Frétt

Vefþjóðviljinn | 20.10.2002 | 13:40Gott er að eiga góða að!

Æ vesalingarnir. Þeir segjast hafa ruglast, Svíarnir. Þeir hafi óvart greitt atkvæði með því að Ísland fengi að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið. Þeir ætluðu bara að leyfa umræður um inngöngubeiðnina en voru staðráðnir að hafna henni að svo búnu. Nú segjast sænsk stjórnvöld sitja með ráðgjöfum sínum og leita af ákafa að leiðum til að afturkalla þessa ákvörðun og koma Íslandi að nýju úr ráðinu. „Frændur vorir Svíar“ eru því enn við sama heygarðshornið gagnvart Íslendingum og þær vonir sem vöknuðu um hið gagnstæða þegar Svíar virtust styðja aðildarumsókn Íslendinga, hafa fokið út í veður og vind.
Já það er gott að eiga góða að! Nú má hins vegar enginn skilja þessi orð sem svo að Vefþjóðviljinn hafi talið Svía hafa meiri skyldur en aðrar þjóðir til að styðja málstað Íslendinga. Auðvitað eiga Svíar að vera einráðir um það hvaða afstöðu þeir taka til einstakra mála. Enda hafa hvorki þeir né aðrar Norðurlandaþjóðir verið Íslendingum að jafnaði meiri bræður en aðrir í slíku alþjóðlegu samstarfi, og ekkert við því að segja. En hvers vegna að vera að fjölyrða um þetta? Jú, það mætti kannski minnast þessa þegar menn halda langar ræður um það hversu góða daga Íslendingar myndu eiga innan Evrópusambandsins, ef starfsmönnum þess tækist að lokka þá til inngöngu. Því er nefnilega svo oft haldið fram að fyrir utan hin gríðarlegu „áhrif“ sem Ísland hefði á allar þýðingarmiklar ákvarðanir í Brussel, þá myndu „frændur okkar á Norðurlöndum“ auðvitað standa með okkur hvenær sem mikið lægi við. Við værum því ekki einir á báti heldur myndu Svíar, Finnar og Danir jafnan vera til taks hvenær sem mikið lægi við.

Þeir sem hafa fylgst með framgöngu Svía gagnvart frændþjóðinni Íslendingum, til dæmis á vettvangi Alþjóða hvalveiðiráðsins, eða fylgst með aðferðum Norðmanna gagnvart frændþjóðum þeirra, svo sem varðandi fiskveiðistjórnun eða yfirráð Svalbarða, þeir vita hversu djúpur þessi frændskapur er í huga hinna stærri ríkja. Ætli það yrðu ekki aðallega Íslendingar sem fyndu til skyldleika og sameiginlegra skuldbindinga? Ætli frændskapur Íslands og annarra norrænna Evrópusambandsríkja yrði ekki allur á annan veginn, svona eins og vensl Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur virðast stundum vera. Og því miður, ætli það yrði ekki þannig að Ísland tæki sér stöðu Össurar en hin ríkin léku hlutverk Ingibjargar Sólrúnar.

Vefþjóðviljinn

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli