Frétt

kreml.is - Svanborg Sigmarsdóttir | 11.10.2002 | 13:25Konur á þing

Á hátíðarstundum er hlutur kvenna á Alþingi Íslendinga lofaður, sérstaklega ef borið er saman við hlut kvenna í stjórnmálum út í hinum stóra heimi. Af okkar 63 þingmönnum sitja nú 23 konur á þingi (voru kjörnar 22), sem gera rúm 35 %. Ef þessar konur eru færðar út í kjördæmin sem kosið verður eftir í næstu kosningum, sést að af þessum 23 konum, munu 15 (af 33 mögulegum sætum) sækjast eftir endurkjöri á höfðuborgarsvæðinu (RN, RS og SV kjördæmi), en einungis 7 (af 30 mögulegum sætum) í öðrum kjördæmum. Það er sem sagt helmingi meiri ásókn kvenna í þingsæti á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi.
Ef við lítum aðeins á stöðu kvenna eftir flokkum sjáum við kannski enn frekar bága stöðu kvenna í landsbyggðarkjördæmunum, og eftirtektaverðast er að af 13 sitjandi þingmönnum í NV kjördæmi, er ekki ein einasta sitjandi þingkona.

Framsóknarflokkurinn

Ein af níu landsbyggðarþingmönnum Framsóknarflokksins er kona: Valgerður Sverrisdóttir (NA). Hún er mjög sterkur þingmaður og sitjandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Kjördæmabreytingin gæti þó haft þær afleiðingar að hún muni ekki lengur leiða lista Framsóknarflokksins, þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra verður í sama kjördæmi. Ég hélt reyndar að ég væri að mislesa eitthvað, því Framsóknarflokkurinn hefur svo fína jafnréttisáætlun sem að flokkurinn vill vinna eftir. Síðan mun Jónína Bjartmarz líklega leiða Reykjav. Suður og Siv mun líklega koma til með að leiða flokkinn í Suð-Vesturkjördæmi. En af 12 þingmönnum flokksins eru nú 3 konur.

Samfylkingin

Þrjár af níu landsbyggðarþingmönnum Samfylkingarinnar eru konur: Svanfríður Jónasdóttir (NA) Margrét Frímannsdóttir (S) og Sigríður Jóhannesdóttir (S). Margrét er varaformaður flokksins og á góða möguleika á að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi, en Svanfríður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi kosningum. Ef fram sem horfir, mun Samfylkingin því ekki eiga konu á þingi á svæðinu frá Hvalfjarðargöngum til Hornafjarðar. Staða kvenna á höfuðborgarsvæðinu er mun vænlegri hjá flokknum, og möguleiki á að konur leiði tvo af þrem listum á höfuðborgarsvæðinu. Af 17 þingmönnum flokksins eru nú 9 konur.

Sjálfstæðisflokkurinn

Þrjár af þrettán landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru konur: Sigríður Ingvarsdóttir* (NA), Arnbjörg Sverrisdóttir (NA) og Drífa Hjartardóttir (S). Bæði Arnbjörg og Drífa leiddu sinn lista í síðustu kosningum, en ótrúlegt verður að teljast að Arnbjörg nái þeirri stöðu aftur, þar sem hún lendir í sama kjördæmi og Halldór Blöndal, forseti Alþingis og Tómast Ingi Olrich, menntamálaráðherra. Meiri líkur eru á að Drífa nái að leiða lista flokksins á Suðurlandi, þó svo að Kristján Pálsson muni einnig gera kröfu á það sæti. Nokkur hætta er á að Sigríður Ingvarsdóttir falli af þingi í þetta sinn. Af 26 þingmönnum flokksins eru 9 konur.

* Þar sem Sigríður kemur frá Siglufirði, færi ég hana yfir í NA kjördæmi

Vinstri-grænir

Ein af fjórum landsbyggðarþingmönnum Vinstri-grænna er kona; Þuríður Backman (NA). Þar sem hún lendir nú í sama kjördæmi og formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon og Árni Steinar Jóhannsson er ljóst að hún mun ekki leiða lista eins og í síðustu kosningum, og enn fremur er ljóst að nema Vg standi sig þeim mun betur á NA kjördæmi er Þuríður í heilmikilli fallhættu. Af 6 þingmönnum flokksins eru 2 konur.

Þar sem velflestir sitjandi þingmenn ætla að sækjast eftir endurkjöri verður nýliðun erfið á landsbyggðinni. Þrettán sitjandi þingmenn sækjast eftir tíu sætum í NV, þau eru ellefu um tíu sæti í NA og tíu um tíu sæti í S. Átta þingmenn eru hins vegar að sækjast eftir ellefu sætum í SV og tuttugu sitja um tuttugu og tvö sæti í Reykjavík. Á höfuðborgarsvæðinu eru því um “lausari? sæti að velja. Þegar flokkarnir raða á sína lista í landsbyggðarkjördæmunum þremur, með hvaða hætti sem það verður munu þeir væntanlega hugsa til þess að hafa fólk frá sem stærstum hluta kjördæmisins, hafa fólk úr sem flestum atvinnugreinum. Vonandi verður einnig haft í huga að reyna að auka hlut kvenna á landsbyggðinni og að konum verði gefið færi á að leiða lista í sínu kjördæmi og verða þannig ráðherraefni flokkanna. Það er ekki nóg að hafa konur á höfuðborgarsvæðinu.

Svanborg Sigmarsdóttir.

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli