Frétt

Stakkur 40. tbl. 2002 | 03.10.2002 | 13:31Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að efna til prófkjörs fyrir uppstillingu framboðslista í kosningum að vori. Meirihluti þingmanna á kjördæmisþingi tóku þennan kost, eða fjórir af hverjum fimm. Um leið liggur ljóst fyrir að fimm af núverandi sex þingmönnum flokksins, sem kjörnir voru fyrir rúmum þremur árum, sækjast eftir endurkjöri. Einn þeirra Sigríður Ingvarsdóttir frá Siglufirði, leitar væntanlega eftir kjöri í Norðausturkjördæmi, en þangað flyst Siglufjörður við kjördæmabreytinguna.

Auðvitað má deila um aðferð við upstillingu á lista. Prófkjör er ein leið og hefur oft verið notuð, stundum með góðum árangri, oftast með ágætlega viðunandi árangri, en stundum með alvarlegum afleiðingum og leiðindum. Reyndar er það lang sjaldnast. Hinu má þó velta fyrir sér hvort ekki hefði verið fýsilegt í stöðunni nú að stilla upp meðan landslag í nýju margfalt stærra kjördæmi er skoðað og metið.

Á það ber þó að líta að þessi ákvörðun er djarfmannleg og sýnir að sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi ætla sér að vinna í sem ein heild í nýju kjördæmi og væntanlega standa með þeim hætti vörð um hagsmuni kjósenda sinna og kjördæmisins alls. Ekki mun okkur af veita þegar allt stefnir í samdrátt áhrifa og valda á suðvesturhorninu.

Nú mun hefjast hörð barátta. Í stað þriggja flokkslistaoddvita verður aðeins einn. Sturla Böðvarsson á Vesturlandi mun væntanlega ekki vilja gefa eftir sinn sess, enda er hann ráðherra og líklegt, reyndar nánast víst að verði Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn, þá verða flestir oddvitar í kjördæmunum sex örugglega ráðherrar. Vestfirðingar ætla sér vísast að halda sínum hlut. Einar Kristinn Guðfinnsson hefur leitt listann á Vestfjörðum og Vilhjálmur Egilsson á Norðurlandi Vestra. Nokkuð öruggt má telja að fjórir þingmenn nái kjöri af lista Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi. Þá eru þeir Guðjón Guðmundsson og Einar Oddur Kristjánsson ákveðnir í því að halda sínum sætum á Alþingi. Hugsanlega verður aðeins pláss fyrir fjóra en ekki þessa fimm. Og þá spyr kjósandinn: ,,En hvað með konurnar??

Hin brennandi spurning í hugum kjósenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum hlýtur að vera: ,,En hvað með Vestfirðinga?? Það er hin áleitna spurning kjósenda allra flokka. Því hefur oft verið velt upp áður hver verði staða Vestfirðinga og byggðar á Vestfjörðum að loknum fyrstu kosningum í nýju kjördæmi. Eitt mun vera ljóst. Úrslit profkjörs eru engan veginn fyrirséð. Kjósendur hinna kjördæmanna, Vesturlands og Norðurlands Vestra kunna að ráða úrslitum um það hverjir Vestfirðinga ná kjöri á hið háa Alþingi. Nú kann að vera að hefjist mikill pólitískur hráskinnaleikur baksviðs um allt hið nýja kjördæmi. Hvað segja Skagfirðingar um Ragnheiði Hákonardóttur, Einar Kristinn eða Einar Odd þegar þeir greiða atkvæði, nú eða Akurnesingar? Hver sem niðurstaðan verður, þá verður spennandi að fylgjast með því sem gerist á næstu vikum og enn eiga hinir flokkarnir eftir að ákveða aðferð við sín framboð. Spennandi tímar fara í hönd, en hvað með framtíð Vestfjarða?


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli