Frétt

Leiðari 40. tbl. 2002 | 03.10.2002 | 13:29Hin ósýnilega hönd vanans

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna svaraði frambjóðandi í Ísafjarðarbæ spurningu um hvað honum finndist um afstöðu flokks síns í tilteknu máli, því einu að hann styddi flokkinn í góðum málum. Um stuðninginn við góðu málin skal ekki efast. Svarið segir hins vegar allt um vanmátt minni spámannanna þegar stefna þeirra á ekki upp á pallborðið hjá flokksforustunni. Þá dregur góður vilji skammt.

Vefsíðugrein Einars K. Guðfinnssonar, alþingismanns, ,,Fjögur dæmi um flutning ríkisverkefna,“ styður fullyrðinguna um vanmáttinn, en í henni fjallar hann m.a. um veiðarfærarannsóknir og veiðieftirlit: ,,Fyrir nokkrum árum gerði ég ásamt mörgum góðum mönnum tilraun til þess að uppbygging veiðarfærarannsókna færi fram á Ísafirði, undir forystu Hafrannsóknastofnunar og í samvinnu við fyrirtæki á þessu sviði. Ástæðan var einföld. Slík þekking var þá ekki til staðar nema næsta takmörkuð innan stofnunarinnar. Á Ísafirði var hins vegar búsettur sérmenntaður maður á þessu sviði, sem hafði áhuga á að sinna þessu verkefni, en með einu skilyrði þó. Hann fengi að búa og starfa fyrir vestan. Fyrir lá að fyrirtæki á svæðinu voru tilbúin að veita þessu máli brautargengi. Og alþekkt er að innan Netagerðar Vestfjarða hefur byggst upp mikil þekking á veiðarfærarannsóknum. Fátt virtist rökréttara en að þarna yrði byggt upp lítið vísindasamfélag, sem starfaði út frá höfuðstöðvum Hafró í Reykjavík.“

Á þetta var ekki hlustað.

Um veiðieftirlitið segir þingmaðurinn m.a.: ,,Æ oní æ hefur verið farið þess á leit að þessir menn (eftirlitsmennirnir) hefðu bækistöðvar sínar á landsbyggðinni. Ekki síst í ljósi þess að Fiskistofa er með nokkrar starfsstöðvar úti á landi.“ En hverjar eru lyktirnar? ,,Umtalsverð fjölgun í veiðieftirliti, en sú fjölgun hefur öll- nákvæmlega öll- orðið í starfsliðinu fyrir sunnan. Þó vita allir að veiðieftirlitið er ekki framkvæmt frá Reykjavíkurhöfn, heldur frá öllum höfnum landsins.“

Bæði þessi mál heyra undir sjávarútvegsráðuneytið. Við réttmætum ábendingum í þeim efnum ,,hefur skollaeyrunum frægu verið skellt,“ segir þingmaðurinn, réttilega og bendir á, að opinber störf ,,eigi ekki (sjálfkrafa) heima í Reykjavík,“ - hafi þar ekki lögheimili eða séu þar sem þinglýst kvöð og réttur.“ Einar Kristinn segir efnislegar forsendur eiga að ráða ákvörðunum í málum sem þessum. ,,Það er ekki gert í dag. Núna eru þessar ákvarðanir teknar af hinni ósýnilegu hönd vanans sem öllu ræður í bland við þekkingarleysi og fordóma. Það er byggðastefna í raun, byggðastefna fyrir höfuðborgarsvæðið.“

Harður dómur þingmanns, um byggðastefnu sem gengur þvert á fögur fyrirheit stjórnvalda.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli