Frétt

Þorvaldur Thoroddsen / Andvari 1888 | 07.10.2002 | 12:33„Skutlarnir eru ljótu morðtólin“

Hvalstöð Thomas Amlie á Langeyri í Álftafirði.Myndin er tekin úr bókinni <i>Hvalveiðar við Ísland 1600 &#150; 1939</i> eftir Trausta Einarsson.
Hvalstöð Thomas Amlie á Langeyri í Álftafirði.Myndin er tekin úr bókinni <i>Hvalveiðar við Ísland 1600 &#150; 1939</i> eftir Trausta Einarsson.
Hinn 28. júlí hélt eg á stað frá Ísafirði inn með Djúpi ; fórum við fyrsta daginn inn fyrir Skutilsfjörð, kring um Álftafjörð og að Eyri í Seyðisfirði. Melhjallar eru fyrir framan báða dalbotnana, sem ganga inn af Skutilsfirði, og hafa árnar brotizt í gegn um þá; þar eru ísrákir fornar, sem ganga eptir dalsstefnunum til sjávar. Innarlega austanverðu við fjörðinn er dálítil eyri, spölkorn fyrir innan tangann að vestan, sem kaupstaðurinn stendur á; á nesi þessu eru margar smátjarnir ofan til og eru þess konar tjarnir sumstaðar á eyrum þeim, sem ganga út í firðina hér vestra, og hafa ef til vill orðið eptir, er grjót barst að og eyrarnar mynduðust af straumum og sjávarföllum. Beint á móti kaupstaðnum er djúp hvilft eða skál í fjallsröndina, og önnur nokkru innar ; ekki hafa skálar þessar neitt afrennsli; þær eru eins og djúpir bollar og urðarrusl og grjót á röndinni og fyrir neðan ; þar hafa líklega á ísöldinni verið jökulfannir í litlum gilskvompum og haldizt lengi fram eptir.
Við fórum fyrir Arnardal, yfir Arnardalsháls í Álptafjörð, er þar fremur slæmur vegur með hlíðinni, töluvert hefir verið gert við hann, en óðar hrapa skriður aptur í götuna. Í Álptafirði eru margir bæir og töluvert grösugt undirlendi ; þar er yzt Súðavík, snoturt bæjarþorp, og nokkru innar Langeyri; þar hafa Norðmenn tekið sér aðsetur til hvalveiða, verður maður fljótt var við þá, er komið er í fjörðinn, því öll fjaran er þakin af hvalþvesti og innýflum ; er það allt maðkað og úldið og leggur ódaunninn langar leiðir á móti manni. Á Langeyri er stórt vinnuhús með gufuvélum, íbúðarhús, geymsluhús, smiðja o.s.frv. Ekki er þar þrifalegt, allt smitar í grút og brækju, enda er ekki á öðru von, þar slík atvinna er rekin með jafnmiklum krapti. Vinnuhúsið er bæði hátt og stórt og margloptað ; þar lá hvalur á stokknum og voru Norðmenn önnum kafnir við hvalskurðinn, rista þeir spikið í langar ræmur með skaptlenzum, eru krókar festir í ræmurnar og belgurinn dreginn af hvalnum með gufuafli. Í kjallaranum er geymsluhús með lýsistunnum ; á fyrsta lopti eru stóreflis ker, sem spikið er soðið í, og gufuvél; hvert ker tekur 10 smálestir af spiki og er gufunni hleypt í þau úr vélinni ; úr aðalvélinni ganga dragreipi í ýmsar smærri vélar á efri loptunum, og gjöra þær ýmislegt, er þarf; aðalvélin stýrir ein öllum verkum. Gufan dregur spikið upp á efsta lopt, og hreyfir geysistóran hníf, er brytjar sundur hvalinn, og er hann fluttur í smávögnum í pottana.

Norðmenn voru í sumar búnir að fá um 30 hvali, enda höfðu þeir tvö gufuskip til veiðanna, „Reykjavík“ og „Ísafold“. Skutlarnir eru ljótu morðtólin; á þeim eru 4 agnhöld, sem rísa upp þegar hvalurinn tekur viðbragðið, en við það kviknar í þrístrendri sprengikúlu úr stáli, sem er fremst á skutlinum, svo hún springur inn í hvalinn. Ef skutullinn kemur vel á, drepst hvalurinn þegar í stað, en opt fær hann þó ekki banasár af skotinu, og hleypur margar mílur með skipið og stenzt þá ekkert við, þó gufuvélin sperrist á móti af alefli, unz hvalurinn mæðist svo, að hægt er að vinna á honum. Það þarf sterka kaðla til að þola slíkt átak; kaðlarnir eru margreyndir áður og verða að geta þolað 40 þúsund punda þunga, og þó bila þeir stundum. Norðmenn kvörtuðu sáran undan háhyrningunum ; þegar hvalirnir eru skutlaðir, safnast háhyrningarnir þar að í hópum og rífa þá út úr höndunum á Norðmönnum, það er að segja, rífa úr þeim stórar flyksur og fara illa að mat sínum; þeir voru nú að búa út minni skutla og fallbyssur, til þess að vinna á þessum boðflennum.

Frá Langeyri og inn fyrir botn á Álptafirði eru hjallar fram með sjónum og eins út með að austanverðu ; þar eru í hjöllunum brimbarðir hnullungar og möl, og er hún sumstaðar í fastri samsteypu, af því járnlá úr mýrunum fyrir ofan hefir sitrað gegnum mölina. Við riðum út hjá Kambsnesi og yfir lágan háls, sem gengur eins og lægra nef fram undan eggþunnu, bröttu fjalli, líkt og Arnardalsháls að vestanverðu, og komum að Eyri í Seyðisfirði um kvöldið. Þar er ágætt skipalægi fyrir innan eyrina og leggjast þar opt verzlunarskip. Eyrin er rúmlega 10 feta há, mynduð úr hnullungum. – Járn er hér alstaðar töluvert í fjöllunum, einkum í hinum örmjóa kambi milli Seyðisfjarðar og Álptafjarðar, og er bergið þar víða rautt af járnlá, sundurétið og ummyndað. Í Seyðisfirði eru 4 bæir. Austan við fjörðinn gengur fram einkennilegt nes; er þar fremst hátt fjall, líklega um 1600 fet, það heitir Hestur, en fyrir ofan fjallið er lágt eiði (105 fet), og er þar örstutt yfir í Hestfjörð. Á eiðinu eru ísfágaðar klappir og lausum stórbjörgum er þar stráð á við og dreif; hafa þau auðsjáanlega borizt þangað á ísöldinni.

Heimild: Þorvaldur Thoroddsen: „Ferðasaga frá Vestfjörðum“. Andvari. Tímarit hins íslenzka þjóðvinafjelags, 14. árg. Reykjavík 1888.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli