Frétt

Múrinn / Steinþór Heiðarsson | 18.10.2002 | 07:41Eðlileg morð?

Bandaríkjastjórn undirbýr stríð gegn Írak af kappi. Gerðar hafa verið áætlanir um hernám landsins að loknu stríði til að komast hjá ringulreið á borð við þá sem hefur ríkt í Afghanistan síðustu 10 mánuði. Fram kom í umræðum á sérstökum fundi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að nær öll aðildarríkin eru andvíg árásarstríði gegn Írak. George Bush veifar samþykki Bandaríkjaþings og segir það hafa sent SÞ skýr skilaboð – að fara ekki í stríð (sem heitir á máli Bandaríkjastjórnar og taglhnýtinga hennar „aðgerðaleysi“) sé ekki raunverulegur valkostur. Venjulegt fólk efast um að Bush geri sér grein fyrir því að þingið á Capitol Hill er þjóðþing og segir því Sameinuðu þjóðunum ekki fyrir verkum.
Á sama tíma reynast bandarísk stjórnvöld ófær um að stöðva leyniskyttuna andstyggilegu sem fer um og drepur fólk af handahófi með veiðiriffli. Og fyrir þá sem hafa gaman af íþróttum má minna á að maðurinn sem stóð að sprengjutilræðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 gengur ennþá laus. Lögreglan telur of erfitt að leita í fjalllendinu þar sem hryðjuverkamaðurinn heldur til.

Aðrir spyrja hvað sé svona merkilegt við það þó 10 eða 11 manns hafi verið skotin í Virginíu. Almenningur bendir á að slík morð séu nær daglegt brauð þar um slóðir. Þriðjudagskvöldið 15. október flutti BBC, rás 1, athyglisvert viðtal við hjón í Virginíu sem gerðu þessa skyndilegu athygli heimspressunnar að umræðuefni. Fram kom að þau vissu um að minnsta kosti fimm manneskjur sem hefðu verið skotnar til bana síðastliðnar tvær vikur og bjuggust við að fleiri hefðu fallið í raun.

Fréttamaður spurði hvort ekkert hefði verið fjallað um þessi mannvíg í hinum stóru fjölmiðlum Bandaríkjanna. „Þau komast nú ekki einu sinni í staðarblöðin“, var svarið. Ástæðan er sú að morðin eru framin í hverfum blökkumanna og verkafólks. Það er bara ekki fréttaefni í Bandaríkjunum.

Ýmsir fjölmiðlar gera mikið úr einkennum leyniskyttunnar, að þar sé á ferð sjúkur maður sem skjóti fólk af löngu færi og velji fórnarlömb af handahófi. Það má vel vera rétt greining en þeir sem segja þær fréttir vita ekkert um andlegt ástand eða aðferðir þeirra sem standa fyrir nær daglegum skotárásum í hverfum lágstéttanna á sömu slóðum.

Kjarni málsins er sá að leyniskyttufréttirnar, sem hefur rignt yfir okkur frá Bandaríkjunum í einar tvær vikur, sýna að þegar ráðist er á millistéttarfólk sem á sér einskis ills von þá taka fjölmiðlarnir við sér. Það er jafnframt staðfesting á því að mannvíg eru talin „eðlilegur“ hluti af lífinu í ákveðnum borgarhverfum þar sem “hinir? búa. Engar fréttir eru sagðar af þeim og engar lögreglurannsóknir fara fram.

Fyrir einum hundrað árum trúðu hinar ráðandi stéttir í Winnipeg í Kanada því að taugaveiki væri eitthvað sem alltaf myndi fylgja innflytjendum frá Austur-Evrópu. Við því væri ekkert að gera. Það var ekki fyrr en pestin braut sér leið inn í hverfi engilsaxneskra borgarbúa að elítan tók við sér og krafðist aðgerða. Sama hugarfar virðist lifa góðu lífi í Virginíu enn í dag.

Vefritið Múrinn

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli