Frétt

Stakkur 38. tbl. 2002 | 18.09.2002 | 14:42Framtíðarsýn og kosningar

Svo sem búast mátti við skipuðu málefni Orkubús Vestfjarða veglegan sess á Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Samþykktar voru ályktanir um að Orkubúið yrði ekki selt. Allir hugsandi Vestfirðingar telja hag sínum betur borgið, skipist mál endanlega á þann veg að Orkubúið verði á forræði okkar sjálfra, en stjórnun þess hverfi ekki annað. Oft hefur verið vikið að þeim mikilvæga þætti sem OV stendur fyrir varðandi sjálfstæði Vestfirðinga eða öllu heldur ímynd okkar um sjálfstæði. Því verður ekki neitað með rökum að ímyndin, einkum sjálfsímyndin, ræður miklu um hvert menn stefna og til hvers þeir treysta sér.

Einmitt þess vegna er fróðlegt að skoða afrakstur Fjórðungsþingsins er haldið var í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík. Kannski fundarstaðurinn hafi haft róandi áhrif á þingmenn þess. Auk samþykkta um Orkubú Vestfjarða bar mest á samgöngumálum. Aldrei verður of ítrekað að samgöngurnar ráða miklu um byggðaþróun. Þó er flestum athugulum mönnum það ljóst að fleira ræður búsetu en þær einar. Há laun hafa gjarnan meiri áhrif en góðar samgöngur varðandi val búsetu. Reyndar hefur sú staðreynd hvort menn hafa yfirleitt atvinnu mjög mikið að segja í flestum tilfellum. Því næst líta margir, einkum fólk sem aflað hefur sér framhaldsmenntunar, að ekki sé talað um þá er lokið hafa háskólaprófi, til þess hvort atvinnan, megin viðfangsefni þeirra, fullnægi væntingum þeirra til viðfangs stærstan hluta vökutímans.

Að þessu sögðu verður vart hjá því komist að álykta sem svo, að metnaðarfulla umræðu hafi nokkuð skort á Fjórðungsþinginu. Ekkert eitt atriði mun snúa byggðaþróun við á Vestfjörðum. En ljóst er að mikilvægustu sóknarfærin liggja í því að skapa áhugaverð störf sem nýta menntun fólks. Til þess að fá ,,börnin heim? þarf mörg ný störf fyrir háskólamenntaða og tæknimenntaða menn, karla jafnt og konur. Fræðslusetrið er vissulega gott, en það er aðeins fyrsta litla skrefið af þeim fjölmörgu sem verður að stíga til þess að fólkið sem við tölum um á hátíðarstundum að óskað sé eftir hér á Vestfjörðum komi. Það sem gert hefur dugar ekki til að draga ,,börnin heim? hvað þá að fleiri flytji hingað.

Tækifæri vestfirskra sveitarstjórnarmanna til að setja fram stefnumörkun fyrir kosningavetur, sem skiptir Vestfirðinga í nýju og stóru kjördæmi öllu, var ekki notað. Þarna áttu menn að leggja línur og móta framtíðarsýn, gera sanngjarnar kröfur um verulega aukna háskólamenntun í héraði. Útibú frá ríkisháskólanum, Háskóla Íslands í Reykjavík, er grundvallaratriði. Fjarnám er vissulega kostur, en miklu meira þarf til. Hvergi sér stað metnaðarfullum hugmyndum um að gera Ísafjörð að alvöru menntasetri, sem byggir á því að fá fólk að til að stunda menntun hér vestra.

Er það virkilega svo að krafturinn og þorið hafi horfið með fiskinum? Á Vestfjörðum vantar aðdráttaraflið fyrir fasta búsetu. Ferðamenn eru góðir, en duga ekki til ef snúa á vörn í sókn. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið. Vonandi sýna þeir bæjarstjórnarmenn einhvern metnað fyrir alþingiskosningar og setja fram byggðastefnu sem dugar. Munið! Í Grafarvogi, yngsta hverfinu í Reykjavík, býr þrefaldur fjöldi Vestfirðinga. Kosningar eru að vori. Tíminn líður og tækifærin verður að grípa í tíma.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli