til, m.a. vegna þess að staða þeirra var verri en annarra í upphafi áratugarins. Félagslega íbúðakerfið veldur einnig miklu um fjárhagserfiðleika sveitarfélaga á Vestfjörðum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa mætt erfiðri greiðslustöðu með minni framkvæmdum en eru að jafnaði í sveitarfélögum annarra landsfjórðunga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur skýrslu um fjárhag vestfirskra sveitarfélaga, sem Þröstur Sigurðsson, viðskiptafræðingur hjá PricewaterhouseCoopers, hefur gert að beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga. Skýrslan verður kynnt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið verður í Súðavík um helgina.

Í skýrslunni kemur fram, að fjárhagur sveitarfélaga í landinu hefur farið versnandi á tíunda áratugnum. Fjárhagur sveitarfélaga á Vestfjörðum hefur verið erfiður allan áratuginn, ekki síst vegna fækkunar íbúa. Ljóst er, segir í skýrslunni, að til þess að reisa fjárhaginn við þurfa ýmsar aðgerðir að koma til.

Fram kemur, að heildarskuldaþol vestfirskra sveitarfélaga um síðustu áramót var minna en heildarskuldir þeirra. Með skuldaþoli er átt við getu til að greiða niður skuldir. Sé félagslega íbúðakerfið tekið út úr dæminu er skuldaþolið hins vegar umtalsvert meira en skuldirnar. Félagslega íbúðakerfið skiptir því sköpum í fjárhag vestfirskra sveitarfélaga, eins og margoft hefur verið bent á.

Greiðslubyrði sveitarfélaga á Vestfjörðum á árunum 1990-99 var að jafnaði um 112% af framlegð. Með framlegð er átt við afgang eftir rekstur málaflokka. Þetta er talsvert meiri greiðslubyrði en í öðrum landshlutum (56%), einnig þótt Reykjavíkurborg sé undanskilin (70%). Þung greiðslubyrði virðist hins vegar ekki stafa af óhagstæðri lánasamsetningu eða meiri fjárfestingum en í öðrum landshlutum, segir í skýrslunni.

Þrátt fyrir að framlegð á íbúa hafi farið minnkandi frá 1990 hefur hún ekki verið minni á Vestfjörðum en í hinum landshlutunum. Hins vegar er skuldabyrði sveitarfélaganna á Vestfjörðum töluvert meiri en annarra, eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Greiðslubyrði sveitarfélaganna á Vestfjörðum fer á þessum árum aldrei undir 74% af framlegð (1991) og var að meðaltali um 112%. Þetta þýðir, að sveitarfélögin eiga engan afgang til framkvæmda og þurfa að taka lán til að greiða afborganir og vexti af þeim lánum sem þau eru með í dag, auk þess sem allar framkvæmdir eru fjármagnaðar með lánsfé.

Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 15% frá 1990. Árleg framlegðarminnkun sveitarfélaganna vegna þessarar íbúafækkunar er í skýrslunni metin um 140 milljónir króna á ári. Það jafngildir lækkun skuldaþols um 1,3 milljarða króna.

Í beiðni stjórnar Fjórðungssambandsins til PricewaterhouseCoopers var gert ráð fyrir því, að skoðað yrði hvað gera þyrfti til að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélaganna í fjórðungnum. Á fundi skýrsluhöfundar með formanni og framkvæmdastjóra Fjórðungssambandsins komu fram ýmsar hugmyndir sem taldar eru geta nýst til lausnar fjárhagsvanda sveitarfélaganna.

Meðal þeirra hugmynda er að stofna félag (hlutafélag) með þátttöku ríkis og sveitarfélaga, sem myndi yfirtaka eignir og skuldir félagsíbúða á Vestfjörðum og selja íbúðirnar aftur á frjálsum markaði. Hér yrði um að ræða tilraunaverkefni til útfærslu á lausn á vanda sveitarfélaganna vegna félagslega íbúðakerfisins.

bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli